Fréttablaðið - 25.10.2019, Page 16

Fréttablaðið - 25.10.2019, Page 16
Fólk er kynningarblað sem býður auglýsendum að kynna vörur og þjónustu í formi viðtala og umfjallana. Í blaðinu er einnig hefðbundið rit- stjórnarefni. Blaðið fylgir Fréttablaðinu daglega. Umsjónarmenn efnis: Elín Albertsdóttir, elin@frettabladid.is, s. 550 5761 | Hjördís Erna Þorgeirsdóttir | hjordiserna@frettabladid.is s. 550 5767 | Oddur Freyr Þorsteinsson, oddurfreyr@ frettabladid.is s. 550 57686 | Sandra Guðrún Guðmundsdóttir, sandragudrun@frettabladid.is, s. 550 5762 | Þórdís Lilja Gunnarsdóttir, thordisg@frettabladid.is, s. 550 5768 Útgefandi: Torg ehf Ábyrgðarmaður: Jóhanna Helga Viðarsdóttir Sölumenn: Arnar Magnússon, arnarm@frettabladid.is, s. 550 5652, Atli Bergmann, atli@frettabladid.is, s. 550 5657, Jón Ívar Vilhelmsson, jonivar@frettabladid.is, s. 550 5654, Jóhann Waage, johannwaage@frettabladid.is, s. 550 5656, Ruth Bergsdóttir, ruth@frettabladid.is, s. 694 4103, Síðumúli 31 - 108 Reykjavik - S: 562-9018 / 898-5618 info@arcticstar.is - www.arcticstar.is SÆBJÚGNAHYLKI FYRIR HEILSUNA Arctic star sæbjúgnahylki innihalda yfir fimmtíu tegundir af næringarefnum, og eru þekkt fyrir: • Hátt próteininnihald og lágt fituinnihald • Að minnka verki í liðum og liðamótum • Að byggja upp brjósk og draga úr tíðni liðskemmda • Að bæta ónæmiskerfið • Að auka blóðflæði • Að koma í veg fyrir æðakölkun • Að auka orku líkamans, stuðla að myndun húðpróteins og insúlins ÍSLENSK FRAMLEIÐSLA, Framleiðandi er Arctic Star ehf. Allar nánari upplýsingar fást á www.arcticstar.is Arctic Star sæbjúgnahylki Varan fæst í flestum apótekum, heilsubúðum og hagkaupum. Ég var sautján ára þegar ég datt á milli hæða heima og skaddaðist illa frá mjöðm og upp í efstu hryggjarliði. Á sama tíma spilaði ég lykilhlutverk með knattspyrnu- og handboltaliðum ÍBV en var tilneydd til að hætta vegna meiðslanna,“ segir Svava Kristín Grétarsdóttir, f lugfreyja og íþróttafréttamaður á Stöð 2. „Á nýju heimili okkar í Eyjum var brattur bráðabirgðastigi sem ég stökk upp til að skamma litla bróður minn en datt þá fram fyrir mig og datt út. Ég fékk enga meðhöndlun en læknir sem var kallaður til sagði að það væri ekk- ert að mér og að ég ætti að hætta í þessum helvítis íþróttum, þótt slysið hefði ekki gerst við íþrótta- iðkun. Eftir að hafa verið rúmliggj- andi í nokkrar vikur reyndi ég að mæta aftur á æfingar en meiðslin öftruðu mér og ég þurfti að kveðja íþróttaferilinn,“ segir Svava sem á enn í meiðslunum og fer reglulega í meðferð hjá kírópraktor til að halda sér gangandi. „Ég hef brennandi áhuga á íþróttum en fékk ekki tækifæri til að fá leiða á þeim eins og gengur. Því var ég lengi uppfull af öfund út í alla sem gátu spilað en í kjölfarið byggðist upp brjálaður áhugi á íþróttafréttum og mér finnst gott að geta tekið hann út á öðrum sviðum.“ Neitaði að gefast upp Svava Kristín fæddist í Vest- mannaeyjum í marsmánuði 1990. Þar sleit hún barnsskónum en flutti upp á land þegar hún stóð á tvítugu. „Þá var annar yngri bræðra minna á leið í skipstjórnarnám og gat ekki hugsað sér að búa einn í Reykjavík. Ég fór því með honum sem var mjög jákvætt fyrir mig. Ég var tilbúin að fara frá Eyjum og breyta til. Ég setti mér strax mark- mið um að komast í vinnu við fjöl- miðla og sótti því strax um vinnu hjá 365,“ segir Svava sem fékk fljótlega vinnu í þjónustuveri 365 þar sem hún einsetti sér að komast inn á íþróttadeild Stöðvar 2. „Ég neitaði að gefast upp og fékk fyrsta tækifærið í afleysingum á fréttastofunni sumarið 2015. Í millitíðinni hef ég svo sinnt íþróttaumfjöllun á Vísi en er nú aftur komin á fréttavaktina á skjánum. Þar líður mér vel og í framhaldinu hafa mér hlotnast skemmtileg tækifæri eins og að sjá um Seinni bylgjuna, kvenna- þátt um handbolta,“ segir Svava en handbolti er hennar líf og yndi. „Ég æfði og lék fótbolta og handbolta með ÍBV upp alla yngri f lokkana. Ég var mjög góð, þótt ég Svava Kristín segist hálfgerður strákur í sér eftir að vinkonur hennar lokuðu á hana á unglingsárunum en strákarnir tóku hana að sér. FRÉTTABLAÐIÐ/ERNIR Þórdís Lilja Gunnarsdóttir thordisg@frettabladid.is því ég talaði á móti henni,“ segir Svava og heldur áfram: „Við fórum sex stelpur úr Eyjum til að taka þátt í Ungfrú Suðurland og fannst frábær hugmynd að geta verið saman á Selfossi allar helgar. En svo komumst við tvær áfram og báðumst undan því að fara í Ung- frú Ísland. Það reyndist ekki í boði svo við héldum áfram en árið 2010 var umræða um líkamsvirðingu og sjálfsást ekki mikil og maður átti bara að grenna sig um fimmtán kíló og vera á horriminni. Ég reifst við konuna sem kenndi okkur að ganga um sviðið á bikiníi því hún vildi að við gengjum um berfættar af þeirri ástæðu að værum aldrei í hælaskóm í bikiníi. Ég svaraði því til að það meikaði engan sens því ekki værum við heldur á bikíníi á Broadway. Það varð allt vitlaust en ég kláraði keppnina, skæl- brosandi í síðkjól, og bar ekki sigur úr býtum þegar Fanney Ingvars- dóttir var valin Ungfrú Ísland,“ segir Svava sem hefur aldrei legið á skoðunum sínum og lætur fólk hiklaust vita ef hún er ósátt. „Það eru stærri hlutir og erfiðari sem kenna manni meira en fegurðarsamkeppni. Ég hef gengið í gegnum nokkur erfið tímabil en það hvernig maður svarar mótlæti og áföllum í lífinu er mesti skólinn. Eins og þegar ég datt í stiganum heima og missti besta vin minn um síðustu jól. Það er lífsreynsla sem hefur kennt mér mikið. Þegar maður missir einhvern sér nákominn skynjar maður svo vel hversu mikilvægt er að njóta og að lífið sé núna. Sú gríðarþunga sorg sýndi mér fram á hversu heitt og mikið ég elska fjölskyldu mína og vini. Það er svo dýrmætt að halda fast í góð tengsl og sorgin kenndi mér að maður gengur ekki að ást- vinum sínum vísum. Því þurfum við að njóta hverrar mínútur sem maður fær með sínum nánustu,“ segir Svava og minnist vinar síns, Kolbeins Arons Arnarsonar, mark- varðar ÍBV í handbolta, sem varð bráðkvaddur á aðfangadag í fyrra. „Það var óbærilega erfiður tími og þótt allur tími sé virki- lega slæmur til að deyja held ég að aðfangadagur sé erfiðastur.“ Missti allan vinahópinn Í vinahópnum er Svava hrókur alls fagnaðar, með hresst viðhorf til lífsins og ekki höll undir dramatík. „Fólk veit alveg af því þegar ég er mætt og ég slæ öllu upp í grín og létta kaldhæðni enda tek ég sjálfa mig ekki of hátíðlega. Ég er oftar en ekki potturinn og pannan í því að skipuleggja samfundi vina- hópsins enda er svo óskaplega gaman að vera saman. Ég lenti í því sem unglingur að missa allan vinahópinn þegar vinkonur mínar lokuðu á mig og ég lenti í andlegu einelti. Sökum þess er ég alltaf til staðar fyrir vini mína, hvað sem á gengur, og ég finn að þeir meta það mikils. Ég er alltaf til staðar, vil vera til staðar og þeir vita að þeir geta leitað til mín hvenær sem er,“ segir Svava um vinahóp sinn sem er ekki sá sami og skildi hana útundan í Vestmannaeyjum á unglingsárunum. „Ég flutti frá Eyjum strax eftir 10. bekk, um leið og ég komst burtu, enda hafði ég þá verið án vina í tvö ár. Ég þorði ekki lengra frá Vestmannaeyjum en á Selfoss og bjó á heimavist Fjölbrautaskóla Suðurlands. Það voru stelpurnar sem höfðu lokað á mig en strák- arnir í vinahópnum reyndust mér enn góðir vinir. Einn daginn spurði einn þeirra hvers vegna ég væri farin á Selfoss og ég sagði honum ástæðuna. Þá sagði hann: „Svava, þú þarft ekki stelpurnar. Þú átt okkur,“ og tók mig að sér í strákahópnum. Því eru allir mínir bestu vinir strákar en ég á líka góðar vinkonur. Þetta gerir að verkum að ég er ansi strákaleg og finnst ég því aldrei vera stelpa í þeim strákaheimi sem íþrótta- fréttamennskan er.“ Svava segist ekki vita hvers vegna vinkonur hennar í Eyjum sneru við henni baki. „Ég hef aldrei fengið útskýringar á því; þær hættu bara að tala við mig. Ég hætti meira að segja í fót- boltanum á tímabili en svo tók þjálfarinn mig á aukaæfingar og ég mætti í leiki en ekki á æfingar með stelpunum. Seinna fékk þjálfarinn þær til að tala við mig og biðjast afsökunar en við urðum aldrei vinkonur aftur. Ég gerði bara mitt og mætti á æfingar og leiki en hafði engan félagsskap út úr því. Þetta var erfið lífsreynsla sem breikkaði bakið og ég lærði að meta þá sönnu vini sem ég á. Auðvitað er ég svolítið brennd eftir þetta og get orðið dramatísk ef vinir mínir svara mér ekki f ljótt en ég á bestu vini í heimi og er á virkilega góðum stað í dag.“ Draumaprinsinn ófundinn Svava er einhleyp og nýtur þess að búa í höfuðstaðnum með tíkinni sinni, Arven, sem hún nefndi eftir uppáhalds söguhetjunni sinni úr Lord of the Rings. „Mér finnst fátt skemmtilegra en að hitta góða vini og njóta lífsins. Ég mæti á alla boltaleiki sem ég kemst á og kýs alltaf handbolta- leik fram yfir bíóferð. Íþróttir eiga hug minn allan en mér finnst líka gaman að gera heimilið fallegt og nýt þess að fara í búðir, breyta og bæta með bestu vinkonu minni sem er innanhússarkitekt og veitir mér mikinn innblástur. Það kemur líka fyrir að ég kíki á tónleika og djammið en ég er komin á þann aldur að allir vinirnir eru komnir með börn og allt er að róast,“ segir Svava sem á sér einnig draum um að eignast fjölskyldu og barna- skara þegar þar að kemur. Hún er einhleyp í dag og segist ekki enn hafa fundið drauma- prinsinn. „Það verður einhver sætur og skemmtilegur en það er fyrir öllu að hann passi vel inn í vinahópinn minn.“ Lengri útgáfa af viðtalinu við Svövu Kristínu er á frettabladid.is segi sjálf frá, og leikmenn sem ég tek viðtöl við í dag muna eftir mér. Að þurfa að hætta í boltanum var því rosalega mikill missir því ég tók ekki bara þátt heldur elskaði boltann og æfði upp fyrir mig með eldri stúlkum. Hvort ég hefði mögulega lent í landsliðinu er ekki gott að segja en ég var algjörlega í fremstu röð og eftir slysið var ég svo dramatísk að labba fram hjá fótboltavellinum með tárin í augunum yfir því að geta ekki sjálf tekið þátt en ég gat auðvitað ekkert gert. Því var það algjör sigur þegar það hafðist loks að komast í íþróttafréttirnar,“ segir Svava. Uppreisnargjörn fegurðardís Svava tók þátt í fegurðarsam- keppni Íslands árið 2010. „Það er nú varla í frásögur færandi en keppnin hentaði mér illa og ég reyndist uppreisnargjarn keppandi. Í dómaraviðtalinu varð allt vitlaust þegar sett var út á það að ég borðaði of mikið Nóa kropp og gæti orðið feit á sviðinu. Ég spurði hvort það væri grín enda liti ég ekkert eðlilega vel út. Mér hentaði ekki að vera í þessum fullkomna bjútíheimi og allt í kringum mig varð að katastrófu. Ég veit að mikil óánægja var með mig á meðal eigenda keppninnar Ég hef gengið í gegnum nokkur erfið tímabil en það hvernig maður svarar mótlæti og áföllum í lífinu er mesti skólinn. 2 KYNNINGARBLAÐ FÓLK 2 5 . O K TÓ B E R 2 0 1 9 F Ö S T U DAG U R 2 5 -1 0 -2 0 1 9 0 5 :0 6 F B 0 4 8 s _ P 0 3 3 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 2 8 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 1 6 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 2 1 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 2 4 1 5 -A E 7 C 2 4 1 5 -A D 4 0 2 4 1 5 -A C 0 4 2 4 1 5 -A A C 8 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 4 B F B 0 4 8 s _ 2 4 _ 1 0 _ 2 0 1 C M Y K

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.