Fréttablaðið - 25.10.2019, Qupperneq 26
Sandra Guðrún
Guðmundsdóttir
sandragudrun@frettabladid.is
Í 19. grein lögreglusamþykktar fyrir Reykjavíkurborg stendur eftirfarandi:
„Vörubifreiðum, sem eru 4
tonn að leyfðri heildarþyngd eða
meira, og fólksflutningabifreiðum,
sem flytja mega 10 farþega eða
fleiri, má ekki leggja á götum
eða almenningsbifreiðastæðum
nema þau séu til þess ætluð. Bann
þetta gildir einnig um hvers konar
vinnuvélar og dráttarvélar án
tillits til þunga þeirra. Borgar-
stjórn getur veitt undanþágu frá
banni þessu og skal þá afmarka
og merkja sérstaklega þá staði þar
sem undanþága hefur verið veitt.“
Hvar í borgarlandinu
má leggja vörubílum?
Á sínum tíma voru afmörkuð
stæði í Breiðholti, Ártúni, Árbæ
og Grafarvogi og eru flest þeirra
enn til staðar. Í öðrum hverfum
borgarinnar hefur ekki verið gert
ráð fyrir sérstökum stæðum fyrir
vörubifreiðar, almennt er gengið
út frá að stærri ökutækjum sé lagt
innan einkalóða þeirra fyrirtækja
sem þau eiga og reka.
Bifreiðastæði sem ætluð eru-
fyrir vörubifreiðar eru merkt með
umferðarmerki D01.32 eða með
aðalskilti D01.11 og undirmerki
um vörubifreiðar.
Þar sem þessi skilti má finna er
heimilt að leggja vörubifreiðum.
Jón Egill segir ýmsar tækninýjungar í landbúnaði hafa breytt starfi bóndans.
10 KYNNINGARBLAÐ 2 5 . O K TÓ B E R 2 0 1 9 F Ö S T U DAG U RVÖRUBÍLAR OG VINNUVÉLAR
MIÐHRAUN 2 · 210 GARÐABÆ · 587 1300 · KAPP@KAPP.IS · WWW.KAPP.IS
VÉLAVERKSTÆÐI
· Hedd plönuð og þrýstiprófuð.
· Ventlar og ventilsæti slípuð
og skorin.
· Sveifarásar mældir, renndir
og slípaðir.
· og svo margt fleira.
KAPP er leiðandi í sölu, leigu og
þjónustu á flutningstækjum og búnaði
· Þjónustuverkstæði.
· Notuð og ný tæki.
· Áratuga reynsla.
· Kassaviðgerðir.
· Kæling og frysting.
· Fyrir íslenskar aðstæður.
· Byggt á óskum hvers
og eins.
· Vörulyftur, allar gerðir.
· Viðgerðarþjónusta.
KAPP leggur ríka áherslu á
góða þjónustu og vandað verk enda eru
einkunnarorð fyrirtækisins í stóru sem smáu
„Þú finnur traust í okkar lausn“.
TRAILERVAGNAR
Schmitz Cargobull trailervagnar.
· Leiga á vögnum.
· Innflutningur og sala
á nýjum og notuðum vögnum.
· Kassaviðgerðir.
VÖRULYFTUR
Allar stærðir og gerðir frá
DHollandia.
· Litlir sendibílar.
· Stórir flutningabílar og
langferðabílar.
· Hjólastólalyftur
· o.fl. o.fl.
RENNIVERKSTÆÐI
Rennismíði og fræsivinna á
öllum tegundum plasts og
málma.
· Upptekning á hvers kyns
vélum og heddum.
· Verðtilboð í stærri viðgerðir.
KÆLIKERFI
Carrier kælikerfi fyrir bifreiðar
og vagna.
· Fyrir allar gerir af bílum
og vögnum.
· Orkusparandi.
· Umhverfisvæn.
FLUTNINGA-
LAUSNIR
OG KASSAR
Jón Egill segir gríðarlegar breytingar hafa orðið í land-búnaði frá því hann var alast
upp. „Ég er búinn að stýra búinu
síðan 1996 en ég er fæddur og
uppalinn hér á þessu búi,“ segir
Jón Egill. „Frá því ég tók við búinu
eru helstu breytingarnar þær að
vélarnar eru orðnar stærri og full-
komnari. Það var komin rúlluvél
þá en sú sem við notum núna er
stærri og gerir stærri og þéttari
rúllur sem þýðir að við setjum
meira í hvern bagga. Þannig
spörum við bæði olíu og plast, en
það er náttúrulega best að nota
eins lítið af plasti og við komumst
upp með.“
Þegar Jón Egill var að alast upp
var heyinu rakað saman í galta,
keyrt heim og mokað inn í hlöðu
með handafli. Seinna kom blásari
sem blés heyinu inni í hlöðuna svo
ekki þurfti að moka með hönd-
unum. „Síðar kom baggavél með
litlum þurrheysböggum. Það var
allt þurrkað á þessum tíma. Seinna
kom svo flatgryfja. Þá var heyið
tekið upp í hleðsluvagna, því
mokað ofan í gryfju og þjappað og
það svo tekið upp aftur,“ útskýrir
Jón Egill.
„Það var ekki fyrr en í kringum
1990 sem við fórum að nota
rúlluvél. Þarna á milli kom svo
heyhleðsluvagn sem tekur heyið
sjálfur upp. Þá var hægt að keyra
heyið beint heim. Það þurfti ekki
lengur að moka því upp á vagn
niðri á túni.“
Jón Egill segist í raun búinn að
upplifa alla þróunina í heyvinnu.
„Nema ég er ekki kominn með
rúllusamstæðu sem bæði pakkar
og rúllar í einu. Ég er með rúlluvél
og pökkunarvél í sitthvoru lagi.
Í dag eru að vísu margir farnir að
nota vothey aftur. Sérstaklega á
stórum búum. En við erum ekki
komin þangað enn. Það munar
alveg gríðarlega um það í plast-
notkun að vera með vothey og það
er alls ekkert verra hey.“
Róbótar mjólka og moka skít
Í dag er orðin mikil vélvæðing í
landbúnaði og Jón Egill segir að
hægt sé að hafa nánast allt vélvætt.
Sérstaklega í kúabúskap. Það eru
til róbótar sem mjólka sjálfir og
róbótar sem moka skít svo dæmi
séu nefnd.
„Við höfum ekki gengið svo
langt að hafa róbóta til að mjólka
en við erum með mjaltagryfju.
Hún er reyndar tölvutengd og
það fullkomin að hún gerir allt
nema ég þvæ kusurnar og set á
þær. Gryfjan stýrir því hve mikið
er mjólkað og stýrir þeim inn og
opnar fyrir þeim þegar laust er
fyrir þær. Hún safnar saman öllum
upplýsingum um hve mikið er
mjólkað eða hvort eitthvað sé að,
eins og til dæmis júgurbólga. Hún
sendir okkur viðvörun um það. En
það er tækni sem róbótarnir búa
líka yfir.“
Sú vinnuvél sem Jón Egill notar
mest er dráttarvélin. „Hana nota
ég mest allt árið. Ég nota hana við
að keyra inn fóður og flytja skítinn
frá búinu og út á tún. En svo tengir
maður líka alls konar tæki við
dráttarvélina til dæmis tæki til að
slá og svo rúlluvélina.“
Jón Egill segir rúlluvélina vera
mestu byltingu í landbúnaðar-
vélum sem hann hefur upplifað.
„Hún sparar alveg gríðarlega
vinnu. Það er nánast allt gert fyrir
þig. Rúlluvélin rúllar upp, pökk-
unarvélin pakkar, svo er þetta
tekið upp með tækjum og raðað í
stæður upp á vagni. Mannshöndin
kemur ekkert nálægt þessu fyrr
en maður þarf að gefa heyið á jötu
inni í fjárhúsunum.“
Spurður að því hvort það sé
einhver tækni sem vantar segir
Jón Egill að það sé helst fóðurkerfi
sem gefur sjálft. „Það er að vísu
komið einhvers konar þannig
kerfi á einhverjum stöðum eins
og á nýjum kúabúum. Það virkar
þannig að þú setur kannski þrjár
tegundir af fóðri inn í skemmu og
stillir tölvu. Tölvan blandar svo
fóðrið í ákveðnum hlutföllum.
Tölvustýrt apparat sem keyrir
svo fóðrið inn að jötunum og
gefur gripunum, eða færiband í
loftinu skammtar fóðrið. Þar sem
svona kerfi er komið upp ásamt
róbótum sem mjólka og moka
skítinn er starf bóndans orðið
að meira eftirlitsstarfi. Auðvitað
þarf stundum að grípa inn í og
það þarf að fylgjast vel með. Það
er komið ansi mikið af f lottri
tækni. Það er bara spurning hvort
menn hafi efni á að setja hana alla
upp.“
Nánast allt vélvætt
Jón Egill Jóhanns-
son, bóndi á
Skerðingsstöðum
í Hvammssveit,
hefur upplifað
ýmsar breytingar
í landbúnaði frá
því hann var að
alast upp á búinu
sem hann tók svo
sjálfur við 1996.
2
5
-1
0
-2
0
1
9
0
5
:0
6
F
B
0
4
8
s
_
P
0
3
5
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
4
8
s
_
P
0
2
6
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
4
8
s
_
P
0
1
4
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
4
8
s
_
P
0
2
3
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
tio
n
P
la
te
re
m
a
k
e
: 2
4
1
5
-9
A
B
C
2
4
1
5
-9
9
8
0
2
4
1
5
-9
8
4
4
2
4
1
5
-9
7
0
8
2
7
5
X
4
0
0
.0
0
1
2
B
F
B
0
4
8
s
_
2
4
_
1
0
_
2
0
1
C
M
Y
K