Fréttablaðið - 25.10.2019, Page 32

Fréttablaðið - 25.10.2019, Page 32
Nauðsynlegt er að hreyfa sig reglulega ef maður situr allan daginn. Vörubílstjórar og aðrir aðvinnubílstjórar sitja oft löngum stundum undir stýri þegar vinnudagurinn er langur. Nauðsynlegt er að brjóta upp daginn og hreyfa sig reglu- lega. Gott viðmið er að standa upp á um 40-60 mínútna fresti sé það mögulegt, teygja úr sér og ganga helst um í stutta stund. Með því að ganga hraðar, í meiri halla eða lyfta hnjánum má reyna meira á sig. Lengri hlé er síðan hægt að nýta í lengri göngu og frekari æfingar. Einnig er tilvalið að sveif la örmunum til að örva blóðf læði um axlirnar og efri útlimi. Aðstæður til hreyfingar á vinnutíma eru auðvitað mis- munandi og oft er jafnvel lítið sem ekkert hægt að hreyfa sig. Þá er mjög mikilvægt að huga að hreyfingu utan vinnutíma, hvort sem það eru lengri göngur, hjól- reiðar, sund eða að stunda frekari þjálfun í samræmi við getu og áhuga hverju sinni. Aðalatriðið er að forðast að sitja kyrr tímunum saman og taka ákvörðun um að hreyfa sig. Mikilvægt er að huga að hreyfingu utan vinnutíma. Öll hreyfing er til bóta fyrir bílstjóra. Bílstjórar þurfa hreyfingu 16 KYNNINGARBLAÐ 2 5 . O K TÓ B E R 2 0 1 9 F Ö S T U DAG U RVÖRUBÍLAR OG VINNUVÉLAR Fyrsti vélknúni vörubíllinn var smíðaður 1896. NORDICPHOTOS/GETTY Fyrsti vélknúni vörubíllinn var smíðaður árið 1896 af þýska frumkvöðlinum Gott- lieb Daimler. Vörubíllinn var með fjögurra hestafla vél og tvo gíra auk bakkgírs. Þetta var fyrsti sendibíllinn. Daimler framleiddi líka fyrsta mótorhjólið árið 1895 og fyrsta leigubílinn árið 1897. Vörubíllinn átti erfitt uppdráttar í fyrstu og Daimler seldi ekki eitt einasta eintak af fyrsta vöru- bílnum í Þýskalandi. Honum tókst að lokum að finna kaupanda á Englandi. Það var þó ekki fyrr en árið 1901 sem vélknúinn vörubíll reyndist betri en gufuknúinn. Það kom í ljós í samanburðarpróf- unum sem gerðar voru í Liverpool á þeim tíma. Saga vörubílsins Á langri keyrslu er hressandi að fá sér svaladrykk fullan af fjörefnum. Á langri keyrslu um ískalt Ísland er gott að láta sig dreyma um svalandi drykk á sólarströnd og ekki er verra ef hann var útbúinn í nesti að heiman. Þessi uppskrift er holl og hressandi á þjóðveginum. Ananas lækkar blóðþrýsting og bætir meltingu og bananar eru fullir af vítamínum og trefjum ásamt því að lækka blóðsykur. Appelsínur eru svo góðar í baráttunni við kvef enda fullar af C-vítamíni. Svona er uppskriftin: 1 stór og þroskaður banani 100 ml appelsínusafi ½ þroskaður ananas 50 ml mjólk að eigin smekk Setjið ísmola í blandara og hellið safanum út á. Afhýðið ananas, skerið í bita og setjið í blandarann ásamt appelsínusafanum. Bætið banana út í ásamt mjólk. Blandið saman þar til kremað og mjúkt. Piña Colada í vetrartíð 2 5 -1 0 -2 0 1 9 0 5 :0 6 F B 0 4 8 s _ P 0 3 2 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 2 9 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 1 7 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 2 0 K .p 1 .p d f A u to m a tio n P la te re m a k e : 2 4 1 5 -B D 4 C 2 4 1 5 -B C 1 0 2 4 1 5 -B A D 4 2 4 1 5 -B 9 9 8 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 6 A F B 0 4 8 s _ 2 4 _ 1 0 _ 2 0 1 C M Y K

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.