Fréttablaðið - 25.10.2019, Síða 39

Fréttablaðið - 25.10.2019, Síða 39
Hvað? Hvenær? Hvar? Föstudagur hvar@frettabladid.is 25. OKTÓBER 2019 Orðsins list Hvað? Morgunverðarfundur Hvenær? 8.00-10.00 Hvar? Grand Hótel við Sigtún Félag atvinnurekenda, Landssamband eldri borgara og Hús- eigendafélagið standa fyrir fundi í salnum Hvammi sem er á jarðhæð. Hann hefur yfir- skriftina Eru fast- eignir féþúfa? Léttur morgunverður er í boði frá 8.00. Hvað? Söknuðurinn eftir Grænlandi Hvenær? 12.00-13.00 Hvar? Þjóðarbókhlaðan Sumarliði R. Ísleifs- son fjallar um afstöðu Íslands til Grænlands á 20. öld, með sögulegum aðdraganda. Tónlist Hvað? Útgáfutónleikar Hvenær? 20.00 Hvar? Hamrar, Hofi, Akureyri Söngkonan Marína Ósk fagnar útgáfu sinnar fyrstu sólóplötu, Athvarf, og flytur plötuna í heild sinni, með hljómsveit. Hvað? Tríóið Hist Hvenær? 20.30 Hvar? Mengi, Óðinsgötu Tríóið skipa Eiríkur Orri Ólafsson á trompet, tölvu og hljómborð, Róbert Sturla Reynisson á gítar og Magnús Trygvason Eliassen á trommur. Miðaverð er 2.500 kr. Hvað? Piazolla-kvintett Hvenær? 21.00 Hvar? Björtuloft, Hörpu Jón Þorsteinn Reynis- son, Joaquin Páll Palomares, Ásgeir Ásgeirsson, Jón Bjarnason og Alex- andra Kjeld flytja tónlist argentínska tangómeistarans Astors Piazzolla. Miða- verð 2.500 kr. Myndlist Hvað? Í fótspor gömlu meistaranna Hvenær? 8.30-16.00 Hvar? Hlutverkasetur, Borgartúni 1. Anna Henriksdóttir myndlistar- kennari sýnir olíuverk unnin með gömlum málunaraðferðum. Gengið er inn sjávarmegin. Hvað? Sögur úr sveitinni Hvenær? 16.00-18.00 Hvar? Listasalur Mosfellsbæjar, Þverholti Pétur Magnússon opnar sýningu þar sem bæði manneskjur og dýr koma við sögu. Aðgangur er ókeypis og öll velkomin. Hvað? Listamannsspjall Hvenær? 17.00 Hvar? Hallgrímskirkja Páll Haukur verður í forkirkju Hallgrímskirkju í tengslum við sýningu sína Ósegjanleiki /An Unspeakable. Léttar veitingar verða í boði. Aðrir viðburðir Hvað? Lunch/Hádegisverður Hvenær? 20.00 Hvar? Tjarnarbíó, Tjarnargötu Northern Network for Perform- ing Arts og Tjarnarbíó kynna sviðsverk/gjörning. Aðeins ein sýning! Hvað? Tangó praktíka og milonga Hvenær? 21.00-24.00 Hvar? Kramhúsið, Skólavörðustíg Argentínskur tangó dunar í Kramhúsinu. Dj er Kristinn og gestgjafi er Svanhildur Ó. Ókeypis er á praktíkuna, en 1.000 króna aðgangseyrir að milongunni fyrir eldri en 30 ára. Tryggðu þér áskrift Í KVÖLD KL. 22:10 Söngkonan Marína Ósk er með útgáfu- tónleika í Hömrum, Hofi í kvöld. Piazzolla-kvintett kemur fram á Múlanum í kvöld. BÆKUR Leðurjakkaveður Fríða Ísberg Blaðsíður: 46 Útgefandi: Mál og menning/For- lagið Það er ekkert til sem heitir berskjaldað skáld þegar það klæðist ljóðmælandanum eins og leðurjakka segir í bókinni Leðurjakkaveður eftir Fríðu Ísberg (f. 1992). Bókin er þriðja skáldverkið eftir þennan athyglisverða höfund sem kvaddi sér eftirminnilega hljóðs með sinni fyrstu ljóðabók, Slitförunum, sem kom út fyrir tveimur árum. Með grípandi og meitluðum ljóðmælum tókst hún þar á við bernskuupplif- anir og áhrifavalda uppeldisáranna í leit að sínum innsta kjarna. Ári síðar vakti hún enn eftirtekt þótt róin væri á önnur mið með sposk- um og dirfskufullum smásögum í Kláða þar sem væntingar og kröfur samtímans hafa margvísleg áhrif á líf og hegðun sögupersóna. Í þessari nýju bók er Fríða enn á persónulegum nótum líkt og í sinni fyrstu ljóðabók. Í forgrunni eru varnir og varnarleysi mann- eskjunnar – nektin undir fötunum, kvikan undir skrápnum, fegurðin, ástin, sorgin og tilfinningarnar í skjóli varnarhjúpa og hýðis af ýmsum toga. Leðurjakkinn er til- valin brynja ef svo ber undir enda kemur hann við sögu. Und irlig g ja nd i er þó ek k i aðeins varnarleysi því að innsti kjarninn getur verið harður eins og avókadó- eða mangókjarni. Og stundum er hann einfaldlega eitt- hvað sem sogar allt til sín eins og svartholið … óseðjandi svarthol sem þráir aðeins eitt viðurkenningu þeirra sem veita hana ekki. (38) Ljóðabók i n L eðu r- jakkaveður fjallar þó ek k i eingöng u u m va r nir og br y nju r heldur öðrum þræði um mörk og ramma. Gluggar húsanna „eru samtímis inni og úti“. Þessi mörk geta verið okkar eigin spegil- hjúpur … eins og múr utan um heimsveldi eða gaddavír um bithaga því að manneskj- unni hættir til að spegla sig í skuggsjá eig in ha r ma og sjálfsefa eins og við lesum til dæmis í ljóðinu Skuggsjá. Samspil hörku og mýktar kemur víða fram í ljóðum þessarar bókar og myndgerist til dæmis snilldarlega í ljóðinu SIGG … … þegar manneskja þarf að herða sig verður til sigg mjúka G-ið verður tveggja G-a högg og hörundið marglaga leður fingurgómarnir eru sigggrónir af því að án siggsins gæti ég ekki spilað á gítarinn … Engum blöðum er um það að f letta að Fríða Ísberg er þrátt fyrir ungan aldur einn athyglisverðasti höfundur sem komið hefur fram á s íðu s t u árum. Ljóð hennar eru í senn per- s ó n u l e g , á leit i n og g r í p a n d i . Þau spegla sig í sálarlífi l e s a n d a n s og tala beint til hans, skýr og skiljanleg en um leið myndræn og rík af nýstár- legu táknsæi. Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir NIÐURSTAÐA: Vekjandi ljóða- bók eftir áhuga- verðan höfund. Berskjaldaður styrkur M E N N I N G ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð 19F Ö S T U D A G U R 2 5 . O K T Ó B E R 2 0 1 9 2 5 -1 0 -2 0 1 9 0 5 :0 6 F B 0 4 8 s _ P 0 4 6 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 3 9 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 0 3 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 1 0 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 2 4 1 5 -9 F A C 2 4 1 5 -9 E 7 0 2 4 1 5 -9 D 3 4 2 4 1 5 -9 B F 8 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 3 A F B 0 4 8 s _ 2 4 _ 1 0 _ 2 0 1 C M Y K

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.