Úti - 15.12.1935, Blaðsíða 9

Úti - 15.12.1935, Blaðsíða 9
Hið sanna ljós Eftir séra Þorst. L. Jónsson að Kolbeinsstöðum. Myrkur grúfir yfir jörðinni, myrkur siðspillingar og ómannúðar, myrkur svika og fláræðis, myrkur guðleysis og grimdar, myrkur jafnsvartara en nú grúf- ir yfir heiminum. Tímar líða fram. Fjárhirðar gæta hjarðar sinnar. Þeir heyra himneskan söng: „Dýrð sje Guði í upphæðum og friður á jörðu með þeim mönnum, sem hann hefur velþóknun á“. Og' hann, sem var hið sanna ljós, sem upplýsti hvern mann, kom i heiminn, en heimurinn þekti hann ekki. Hann kom til eignar sinnar, en hans eig'in menn tóku ekki á móti honum. Er liann óx upp gekk hann um kring hoðandi fagnaðarerindið, lækn- andi sjúka, miskunnandi lirjáðum, kali- aði og sagði: Komið tii mín, allir þjer sem erfiðið oig þunga eruð lilaðnir og jeg mu-n veita yður hvíld. Og hann fjekk sinn dóm hjá þjóð sinni: „Sjá átvagl og vín- svelgnr, vinur tollheimtumanna og synd- ara“. Og rifar áttu greni og fuglar him- insins lireiður, en manns-sonurinn átti livergi liöfði sín að að lialla. En þeir voru nokkrir, sem sáu dýrð hans, dýrð sem eingetins sonar frá föð- ur. — Og í liverju sáu þeir þessa dýrð hans? Þeir sáu hana í lífi hans, krafta- verkum, boðskap hans, krossdauða og upprisu. Þeir sáu dýrð hans í rödd hans,- sem hvað sjer liljóðs með alveg sjerstök- um hætti — rödd hans, sem skildi og þekti til hlýtar alla mannlega þörf og þrá. Þeir sáu dýrð hans í fullkomleika hans, því að hann var því vaxinn að stíga niður til smæðarinnar — mannlegrar eymdar og volæðis. Hann lýtur niður til mannanna, beinir þeim inn á brautina, sem liggur til hins æðsta takmarks, því að hann er kon- ungurinn, sem gat sagt: „Alt vald er mjer gefið á himni og jörðu“. Hann er spámað- „Dýrð sje Guði í upphæð- um og friður með mönn- um, sem hctnn hefir ve.l- þóknun á“. urinn, sem gat sagt: „Skrifað stendur - — en jeg segi yður“. Og liann er frelsar- inn, sem gat sagt: „Meiri elsku hefur eng- inn en þá, að hann leggur líf sitt í sölurn- ar fyrir vini sína“. Kynslóðir eiga eftir að koma og fara og Kristur heldur áfram göngu sinni meðal mannanna, því að hann er hið sanna ljós, sem brýst fram úr myrkrunum og lýsir upp um ókomnar aldir. — Ljósið kær- leikans mun halda áfram að tendrast i hjörtum manna, með æ meiri og meiri krafti og þar á það að tendrast þessa hátíð. Og kraftnr þess Ijóss er mikill. Þar fær ekki siðspilling og ómannúð þrifist. Þar verða ekki framinn verk svika og fláræðis. Þar sjást ekki skuggar guðleysis og grimd- ar. —■ -— En í hádegisstað mun lýsa ljós kærleika og sannleika, sem sameinar mannkynið svo að ein verði sálin og eitt hjartað;-------svo að í stuttu máli verði „nóttlaus voraldar veröld“ hins sanna ljóss, sem rýfur helþungt myrkur og gerir þennan lofsöng englanna sígildan: „Dýrð sje Guði í upphæðum og friður á jörðu með mönnum, sem hann hcfur velþókn- un á“. Gleðileg jól!

x

Úti

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Úti
https://timarit.is/publication/1404

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.