Úti - 15.12.1935, Blaðsíða 19

Úti - 15.12.1935, Blaðsíða 19
ÚTI 19 nám og iðkanir og' sjóskátar iðka víða um lönd, en fengju auk þess æfingu og kunn- áttu i allskonar algengum sjómannastörf- um, ekki einasta störfum á skipinu, lield- ur og í landi. Að veiða fisk, liirða um afla, sjá um veiðarfæri og gera við þau, fara með bátavjelar o. s. frv. Af öllu þessu fengjust nokkrar tekjur til viðhalds stöð- inni. Komið gæti til mála, að stöðin tæki að sjer seglasaum, netabætingar og aðrar viðgerðir fyrir útgerðina á næstu ver- stöðvum. Þá ætti þessi stöð og bátur eða bátar hennar að sjá um landhelgisgæzlu á sunnanverðum Faxaflóa. Þar með fæst spennandi og æfintýralegt viðfangsefni, sem leggur til margbreytilega æfingu, við að njósna um og elta veiðiþjófa, mæla veiðistaði þeirra, safna sönnunum gegn þeim. Og því fylgir nægileg ábyrgð U1 þess, að þátttakendur leggi sig alla fram. — Ríkið þarf að kosta bát til landhelgisgæslu á þessum slóðum livort eð er. Með því að bafa þann bál skólaskip um leið, verða slegnar tvær flugur í eimi böggi — sama féð kemur að tvennum notum. Jeg drap á þessa hugmynd mína í sum- ar, í blaðagrein, sem jeg skrifaði, um verk- efni handa atvinnulausum unglingum. Jeg liefi orðið þess áskjnja, að bún befir vak- ið athygli. Hver veit nema liægt sé að gera hana að veruleika í náinni framtíð, ef lnig- ur fylgir máli og ungir drengir leggjast sjálfir á sveifina. Nú afhendi jeg ykkur skátunum hana til atbugunar og fyrir- greiðslu, ef ykkur sýnist. SNÆFELLSJÖKULL. Framh. af bls. 8. lmsið, sem Ferðafélagið eignaðist eftir að vetursetumennirnir yfirgáfu það. Þvi miður er það svo veikbygt, að ekki er hægt að gera sjer von um, að það verði til frambúðar, en margur jökulfari mundi sakna vinar í stað, ef það hyrfi með öllu. Er því vonandi, að Ferðafje- lagið verði þess megnugt að koma þar upp nýjum fjallakofa, þegar jökulhúsið þolir ekki lengur. Það er svo að sjá sem Snæfellsnesið — sjávarhamrarnir hjá Arnarstapa og jök- ullinn — bafi áður fyr verið meðal þeirra staða lijer á landi, sem mest orð fór af erlendis, næst á eftir Heklu og' Geysi. Síðan hefir þetta breyst við það að sam- göngur hafa orðið miklu greiðari í aðrar áttir og í önnur hjeruð frá Reykjavík, en Snæfellsnesið lialdist í einangrun og bálf- gleymst. En á allra síðustu árum eru mcnn á ný farnir að veita Snæfellsnes- inu og binni sjerkennilegu og fjölbreyttu náttúrufegurð þess eftirtekt. Ferðafjelag Islands hefir m. a. átt nokkurn þátt í þessu með þvi að gefa út snotra staða- lýsingu af Nesinu í einni Arbók sinni og með þvi að stofna til bópferða þangað vestur að sumrinu. Samgöngur á landi liafa líka mjög batnað á síðustu árum. Nú er auðvelt að komast samdægurs frá Reykjavík á bil vestur að Rúðum og Ólafsvík. En frá Rúðum má komast á bíl út að Hamra- endum í Breiðavík, en þaðan er stutt og greiðfarin leið upp að jökli. — Og með miklum dugnaði og áhuga þoka bjcraðs- búar bílfæra veginum áfram til binna’af- skektu og dreifðu bygða vestan undir jökti.

x

Úti

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Úti
https://timarit.is/publication/1404

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.