Úti - 15.12.1935, Blaðsíða 29

Úti - 15.12.1935, Blaðsíða 29
ÚTI 2Í) stað og umfram alt: Farið varlega með primusinn. 2. Vetrarbúningur. ísléndingar hafa víst aldrei skarað fram úr öðrum þjóðum um smekk eða hagsýni um búning sinn eða klæðnað. Nokkur breyting er þó að verða á þessu hin síðustu árin, sjerstaklega um húning verkamanna við sjávarsíðuna. En vetrarbúning, heppilegan og hag- kvæman eigum við engan. Standa skátar þar síst betur að vígi en aðrir, því skáta- búningurinn — stuttar buxur og ermar — er alls óhæfur í vetrarferðir. I nálægum löndum tíðkast allmikið sjerstakur skíðabúningur, sem einnig hef- ir borist hingað. En hann er bersýnilega frekar afkvæmi tísku en liagsýni. Enda dettur engum heimskautafara til hugar að nota slíkan húning. Og af þeim mönnum ber okkur frekar að læra en er- lendum tískuhlöðum. Tvent ber sjerstaklega að liafa í huga um val vetrarbúnings. Það fyrst, að ull er hesta vörn gegn kulda og í öðru lagi að haðmull ver gegn vætu og vindi. Þessu næst ber þess að gæta að margar. þunnar flíkur eru betri en ein þvkk. Sje farið eftir þessum meginreglum verður búningurinn eittlivað á þessa leið: Inst þunn ullarföt. Ull þornar fljótt og er hlýrri en haðmull, jafnvel þegar hún vöknar. Þunnir hálfsokkar næst fæt- inum, og langir, þvkkir ullarsokkar utan um. Ágætt að liafa leppa í skónum eða korksóla. Næst ullarskyrtunni skal svo vera ljer- eftsskyrta, þá þykk ullarpeysa, og loks svonefndur Anorakk, en það er úlpa, sniðin eftir húningi Eskimóa og hefir nafnið frá þeim. Þessi Anorakk er úr vindþjettu efni, svonefndu poplin, dreg- inn sarnan um mittið og með viðfestri hettu yfir höfuðið. Um úlnliðina eru teygjuhönd, svo að ekki hlási inn um handvegina. Þessar úlpur kosta um 20 krónur og' eru mestu „for!áta“ flíkur. Að neðan eru svo pokabuxur eða „sport“-huxur. Skórnir eiga að vera liæfi- lega viðir og vel þjettir. Utan um legg- ina er ág'ætt að hafa sokkboli klipta ofan af gömlum sokkum, og láta þá ganga utan um skóinn, niður á ristina. Það varnar því að snjórinn lirajjí niður í skóna og' væti menn í fæturna. Bux- urnar verða að vera nægilega langar, svo að ekki þrengi að hnjánum. Húfan á að vera ljett og með eyrna- hlífum. Tvennir vetlingar. Innri úr ull, en ytri lir striga. Þetta eru minstu kröfur, sem gera verður til sæmileg's vetrarbúnings. En hjer fer á eftir listi yfir það, sem æskilegt er að menn eigi og liafi með sjer í vetrarferðum: Búningur: Hálfsokkar. Ullarsokkar. Ullarnærföt. Ljereftsskyrta. Pokabuxur. Axlahönd eða bel.ti. Peysa. Úlpa —„Anorakk“. Húfa. Yetlingar. í bcikpoka: Ullarnærföt. Skyrta. Tvennir sokkar. Háleistar lil aðhafa utan um skóna i miklu frosti. Trefill. Vasaklútar. Vetlingar. Ullarhúfa. Áhurður á skó.

x

Úti

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Úti
https://timarit.is/publication/1404

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.