Úti - 15.12.1935, Blaðsíða 23

Úti - 15.12.1935, Blaðsíða 23
þó að okkur vantaði eim besta liundinn; hinir höfðu tínst heim að tjaldstaðnum smátt og smátt um daginn, nema einn kom til okkar, þar sem við vorum að flá hrein- dýrið. Við vorum tvo daga til strandar, en grip- um þar í tómt. Skrælingjarnir höfðu tekið sig upp og haldið vestur eftir til þess að leita uppi vistirnar, sem við skildnm eftir við Oliktok. Dimt var orðið, þegarviðkom- um til strandar, en slóð skrælingjanna var glögg, svo að við hjeldum vestur og náðum fjelögum okkar um miðnætti. Þá var Lindy, hundurinn góði, kominn þang- að skömmu á undan okkur. Hann liafði vilst og verið að flækjast i tvo daga í óbygðunum. Hann var bæði þreyttari og hungraðri en hundarnir, sem dregið höfðu sleða okkar. Mjer sýndist liann vera hrygg- ur yfir því, að liafa ekki hjálpað okkur að draga sleðann. Mjer datt aldrei í hug, að hann hefði lilaupið frá okkur til þess að komast hjá að draga sleðann. Það var ekki honum líkt. Þau tvö ár, sem við vorum saman, lá hann aldrei á liði sínu, livorki í hlíðu eða stríðu. Hann virtist telja sjer það hæði ljúft og skylt, að leggja sig allan fram. Jeg hafði eignast Iiann við Mackenzie- fljót fjórum mánuðum áður en þetta gerð- ist, og við vorum þá nýfarnir að kynnast. Næstu tvö árin urðum við hvor öðrum kærari með degi hverjum. Jeg veit ekki, hvorum þótti vænna um hinn. Þegar Iiann fjell frá, misti jeg' besta vin minn, sem jeg mun aldrei glejmia". Nýlega er komin hjer i bókabúðir mjög skemtileg dönsk bók, er einungis segir frá lífi og háttum grænlensku hundanna. Bók- in heitir „Fordi de udförer saa store Be- drifter“. Höfundur hennar er Elmar Drast- rup og hefir liann dvalið á Grænlandi og kvnt sjer rækilega liætti hundanna þar. Til fróðleiks þeim unglingum og öðr- um sem lesa vildu um ferðir norður i ís- inn, skal hjer sagt frá bókum þeim, er komið hafa út á íslensku um þessi efni. Af þeim mörgu merkilegu bókum, sem Á ferðalagi á Grænlaridi með hunda og sleða. Vilhjálmur Stefánsson liefir ritað lim ferðir sínar á norðurhveli jarðar, liefir að- eins ein verið þýdd á íslensku. Hún heitir „í norðurveg" og er þýdd af Baldri heitn- um Sveinssyni blaðamanni. í hók þessari segir Vilhjálmur frá ýms- um niðurstöðum rannsókna sinna í heim- skautalöndunum. Hann hendir þar á, með mörgum röksemdum, að þessi norðlægu lönd, sjeu ekki eins óhyggileg og alment sje álitið. Hann segir einnig frá dýralífinu þar nyrðra og mörgu fleiru, sem fróðlegt er að kynnast. „Frá Vestfjörðum til Vestribygðar“ heit- ir hók, sem Ólafur Friðriksson fyrv. rit- stjóri liefir skrifað um hina merkilegu för Friðþjófs Nansen og fjelaga lians yfir meginjökul Grænlands um síðustu alda- mót. Bókin er skemtileg og fróðleg af- lestrar. Um Vilhjálm Stefánsson, ferðir hans og rannsóknir á norðurhvelinu, liefir dr. Guðm Finnbogason ritað: ágæta bók sem út kom á Akurevri 1927. íslenskur æskulýður þarf nauðsynlega að kynnast afrekum hins fræga landa vors, á þessu sviði. Besta ráðið til þess er að lesa gaumgæfilega hók dr. Guðmundar. Það er unun að kynnast ráðsnilli, skarpskygni og karlmensku Vilhjálms Stefánssonar. „Norður í höfum“ er til þess að gera nýútkomin hók, full af fróðleik um heim- Framh■ ú bh. 26-

x

Úti

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Úti
https://timarit.is/publication/1404

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.