Úti - 15.12.1935, Blaðsíða 24

Úti - 15.12.1935, Blaðsíða 24
24 ÚTI Um skriðsund Eftir Úlfar Þórðarson, stud. med. Úlfar Þórðarson stud. med., sem er einn af vorum fræknustu sundmönnum, hefir ritað grein þá er hjer fer á eftir um skrið- sund. Úlfar er sonur hins þjóðkunna manns Þórðar læknis Sveinssonar á Kleppi og konu hans frú Ellen Sveinsson. Hann var aðeins 15 ára gamall, þegar hann tók þátt í kapp- sundi í fyrsta sinn. Og' ári síðar setti hann nýtt met í 200 metra bringusundi á drengjamóti, er fram fór í Effersey um sumarið 1928. Srðan hefir hann tekið þátt í fjölmörgum kappsundum og oft borið sigur úr býtum. í mörg ár hefir Úlfar tekið þátt i vatns- knattleikjum í meistaraflokknum. Þess má sjerstaklega geta, að árið 1930 vann hann það þrekvirlci að verða fyrstur á stakka- sundi, sem er mjög ervið sundraun. Ritstj. Hraðinn í sundi er altaf að aukast .... Vorið 1912 synti Duke Kahanamoku 100 m. á 1 mín. 3,4 sek og setti Olympiskt met. Þá töldu margir afrek þetta svo frá- bært, að tæplega yrði hægt að synda öllu hraðar. Svíinn Arni Borg synti 100 m. á einni mín, og þó varð þetta met ekki gam- alt. Joliny Weissmiiller svnti 1927 þessa vegalengd á 57,6 sek. Töldu menn að þessu meti yrði tæplega lirundið og virt- ist í fyrstu, sem þeir ætluðu að verða sann- spáir, en 1934 synti Peter Fick, 20 ára gam- ali ameriskur stúdent, á 56,8 sek. og er því meti ólirundið enn. Ef við spyrjum hvernig standi á þessari liraðaaukningu og hvaða sund þessir menn synda, þá er okkur sagt, að þeir hafi allir synt skriðsund. Er þá Peter Fick miklu meiri sundmaður en t. d. Kahanamoku var? Þetta þarf ekki að vera. Margir telja að Kahanamoku hafi þvert á móti verið meiri sundmaður. — Hann gusaði t. d. aldrei neitt að ráði, hann sýndist synda hægast allra keppenda, hreyfingar lians voru mjúkar, miklu mýkri en hreyfingar Ficks, sem sjest varla fyrir boðaföllum og vatnsúða. Nei! Það sem gerir mismuninn er að miklu leyti sú breyting, sem hefir orðið á sundinu á síðustu árum, enda þótt grundvallaratriði séu óbreytt. Skriðsund er nú í föstum skorðum, og sund einstakra manna er með sama heild- Vinstri hendi tekin upp d móts við mjöðm, byrjað á innöndiin. Hægri hendi tekin upp úr vatninu, móts við mjöðmina (Arne Borg). Vinstri hendi tekur í vatnið. Hægri fótur fer upp, vinstri niður.

x

Úti

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Úti
https://timarit.is/publication/1404

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.