Úti - 15.12.1935, Blaðsíða 36

Úti - 15.12.1935, Blaðsíða 36
36 Ú T I norska „Gilwellskóla“, lir. Rolf Lykken, að liann starfrækti foringjanámskeið með íslenskum skátum, í sambandi við lands- mót norsku skátanna, á næsta sumri, því íslenskum skátum er, eins og kunnugt er, boðin þátttaka í því móti og þar sem margir ísl. skátar liafa í liuga að sækja það mót, er líklegt að fyrirætlun þessi komist í framkvæmd. í hinni væntanlegu tjaldborg reykvísku skátanna, ættu einnig' að vera sjerstakar tjaldbúðir, þar sem skátar úr bænum gætu komið að kveldi og dvalið til næsta morguns og svo auðvitað um helgar. I þeim tjaldbúðum ættu að fara fram alls- konar æfingar fyrir ylfinga, skáta, Rovers og svo auðvitað fyi'ir væntanlega sijó- skáta. Þarna gætu skátarnir haft háta t. d. „kajaka". Sund og róður mundu þeir og æfa af kappi. Einkum ætti að leggja sjerstaka áherslu á það að kenna skátun- um björgunarsund og lífgun druknaðra. Mætti jafnvel í því sambandi starfrækja námskeið fyrir almenning. Sjálfsagt væri að einstakir skátar og skátahópar utan af landi ættu völ á því að koma í tjaldborg þessa, dvelja þar við nám i skátaíþróttum og kynnast reykvísk- um skátum. Fyrir skáta hjer í bænum, yrðu heppilegustu staðirnir, undir slika tjaldborg, eflaust við Skerjafjörðinn, eða jafnvel við Kleppsvík. Skátar í öðrum kaupstöðum landsins, ættu að athuga, hvort þeir gætu ekki komið svipuðum tjaldborgum í fram- kvæmd hjá sjer á næsta sumri. Gæti jeg liugsað að þeir ættu mun hæg- ara með að fá land, sem að sjó liggur, heldur en skátar hjer í Reykjavík Leifur Guðmundsson. DrengjablaSið „ÚTI“ er gefið út að tilhlutun skátafjel. Væringjar í Reykjavik. — Ritstjóri þess er Jón Oddgteir Jónsson. Heimilisfang hans er Rjarkahlið við Bústaðaveg, eða póst- hólf 966, Reykjavík. Herbertsprent, Bankastræti 3, prentaði. UM BLINDFLUG. Framh. af bls. 33. ákveðnum stellingum (þannig að þeir sýna ákveðna beygju, meira eða minna krappa), er hann 1 sek. að beygja hverj- ar 3°, þ. e. a. s. að liann er 27 sek. að beygja 80°. Nemandinn hefir stoppúr, sem bann setur í gang samtímis að hann leggur vjelina út úr beygjunni, stöðvar stoppúrið og liggur nú á hinni nýju stefnu. Þeirri stefnu heldur hann í 3(i mín. og á nú enn á ný að beygja, nú 145° og það gerir liann á sama hátt og áður. Seinustu stefnunni heldur hann í 51 mín. og á að þeim tíma loknum að vera beint yfir Reykjavík, þannig að ef hann liefir 1500 metra flughæð á hann að geta stöðvað hreifilinn, opnað tjaldið og lent þar sem liann hóf sig til flugs, án þess að nota hreifilinu (renniflug frá 1500 m). Til þess að standast próf í þríhyrninga- blindflugi er krafist að svo sje gert. Geti nemandinn ekki haldið rjettri stefnu alla leiðina, eða hafi hann ekki fulla stjórn á vjelinni, þótt ekki sje nema örlitla stund, fer alt á annan veg, þrí- hyrningurinn skekkist og hliðarnar ná ekki saman, og nemandinn fær ekki prófið. Besta dæmi þess, hve blindflug er tiltölulega nýtt, er að engin af vjelum þeim, sem Flugfjelag íslands bafði frá Deutsche Lufthansa hafði blindflugtæki. Agnar E. Koefodhansen. B1 eöileg jól!

x

Úti

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Úti
https://timarit.is/publication/1404

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.