Úti - 15.12.1935, Blaðsíða 14

Úti - 15.12.1935, Blaðsíða 14
14 Ú T I hinn ungaiin, sem veinaði ámátlega, einna likast litlum ketlingi. Oturinn kom fljótt auga á okkur, þar sem við komum lilaupandi. Hún liætti þá strax að elta refinn — sem reyndar þeg- ar var horfinn inn í skógínn með veiði sína, og liljóp nú niður til árinnar og hoppaði þar á steinunum við bakkann og kvakaði örvæntingarfull á unga sinn. En unginn var ekki eins fljótur í hreyf- ingum og skyldi. Hann frekar skreið á- fram en hann hlypi. Við þutum áfram. Helmer varð á undan og beygði sig niður til að taka ungann. En hann hvæsti ilsku- lega og beit hann í höndina, svo að Helm- er varð að sleppa honum. Eftir að hafa varið sig svona duglega, virtist oturung- inn verða eittlivað ruglaður í liöfðinu, því að nú stökk hann beint til mín — og jeg fjekk að taka hann upp án þess að hann veitti hina minstu mótspyrnu. Jeg stakk honum undir treyju mína og þar grúfði hann sig niður, eins og ofurlitill hnykill jeg fann hve hjarta lians harð- ist með sama hraða og mitt eigið hjarta. Veslingurinn litli! í fyrstu hugsaði jeg sem svo: „Það er synd að vera nokkuð að angra hann. Ætti jeg ekki að bera hann niður að ár- bakkanum til mömmu hans?“ Hún var enn hoppandi á steinunum og kvakaði á liann. En — harnið er ávalt eigingjarnt. Hugs- ið ykkur að eiga oturunga, reglulegan, lifandi oturunga, sem jeg þar að auki hafði veitt sjálfur! Það væri æfintýri! Það var alt of mikil freisting fyrir ellefu ára dreng, að geta staðist það. Og svo varð móðirin að eiga sig, þar sem hún var kvakandi niðri á steinun- um, en jeg hljóp heim með veiði mína. Oturunginn var lítt þroskaður — hafði t. d. aðeins mjólkurtennur. Fyrstu dag- ana gaf jeg honum mjólk úr pela, eins og ungbarni. En smátt og smátt fór hann að eta smáfisk. Jeg reyndi að gefa honum liann soðinn, en honum geðjaðist auðsjá- anlega ekki að því. En ef jeg l)ar fvrir liann glænýjan fisk, skreið hann fram og fór að eta, enda þótt hann ætti erfitt með að tyggja hann. Jeg nefndi hann Figga. Jeg átti heima i litlu herbergi uppi undir þaki og þar bjó hann með mjer í fyrstu, hafði dálít- inn kassa fyrir sig og var rólegur og frið- samur. Jeg gat áhættulaust tekið hann upp og haldið á honum i höndunum. Eins át hann úr hendi minni. En svo kom dálítið fvrir, sem virtist ætla að eyðileggja alveg hina góðu sam- búð okkar, en sem jafnframt gaf mjer skilning á náttúrufari otursins. Það var einhverju sinni að Figgi hafði fengið að leika lausum liala um herberg- ið. Hafði liann þá skriðið undir skáp í einu horni herbergisins. Jeg reyndi að lokka liann til mín, en hánn vildi ekki koma fram. Þegar jeg fór með höndina undir skápinn til að draga hann fram, beit hann mig í vísifingur á hægri hönd. Jeg Ijet þó ekki undan, heldur náði i hann, dró liann fram og refsaði lionum rækilega — líkt og mundi hafa verið gert við livolp. En það hefði jeg átt að láta ógert! Jeg' komst að raun um það á eftir. Oturinn er ekki þýlyndur að eðlisfari, eins og hund- urinn, heldur stórlyndur. Refsingin gerði hann ekki spakan, l)eldur hið gagnstæða. Hann gjörbreyttist þarna í einni svipan. Áður var hann jafnan blíður og góður, nú varð hann hinn grirpmasti. Hann hvæsli og skirpti, líkt og illur köttur - og ef maður rjetti fram höndina til hans, þaut haiin til þess að híta í liana. Ilvað jeg iðraðist þess hvað jeg' hafði verið bráður á mjer að berja Figga! En það þýddi nú ekkert að sakast um það, úr því sem komið var. Jeg skildi það nú, að Figgi var við- kvæmur og að hann átti örðugt með að gleyma því, sem gert var á hluta hans. Og jeg tók þá alvarlegu ákvörðun, að jeg skildi aldrei, ekki einu sinni í snöggri bræði, fara illa með nokkra skepnu. Þe.tta liefi jeg haldið alt til þessa dags

x

Úti

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Úti
https://timarit.is/publication/1404

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.