Haustsöfnun til kristniboðsins (heiðingjatrúboðsins) - 15.06.1933, Blaðsíða 7

Haustsöfnun til kristniboðsins (heiðingjatrúboðsins) - 15.06.1933, Blaðsíða 7
hennar, skrifaði hann vini sínum á pessa leið: „Delta punga högg slítur næstum hjartað úr brjósti mér. . . . Ég gekk að eiga hana af |>vf að ég elskaði hana, og pví lengur sem við vorum saman, pess heitar unni ég henni. . . . Ég reyni að taka reynslunni eins og hún kæmi frá vorum himneska föður. . . . Ég skal framvegis gera skyldu mína, en fram- undan virðist mér geigvænlegt myrkur; samt skal ég halda áfram“. Árið 1865 lagði hann af stað i priðju ferð sína, og hann rendi grun í, að pað myndi verða sú síðasta. Hann hafði í för með sér átta unga præla, er fengið höfðu frelsi og gengið í kristniboðsskólann f Nasic, og trú- menska þeirra við húsbónda sinn lífs og liðinn, hefur vakið aðdáun heimsins á peim. — Auk þessara hafði hann með sér nokkura innborna menn, sem hann varð J>ó brátt að láta fara frá sér, með pví að þeir reyndust pjófar og ræningjar. Hann prengdi sér nú inn í hið ókunna innhverfi meginlandsins og var alveg tapaður öðrum mönnum og skilinn frá um- heiminum. Langir tímar liðu nú fram án pess að nokkuð fréttist af honum, pangað til árið 1868 að loks kom bréf frá honum með peirri fregn, að hann hefði fundið Tanganika- og Bangweolos-vötnin. í maí mánuði 1869 skrif- aði hann aftur frá Ujiji og var pað síðasta fréttin, sem menn fengu af honum par til í júlí 1872; bréf pað, er hann pá skrifaði bar vott um sjúkdóm og pjáningar, en pó óbug- aðan kjark og áhuga. Hann vantaði læknislyf og nothæfa fæðu og var haldinn ýmsum sjúk- dómum og svo máttvana orðinn, að hann gat naumast gengið. Alls konar erfiðleikar mættu honum. Dað var stríð milli pjóðflokkanna og stórir hópar manna voru skornir niður eins og fé. Flestir fylgdarmanna hans brugðust honum; prælasalarnir gerðu alt er peir gátu til að vinna honum mein; hann fékk hitasótt og blóðsótt; við eitt tækifæri slapp hann pris- var sinnum undan banatilræði á einum og sama degi; eitt sinn varð hann að haldast við í kofa sínum 80 daga í senn, og undir öllum pessum erfiðleikum las hann alla Biblíuna fjórum sinnum. Hann fór aftur ti! Ujiji pann 3. okt. 1871 og var pá eins og beinagrind. Degar pangað kom, varð hann pess var, að búið var að ræna öllu pví, er hann átti, stóð hann parna uppi alls laus eins og beiningamaður og nær dauða en lífi af líkamlegum skorti og prautum. Dá var pað premur dögum seinna, að Stanley kom honum til hjálpar og samfundir pessara tveggja manna eru svo kunnir flestum, að óparft er að tala nánar um pað hér. Dað voru endurhressingar tímar fyrir hann meðan hann var með Stanley; pegar hann var búinn að safna kröftum aftur, sárbað Stanley hann um að snúa við og fara til Englands með sér, en hann aftók pað með öllu, pótt hann hefði ekki séð hvítan mann í 6 ár og práði að komast heim. Hann hafði sett sér pað tak- mark, að finna uppsprettur Nílar, aðallega í von um að geta með pví komið til hjálpar hinum innbornu vesalingum, sem voru prælk- Davð Livingstone^dáinn. Einn hinna trúu innlendu þjóna hans kemur inn í kofa húsbónda síns og finn- ur hann liggjandi á knjánum, dáinn, i biðjandi stell- ingum fyrir framan rúm sitt. Bls. 5

x

Haustsöfnun til kristniboðsins (heiðingjatrúboðsins)

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Haustsöfnun til kristniboðsins (heiðingjatrúboðsins)
https://timarit.is/publication/1405

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.