Haustsöfnun til kristniboðsins (heiðingjatrúboðsins) - 15.06.1933, Blaðsíða 20

Haustsöfnun til kristniboðsins (heiðingjatrúboðsins) - 15.06.1933, Blaðsíða 20
Jesús, setn litur með meðaumkun á hinn þjakaða heim, er vor ein- asta von. ERU BETRI TÍMAR í VÆNDUM? EFTIR ARTHUR S. MAXWELL # Otti gagntekur miljónir manna er þeir líta yfir heiminn nú. Atvinnuleysisbölið fer frá einu heimili til nnnars, eyðileggur fagrar hugmyndir um velsæld, gerir framfarahorfur að engu og steypir foreldrum og börnum í örvilnun. Fyrir aðeins fáum árum þjakaði mannkyn- inu hinu hræðilegasti ófriður, sem sagan greinir frá, og hróp um lausn steig upp til Guðs frá mæddum hjörtum í öllum álfum heims. Nú er komin ný reynsla, ennpá víð- tækari, pví að hún snertir á einn eða annan hátt hverja lifandi sál. Enginn kemst undan afleiðingum pess ástands í atvinnulífinu, er hvarvetna gerir vart við sig. Flestir hafa beð- ið tjón, og sumir peirra er auðugastir voru, eru orðnir hinir snauðustu. — í hverri borg heimsins ganga púsundir hraustra manna at- vinnulausir án pess að sjá nokkra atvinnu fram undan og eiga alt undir góðgerðasemi annara og atvinnuleysisstyrk. — Verst af Bls. 18 öllu er pó pað, að börnin, sem eru að vaxa upp og sem tilheyra komandi kynslóð, munu einnig á sínum tíma lenda í hóp hinna atvinnulausu; engin störf eru fáanleg jafnvel ekki handa peim, sem eru á aldrinum 15—20 ára. Andspænis slíku ástandi, er óbætanlegt virðist, hafa púsundir manna þegar látið hug- fallast. Margt byssuskotið í einmanalegu her- bergi hefur á síðustu tímum borið vitni um pjáningar og hugarvíl, sem hefur virst pyngra en svo, að pað yrði afborið. Og aðrir, sem eru sárir út af pví tjóni óg mótlæti, er vinir peirra mæta og horfa fram á, taka undir með byltingaröddunum, er óma um allan heim. — En jafnvel pótt tímarnir séu vondir, er pó ástæða til að vona, að ekki purfi lengi að bíða betri daga. — Enda pótt horfurnar séu ískyggilegar, pá er pó framtiðin bjartari en nokkru sinni áður, er vér beinum sjónum vor- um upp á við. Umhverfis oss getur að vísu verið myrkur, en af himni ofan skín ljós.

x

Haustsöfnun til kristniboðsins (heiðingjatrúboðsins)

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Haustsöfnun til kristniboðsins (heiðingjatrúboðsins)
https://timarit.is/publication/1405

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.