Haustsöfnun til kristniboðsins (heiðingjatrúboðsins) - 15.06.1933, Blaðsíða 17

Haustsöfnun til kristniboðsins (heiðingjatrúboðsins) - 15.06.1933, Blaðsíða 17
íbúarnir frá heilu héraði á Nýju- Quineu. þar sem allir eru kristnir. Fyrir hér um bil tveimur árum voru þetta algerðir villi- menn, sem alls ekkert þektu til siðmenningar né kristindóms, — VERKANIR QLEÐIBOÐSKAPARINS Heil héruð taka á móti fagnaðarerindinu. Eftir A. O. Stewart. Að fagnaðarerindið hefur kraft til að um- breyta líferni einstaklingsins, og þar með breyta lífinu í heilum héruðum, kemur stöð- ugt í ljós, og á sumum stöðum er breytingin alveg yfirnáttúrleg. Dað urðu nýlega forréttindi mín að ferðast til eyjaklasa eins, sem liggur langt frá venjulegri siglingalínu, nefnilega í norðurhluta Nýju-Guineu-landeignarinnar. — Parna varð ég var við merkilega breytingu á æfagömlum venjum, ekki aðeins meðal nokk- urra innbyggjenda, heldur hjá öllum íbúunum á tveimur eyjum, sem liggja nálega 30 km hvor frá annari. Dar til nál. einu ári fyrir heimsókn mína, var þetta fólk alveg án trúarlegrar uppfræðslu og lá í hinum heiðinglegu löstum, sem spilla bæði sál og líkama. Deir voru hálf berir, óhreinir og fáfróðir jafnvel um einföld- ustu hreinlætis- og heilbrigðisreglur. Deir viðhöfðu töfra, höfðu fjölkvæni og óstjórn I öllu. — Djófnað og lýgi iðkuðu þeir daglega. En forsjón Guðs stjórnaði þannig, að sá tími kom, er þjónar fagnaðarerindisins lögðu leið sína til þessa villuráfandi fólks. Salau og Oti, sem voru kristnir kennarar frá Salómonseyjunum, voru sendir út til að dvelja meðal íbúanna á þessum eyjum við Nýju- Guineu, og boða þeim gleðiboðskapinn. Dessir kennarar höfðu sjálfir nýlega verið dregnir upp úr því „foræði“, sém heiðingj- arnir eru i; þess vegna voru þeir, fyrir eig- in reynslu og samúð, öðrum færari til að hjálpa íbúunum til að skilja boðskap fagnað- arerindisins. Breytingin hefur átt sér stað á svo tiltakanlega skömmum tíma og svo al- ment, að þeir fáu evrópísku sjónarvottar, sem eru á eyjum þessum, segja, að breytingin sé alveg undursamleg. Siðir og venjur, sem hafa ríkt i einni kynslóð eftir aðra, hefur alt í einu verið lagt niður. Hin brosandi andlit eyjabúa, ljómandi augu þeirra, hvítu tennur og hreinu líkamir ber augljósan vott um að þeir eru ekki lengur þrælar syndarinnar, heldur hafa fengið nýjan kraft til að standa gegn hinu illa. Og öllum er bersýnilegt, að sálir þessara manna hafa öðlast nýja von — vonina um eilift líf, sem í ljós er leitt með fagnaðarerindinu. Sidney, Ástralta. Bls, 15

x

Haustsöfnun til kristniboðsins (heiðingjatrúboðsins)

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Haustsöfnun til kristniboðsins (heiðingjatrúboðsins)
https://timarit.is/publication/1405

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.