Skessuhorn


Skessuhorn - 25.02.2015, Side 1

Skessuhorn - 25.02.2015, Side 1
FRÉTTAVEITA VESTURLANDS – www.skessuhorn.is 9. tbl. 18. árg. 25. febrúar 2015 - kr. 750 í lausasölu Lúsina burt! Nefúði! Naso-ratiopharm Grænn er fyrir börnin RÚMTEPPI SÆNGUR KODDAR RÚMFATNAÐUR FERMINGARRÚM Undanfarnar vikur hefur Eimskipafé- lagið átt í viðræðum við eigendur Sæ- ferða ehf. um möguleg kaup á fyrir- tækinu og hafa félögin undirritað vilja- yfirlýsingu vegna þess. Pétur Ágústs- son framkvæmdastjóri Sæferða segir að aðilar hafi gefið sér tíma fram und- ir 10. mars næstkomandi til að ljúka viðræðunum. Aðspurður um ástæður fyrir eigendaskiptum ef af þeim verð- ur, sagði Pétur að þær væru ýmsar. „Meðal annars að ég er ekki eilífur og talsvert liðið á starfsævina. Ég sé samt ekki að þetta myndi þýða breytingar á rekstrinum hjá Sæferðum, fyrirtæk- ið verður áfram í Stykkishólmi,“ segir Pétur Ágústsson. Sæferðir ehf. er með tvö skip í rekstri á Breiðafirði, annars vegar ferjuna Baldur sem siglir á milli Stykkishólms og Brjánslækjar með viðkomu í Flatey og hinsvegar Sæ- rúnu sem hefur boðið uppá skoðun- arferðir um Breiðafjörð. Síðasta haust kom sem kunnugt er endurbættur og glæsilegur Baldur til hafnar í Stykkis- hólmi, en það skip var keypt notað frá Noregi. Jókst flutningsgetan verulega við það. þá Öskudagurinn var haldinn hátíðlegur um land allt í síðustu viku. Veðrið var víða svona fremur hryssingslegt til útiveru en börn létu það ekkert á sig fá, klæddu sig bara betur. Í Stykkishólmi er þétt dagskrá frá morgni til kvölds. Börn og starfsfólk grunnskólans mætti í öskudagsbúningum til vinnu og eftir hádegið leiddi Gunnar Svanlaugsson skólastjóri Öskudags- gönguna milli fyrirtækja og stofnana í bænum. Þess má geta að þetta var þrítugasta gangan hjá Gunnari og langt frá því að sjá megi þreytumerki á kappanum. Sjá nánar um öskudaginn bls. 22-24. Ljósm. Sumarliði Ásgeirsson. Viðræður um kaup Eimskipa á Sæferðum Þrálát ótíð gerir sjómönnum lífið leitt „Það er alltaf endalaus bræla. Tíð- in er búin að vera okkur ofboðslega erfið og með þeirri leiðinlegri sem hefur komið í langan tíma. Það er aldrei friður. Fiskurinn fer frá við þessi læti og það bitnar á aflabrögð- unum. Þetta veðurlag hefur allt sín áhrif. En annars er þetta fínasti fiskur sem við erum að fá, það vant- ar ekki,“ sagði Brynjar Kristmunds- son skipstjóri og útgerðarmaður á dragnótarbátnum Steinunni SH 167 frá Ólafsvík. Skessuhorn náði tali af honum þar sem hann var með áhöfn sinni við veiðar skammt austur af Öndverðanesi. „Við erum mest hér við norðanvert Snæfells- nesið í kantinum frá Búlandshöfða- num í austri og svo vestur eftir.“ Aflabrögðin í dragnótina hafa verið hálf gloppótt. Það koma góð- ir dagar og svo verri inn á milli. „Í gær var þetta tregt hjá okkur. Við fengum bara sjö tonn. En síð- asta vika var ágæt. Í heildina feng- um við milli 80 – 90 tonn,“ sagði Brynjar. Sum köstin voru reynd- ar góð. Meðal annars fékkst eitt 14 tonna á fimmtudag í síðustu viku. Það var þó var einn af þessum leið- inda veðradögum þar sem flest- ir bátar lágu inni vegna brælu þó þeir á Steinunni væru úti við veið- ar, enda báturinn þekktur sem af- bragðs sjóskip. Brynjar segir að nú bíði menn helst eftir því að loðnan fari að koma inn í Faxaflóa og Breiða- fjörðinn. „Loðnan hefur mjög mik- il áhrif á lífríkið. Aflabrögðin hjá okkur í dragnótina minnka fyrst eftir að hún kemur inn á grunn- slóðina. Síðan þegar hún kemur inn á þennan lina botn þar sem við erum við veiðar glæðast þau aftur og verða mjög góð. Þá er næstum hægt að ganga að þorskinum vís- um. Ég hef verið að fylgjast með loðnuflotanum og það er augljóst að loðnan fer nú hratt vestur með suðurströndinni. Með þessu áfram- haldi gæti verið komin loðna hing- að vestur strax í næstu viku.“ Aflabrögðin á öðrum tegundum en þorski hafa sætt fáum stórtíðind- um. „Þó virðist skötuselurinn horf- inn núna. Við höfum ekkert orðið varið við hann nú eftir áramótin. Það er eins og það sé ekki mikið af honum miðað við það sem var áður. Rauðsprettuveiðin er svipuð og verið hefur en það er meira af sól- kola. Aflinn á honum er að aukast,“ sagði Brynjar Kristgeirsson að lok- um. mþh/ Ljósm. af. Dragnótarpokinn tekinn um borð í Steinunni. Eins og sjá má er veðurfarið heldur rysjótt eins og það hefur lengst af verið í vetur. Kampakátir skipverjar á Steinunni við löndun í Ólafsvík í síðustu viku. HEFUR SAFNAÐ FYRIR ÖKUTÆKI FYRIR HVERJU LANGAR ÞIG AÐ SAFNA? Allt um sparnað á arionbanki.is/reglulegur_sparnadur Rafræn áskrift Ný áskriftarleið Pantaðu núna

x

Skessuhorn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.