Skessuhorn


Skessuhorn - 25.02.2015, Qupperneq 2

Skessuhorn - 25.02.2015, Qupperneq 2
2 MIÐVIKUDAGUR 25. FEBRÚAR 2015 Pípó einnig verktaki við loftræstikerfi AKRANES: Í frétt um nýtt loftræstikerfi á Sjúkrahúsi Akraness í síðasta blaði var sagt frá samstarfsaðilum og undirverktökum Blikk- smiðju Guðmundar í þessu stóra verkefni. Þar láðist að nefna að Pípulagningaþjón- ustan (Pípó) var einn sam- starfsaðilanna. Það leiðrétt- ist hér með. –mm Gulir lögreglu­ borðar VESTURLAND: Þegar lögreglan hefur komið að og afgreitt umferðaróhapp er venjan að hún setji gul- an lögregluborða á ökutæk- ið. Þannig mega vegfarend- ur vera þess fullvissir að lög- reglan, sjúkraflutningsmenn og aðrir viðbragðsaðilar séu búnir að afgreiða málið. Sé slíkur gulur borði hins veg- ar ekki á ökutæki á vegi eða utan vegar; sem ætla má að hafi lent útaf eða í árekstri, er að sjálfsögðu öllum veg- farendum, bæði rétt og skylt að huga að málum og kom þeim til aðstoðar er þess þurfa. Sé lögregla og hjálp- arlið að störfum og ekki er beðið um aðstoð er óþarfi að stöðva eða gefa sig fram, segir í tilkynningu frá lög- reglunni á Vesturlandi. –þá Kræsingar sýknaðar af ákæru BORGARNES: Fyrirtæk- ið Kræsingar í Borgarnesi, áður Gæðakokkar, var sýkn- að síðastliðinn föstudag í Héraðsdómi Vesturlands af kæru Matvælastofnunar um rangar innihaldslýsingar á vöru og þar með vörusvik. Málið snerist um að ekkert nautakjöt fannst í nautabök- um frá fyrirtækinu, en DNA rannsókn leiddi það í ljós. Matvælastofnun gerði rann- sóknina hjá Gæðakokkum í kjölfar hrossakjötshneykslis í Evrópu 2013. Niðurstaða Héraðsdóms Vesturlands byggist á því að einungis eitt sýni hafi verið tekið og það sé ekki nægjanlegt til sönn- unar. Ekki sé því hægt að úti- loka að um óhapp hafi verið að ræða og því bera að sýkna fyrirtækið af ákærunni. Ekki liggur fyrir hvort dómi Hér- aðsdóms Vesturlands verði áfrýjað til Hæstaréttar. -þá Enn og aftur er ástæða til að minna fólk á að fylgjast vel með veður- spám og skipuleggja sínar ferðir samkvæmt þeim. Áfram eru kröft- ugir umhleypingar í kortunum. Einnig að hafa bíla sína eins vel búna og kostur er til vetrarferða. Mikið álag hefur verði á björgun- arsveitum að undanförnu og allir þurfa að leggjast á eitt við að reyna að fækka þeim útköllum. Það ger- um við best með því að sýna fyrir- hyggju. Veturinn virðist ekki vera að lina tökin og útlit er fyrir kulda og hríð- arveður næsta dagana. Á fimmtu- dag er spáð norðan 23-30 m/sek. með talsverðri snjókomu á norð- vestanverðu landinu og örlít- ið hægari suðvestanlands með dálítilli snjókoma. Á föstudag er spáð norðvestan stinningi norð- austanlands með éljum en held- ur hægari sunnan- og vestantil og bjartviðri. Austan 8-13 m/sek um kvöldið með snjókomu sunn- anlands en lægir og léttir til fyr- ir norðan og austan. Á laugardag er útlit fyrir suðaustan 5-13 og él syðra en hægara og björtu með köflum norðan heiða. Á sunnudag er í kortunum norðan hvassveður með ofankomu norðan- og aust- anlands. Frost verður yfirleitt að fimm stigum þessa daga. Í síðustu viku var spurt á vef Skessu- horns: „Fannst þér Hæstaréttar- dómur í Al Thani málinu réttlát- ur?“ Langflestur eru á því að hann hafi verið of vægur eða 58,33%, „hæfilegur“ var svar 31,31%, „nei of þungur“ sögðu aðeins 3,28% og 7% höfðu ekki skoðun á því. Í þessari viku er spurt: Hvernig sjónvarpsefni finnst þér útsending frá Edduverðlaunum? Smábátasjómenn eru Vestlend- ingar vikunnar. Þeir hafa átt erfitt með að sækja sjó í umhleypingum í vetur en einatt sætt lagi og fisk- að þá vel. Til minnis Veðurhorfur Spurning vikunnar Vestlendingur vikunnar Markaðsaðstæður batna fyrir grásleppuhrogn Grásleppukarlar eru með hýrri há en þeir voru á sama tíma í fyrra þar sem allt bendir nú til að eftirspurn verði ágæt eftir grásleppuhrogn- um á þessu ári. Ólíkt frá síðasta ári þá munu engar birgðir liggja fyr- ir af óseldum hrognum frá fyrri árum. Helsta óvissan nú er bundin við það hversu marga veiðidaga út- gerðir grásleppubáta munu fá til að stunda veiðar á þessu ári. Heildarveiði á grásleppu í fyrra, hjá þeim þjóðum sem grásleppu- veiðar stunda, var sú minnsta sem skráð hefur verið í þau 40 ár sem töl- ur ná yfir grásleppuveiðar á heims- vísu. Grænland og Ísland eru nú leiðandi þjóðir í hrognkelsaveiðun- um. Þannig hefur það reyndar ver- ið undanfarin átta ár eftir að mik- ill samdráttur varð í veiðum á Ný- fundnalandi. Vertíðin í fyrra skilaði grænlenskum veiðimönnum 9.400 tunnum af söltuðum grásleppu- hrognum. Íslenskir kollegar þeirra fengu 7.710 tunnur auk þess sem grásleppan sjálf er hirt hér á landi og skilar því verðmætum. Alls var afli þessara tveggja þjóða 94% af heildarveiðinni í heiminum. Á Ný- fundnalandi og í Noregi var nán- ast engin veiði. Hins vegar rofaði eitthvað til í veiðum hjá Svíum og Dönum. Verðmæti drógust saman Á vefsíðu Landssambands smá- bátaeigenda (smabatar.is) má lesa að útflutningsverðmæti grásleppu- hrogna frá Íslandi á síðasta ári hafi numið 1,17 milljörðum króna. Þetta var um 200 milljónum króna minna verðmæti en fékkst fyrir hrogn- in árið 2013. Alls voru flutt út 959 tonn af grásleppukavíar og söltuð- um grásleppuhrognum. Magnið skiptist nokkuð jafnt milli afurð- anna. Heilt yfir var þetta um 8% samdráttur borið saman við 2013. Verðhækkun varð á söltuðum grásleppuhrognum þar sem út- flutningsverðmæti á hvert kíló fór upp um 5,4% samanborið við 2013. Hins vegar lækkaði verð mikið á grásleppukavíarnum, varð um 18% lægra nú en á árinu 2013. Óvissa um fjölda daga Áhugi hefur glæðst meðal íslenskra grásleppukarla fyrir því að stunda veiðar í ár. Söluhorfur eru tald- ar ágætar enda munu óseld hrogn ekki vera til í birgðum. Það er betri staða en á sama tíma í fyrra þegar framleiðendur sátu enn með nokk- ur þúsund tunnur óseldar frá ver- tíðunum 2012 og 2013. Talið er að heimsmarkaðurinn muni þola það vel að framleiddar verði alls 20.000 tunnur í ár. Sjávarútvegsráðuneytið gaf í upphafi vikunnar út nýja reglu- gerð um hrognkelsaveiðar. Sam- kvæmt reglugerðinni verður heim- ilt að hefja veiðar 20. mars á svæð- um D, E, F og G, úti fyrir Norður- og Austurlandi ásamt Suðurlandi að Garðskaga. Vesturmörk fyrir norðan er Horn. Á öðrum svæð- um má byrja veiðar 1. apríl að und- anskyldum innanverðum Breiða- firði þar sem veiðar hefjast 20. maí. Tímabil á hverju veiðisvæði eru 75 dagar og geta grásleppukarlar val- ið samfellt veiðitímabil innan þess tíma sem takmarkast af endanleg- um fjölda veiðidaga. Endanleg- ur fjöldi veiðidaga mun liggja fyrir um mánaðamótin mars - apríl, þeg- ar niðurstöður úr vorralli Hafrann- sóknastofnunar liggja fyrir. mþh Á grásleppuveiðum við Akranes. Strætó hækkar verð um mánaðamótin Ný gjaldskrá mun taka gildi fyrir þjónustu strætisvagna Strætó 1. mars næstkomandi. Stakt fargjald mun hækka úr 350 krónum í 400 krónur, eða um 14%, en fargjöld öryrkja og eldri borgara hækka um 4%. Tekur ný gjaldskrá við af annarri sem sett var 1. desember 2012. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Strætó. Þar segir einnig að breytingarnar séu í samræmi við fjárhagsáætlun Strætó fyrir árið 2015 og þeim sé ætlað að mæta auknum kostnaði, meðal ann- ars vegna aukinnar þjónustu sem hófst um áramótin. Samhliða breyt- ingum á verðskrá verða tekin upp ný nemakort fyrir 6 til 11 ára og 12 til 17 ára sem miða að því að auka þægindi og lækka kostnað barnafjölskyldna við að nýta þjónustuna. Nemakort- in gilda í eitt ár frá útgáfu en hingað til hefur aðeins einn flokkur nema- korta verið í boði. „Aldursflokkur- inn 18 ára og eldri mun kosta 46.700 kr., 12-17 ára 19.900 kr. og 6-11 ára 7.900 kr. Þetta þýðir að hver strætó- ferð fyrir barn á aldrinum 6 til 11 ára sem fer 16 ferðir á mánuði mun kosta 41 krónu og 104 krónur fyr- ir aldurshópinn 12 til 17 ára. Nýju nemakortin munu því koma barna- fjölskyldum vel fjárhagslega auk þess sem aukin þægindi felast í því að geta keypt kort til eins árs í stað afslátt- arfarmiða með takmörkuðum fjölda ferða,“ segir í tilkynningunni. Kortin munu veita aðgang að strætisvögn- um Strætó á gjaldssvæði 1 og hægt er að kaupa þau á heimasíðu Strætó og fá þau send heim. Breytingarnar taka til þjónustu strætisvagna Strætó en ekki akstursþjónustu fyrir fatlað fólk. Þar verða engar breytingar á gjaldskrá. Verð á fargjöldum milli Reykjavík- ur og Akraness hækkar um 100 krón- ur um mánaðamótin. Staðgreiðslu- gjald eftir breytingar verður því 800 krónur, en ferðin á milli Reykjavík- ur og Borgarness mun kosta 1.600 krónur. Að Vegamótum er verð- ið 2.800 kr., Grundarfirði 4.000 kr. og Ólafsvík 4.400 kr. Þá verður stað- greiðslugjaldið á milli Reykjavíkur og Rifs 4.800 kr., Arnarstapa 5.200 kr. en 3.600 krónur á milli Reykja- víkur og Stykkishólms. grþ Eimskip kaupir þrjár lóðir á Grundartanga Eimskipafélagið hefur gengið frá kaupum á þremur lóðum á iðnaðar- og hafnarsvæðinu á Grundartanga. Samtals eru lóðirnar 22.410 fer- metrar, eða 2,24 ha. Mikil uppbygg- ing er fyrirhuguð á svæðinu og með lóðakaupunum tekur félagið þátt í henni, segir í tilkynningu á heima- síðu Eimskips. Að sögn Gísla Gísla- sonar hafnarstjóra Faxaflóahafna hafa forsvarsmenn Eimskipa sýnt áhuga fyrir að byggja upp vöruhótel á Grunartanga auk þess að bæta sína aðstöðu á svæðinu. Samhliða lóða- kaupunum hefur Eimskip fest kaup á tveimur nýjum hafnarkrönum. Annar kraninn verður settur niður á Grundartanga þar sem hann mun m.a. þjónusta álver Norðuráls. Hinn kraninn verður hins vegar staðsettur við Mjóeyrarhöfn á Reyðarfirði þar sem hann leysir eldri krana af hólmi. Kranarnir verða stærstu hafnarkran- ar á Íslandi og er sérstaða þeirra sú að þeir geta lyft tveimur 20 feta gámum samtímis. Með þessu skap- ast mikið hagræði við losun og lest- un skipa. Kranarnir eru rafknúnir og því umhverfisvænni en eldri olíu- knúnir kranar. þá Frá Grundartangahöfn. Kraninn á Grundartanga verður af gerðinni TEREX Gottwald GHMK 6507, svipaður þessum.

x

Skessuhorn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.