Skessuhorn


Skessuhorn - 25.02.2015, Blaðsíða 6

Skessuhorn - 25.02.2015, Blaðsíða 6
6 MIÐVIKUDAGUR 25. FEBRÚAR 2015 Óska eftir viðræðum um landfyllingu AKRANES: Akraneskaupstað- ur hefur farið þess á leit við Faxaflóahafnir að hafnar verði viðræður um fyrirhugaða fram- kvæmd landfyllingar utan við aðalhafnargarðinn og í hinni gömlu Steinsvör á Breið á Akra- nesi. Lagt er upp með að í fram- haldinu fari fram formlegar við- ræður við HB Granda um að- komu fyrirtækisins að þessu máli. Forsagan er sú að HB Grandi hefur farið fram á end- urbætur á aðstöðu fyrir sjávar- útvegsstarfsemi sem yrði á þess- ari nýju landfyllingu. Þannig gæti fyrirtækið fært sem mest af sinni starfsemi á Akranesi á einn stað. Skipulags- og umhverf- isráð bæjarins hefur í umsögn sinni um þetta mál lagt áherslu á að Skarfavör á Breið verði ekki raskað í þessum framkvæmdum og að tryggt verði að þær hafi ekki neikvæð áhrif á Langasand. Beiðni Akranesbæjar um við- ræður við Faxaflóahafnir um þessa framkvæmd er dagsett 12. febrúar og undirrituð af Regínu Ásvaldsdóttur bæjarstjóra fyrir hönd Akraneskaupstaðar. –mþh Ístölti var aflýst HVANNEYRI: Mótshaldarar Ístölts Hvanneyrar 2015 ákváðu fyrir helgi að aflýsa mótinu í ár, en það átti að fara fram á laug- ardaginn. „Ástæða þess eru afar óhagstæð veðurskilyrði síð- ustu misseri. Þótt veðurspá fyr- ir laugardaginn hafi verið hag- stæð þá náði ísinn á engjunum ekki að stirna nægjanlega fyr- ir mótið. En við erum ekki að baki dottinn og stefnum ótrauð á Ísmót að ári liðnu,“ sagði í til- kynningu. Verslun opnuð aftur REYKHÓLAR: Verslun verð- ur opnuð á ný á Reykhólum eft- ir að nýtt fólk hefur nú ákveðið að hefja rekstur þar. Reynir Þór Ró- bertsson og Ása Fossdal flytjast búferlum vestur úr Reykjanesbæ og hyggjast opna verslun á Reyk- hólum um mánaðamótin mars- apríl. Reykhólavefurinn grein- ir frá þessu. Reynir Þór og Ása munu bæði hafa reynslu af rekstri verslana. Þau eiga fjögur börn og flytjast nú búferlum vestur. Þung- lega horfði um framtíð verslunar á Reykhólum eftir að eina verslunin þar lokaði nýlega. -mþh Óska eftir landi á Kárastöðum BORGARBYGGÐ: Á fundi byggðarráðs Borgarbyggðar sl. fimmtudag var lagt fram bréf frá UMSB. UMSB í samstarfi við Skátafélag Borgarness og Skóg- ræktarfélag Borgarfjarðar hafa óskað eftir að fá í sína umsjá svæði í landi Kárastaða sem nýtt var sem tjaldstæði á Unglingalands- móti 2010. Félögin stefna að upp- byggingu varanlegs útivistarsvæðis með leiktækjum og tjaldsvæði, auk þess sem svæðið myndi nýtast sem tjaldsvæði fyrir unglingalandsmót 2016. Lulu Munk Andersen skipu- lags- og byggingafulltrúi kom á fundinn og kynnti skipulagsferli ef farið yrði í ofangreindar fram- kvæmdir. Byggðaráð samþykkti að óska eftir umsögn umhverfis-, skipulags- og landbúnaðarnefndar um erindið. –þá Fjórtán umferðaróhöpp VESTURLAND: Í liðinni viku urðu fjórtán umferðaró- höpp í umdæmi lögreglunn- ar á Vesturlandi. Flest voru þau tengd vetrarfærð og án teljandi meiðsla á fólki. Þrír ökumenn voru teknir fyr- ir ölvun við akstur og einn þeirra jafnframt grunaður um að hafa ekið undir áhrif- um fíkniefna. Um 160 öku- menn voru teknir fyrir of hraðan akstur í umdæminu í vikunni. Flestir voru mæld- ir af hraðamyndavélunum í Hvalfjarðargöngunum og við Fiskilæk. –þá Andvíg náttúrupassa DALIR: Sveitarstjórn Dala- byggðar samþykkti á fundi sínum þriðjudaginn 17. febrúar að leggjast gegn samþykkt laga um náttúru- passa. Þess í stað vill sveit- arstjórn að gistináttaskattur verði nýttur til að ná mark- miðum um aukið fjármagn til viðhalds og uppbyggingar ferðamannastaða. Óskað var eftir umsögn sveitarstjórn- ar við framvarp um náttúru- passa. Einnig um frumvarp til laga um landsáætlun um uppbyggingu innviða fyrir ferðamenn til verndar nátt- úru og menningarsöguleg- um minjum. Sveitarstjórn lýsti sig meðmælta því frum- varpi. Markmið laganna er að móta og samræma stefnu um uppbyggingu, rekstur og viðhald innviða fyrir ferða- menn í þágu náttúruvernd- ar og til verndar menningar- sögulegum minjum. Það skal gert samkvæmt frumvarpinu með stefnumarkandi lands- áætlun til tólf ára og þriggja ára verkefnaáætlun. –þá „Hrognataka hófst nú í morgun úr loðnufarmi sem barst þá með Faxa RE. Það hægir því eitthvað á lönduninni hérna. Við hér í fiski- mjölsverksmiðjunni eru hins vegar að ljúka við að vinna úr farmi sem Faxi kom með á sunnudagsmorg- un. Hann fór allur í framleiðslu á fiskimjöli og lýsi. Nú í þessum farmi sem kom snemma á mánu- dagsmorgun voru hrognin hins vegar orðin nógu þroskuð,“ sagði Guðmundur Hannesson verk- smiðjustjóri fiskimölsverksmiðju HB Granda síðdegis í gær, þriðju- dag. Faxi fékk þennan afla við Vest- mannaeyjar. Þokkalegt veður var um helgina og í byrjun vikunnar. Góð loðnu- veiði var við Vestmannaeyjar og annríki hjá áhöfnum skipa HB Granda. Síðdegis á þriðjudag var Lundey á leið til löndunar á Vopna- firði, Ingunn við veiðar á miðun- um og Faxi við löndun á Akranesi. Hoffell II sem HB Grandi leigir af Loðnuvinnslunni á Fáskrúðsfirði til veiða á vertíðinni lenti hins veg- ar í erfiðleikum í byrjun vikunnar þegar skipið fékk nótina í skrúfuna. Það var dregið inn til Vestmanna- eyja. Loðnugangan sem veitt er úr virðist fara mjög hratt vestur með suðurströndinni. Hún gæti ver- ið komin vestur fyrir Reykjanes og inn á Faxaflóa eftir nokkra daga. Ekki horfir vænlega til veiða seinni hluta vikunnar þar sem spáð er miklum stormi. Alls er enn óveidd- ur um 60% af loðnukvóta íslenska flotans. Búið er að veiða um 150 þúsund tonn af 390 þúsund tonna heildarkvóta. Mikil ótíð í vetur hef- ur sett strik í reikninginn við veið- arnar auk þess sem göngumynstur og útbreiðsla loðnunnar hefur ver- ið óvenjuleg. mþh Sjávarútvegsráðuneytið gaf í síð- ustu viku út reglugerð um ótíma- bundið bann við veiðum skipa í Kolgrafafirði á Snæfellsnesi. Þar segir að frá miðnætti 18. febrú- ar 2014 sé öll veiði skipa bönn- uð ótímabundið innan brúar í Kolgrafafirði. „Reglugerðin er sett samkvæmt heimild í lögum nr. 79/1997, um veiðar í fisk- veiðilandhelgi Íslands, með síð- ari breytingum og öðlast þegar gildi,“ segir orðrétt í reglugerð- inni. mm Frá síldveiðum innan sem utan brúar í Kolgrafafirði haustið 2013. Ljósm. tfk. Tekin af öll tvímæli um veiðar í firðinum Faxi RE landar loðnu við bryggju á Akranesi á mánudag. Þetta var fimmti loðnufarmurinn sem berst til Akraness á vertíðinni frá því Lundey NS kom með þann fyrsta í byrjun febrúar. Loðnuhrognataka hafin á Akranesi

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.