Skessuhorn


Skessuhorn - 25.02.2015, Qupperneq 16

Skessuhorn - 25.02.2015, Qupperneq 16
16 MIÐVIKUDAGUR 25. FEBRÚAR 2015 Nú í sumarbyrjun verður nýtt gisti- heimili tekið í notkun í Stykkis- hólmi. Þar verða 25 herbergi og rúm fyrir 50 manns og jafnvel fleiri. „Þessu húsnæði er nú ver- ið að breyta í gistiheimili sem kaþ- ólska kirkjan á Íslandi ætlar að reka. Þetta verður gistiheimili fyrir kaþ- ólikka með fullkomnu eldhúsi og svefnaðstöðu. Hér verður veit- ingasalur og þrír fundasalir. Hing- að á fólk að geta komið og unnið í sínum trúmálum og öðru. Þetta er öðrum þræði hugsað sem gisti- heimili á trúarlegum forsendum en það mun líka standa til boða fyrir aðra. Kaþólskt fólk mun þó njóta ákveðins forgangs enda rekstur- inn á vegum þeirra kirkju sem jafn- framt á húsnæðið,“ segir Þorberg- ur Bæringsson húsasmíðameistari í Stykkishólmi. Nýtt líf í gömul hús Þorbergur er eigandi trésmiðjunnar Þ.B. Borg ehf. í Stykkishólmi sem Dag ur í lífi... Jöklagrafara, vélamanns og flugvélasmiðs Nafn: Einar Steinþór Trausta- son. Fjölskylduhagir/búseta: Bý í Hátúni, Reykholtsdal. Kvæntur Sigrúnu Hjartardóttur. Starfsheiti/fyrirtæki: Rek véla- þjónustu. Áhugamál: Ferðalög og að bjarga heiminum. En eiginlega bara vinnuvélar, flugvélar og smíði þeirra. Laugardagurinn 21. febrúar 2015. Klukkan hvað vaknaðirðu og hvað var það fyrsta sem þú gerðir? Ég vaknaði, eins og vana- lega, rétt fyrir klukkan 7 og hlust- aði á fréttir og veðurfréttir. Hvað borðaðirðu í morgunmat? Í morgunmat fékk mér eðal hafra- graut sem ég geri úr músli, höfr- um, hnetum og ávöxtum, toppa svo með Swiss Miss kakói. Betri hafragrautur fæst ekki. Hvenær fórstu til vinnu og hvernig? Þar sem ég vinn sjálf- stætt byrjar vinnan oft heima fyr- ir. Fyrir átta eru ísjötnarnir, fjór- ir í þetta skipti, mættir á morgun- fundinn því við erum á leið í ís- gangagerð á Langjökli. Svo leggj- um við í hann. Hvað varstu að gera klukkan 10? Um tíuleytið erum við í góðu veðri uppi við skálann Jaka við rönd Langjökuls, búnir að skipta út jeppanum fyrir snjóbíl sem flytur okkur að ísgöngunum. Hvað gerðirðu í hádeginu? Í hádeginu, sem getur verið á bilinu 11 -15 eftir verkefnastöðu, borð- um við nestið okkar í „borðsaln- um“ okkar, þ.e. gáminum. Hvað varstu að gera klukkan 14: Þá var ég að fræsa og lengja göng- in örlítið, tommu fyrir tommu. Nú styttist í að við mætum hinu gröfugenginu og lokum hringn- um í jökulgöngunum. Er allt- af að verða spenntari að bíða eft- ir því hvort ég fæ að „tannbursta“ Tomma söngdífu með gröfunni minni, en hann er að grafa hin göngin. Hvenær hætt og það síðasta sem þú gerðir í vinnunni? Eins og oft er með sjálfstæða atvinnurekend- ur eru dagarnir langir. Þennan dag hættum við snemma, settum olíu á vélarnarnar og settum segl fyrir gangaopið. Síðan lögðum að stað af jöklinum um kl. 19 og vor- um komnir heim um kl. 21. Hvað var í kvöldmat og hver eldaði? Í kvöldmat var dýrindis kindabaka sem konan hafði eldað. Hvernig var kvöldið? Eftir kvöld- mat fór ég í stuttan tíma út í skemmu en þar er ég að smíða flugvél. Það síðasta sem ég gerði áður en ég fór að hátta var að at- huga veðurspá næsta dags. Hvað stendur uppúr eftir daginn? Dagurinn var góður, ég lifði hann af. Ísgangagerð í Langjökli er stærsta verkefni Steina um þessar mundir. Einar Steinþór Traustason, vélamaður. Kaþólsk nýbreytni í vestlenskri ferðaþjónustu er aðalverktaki breytinga og end- urbóta sem nú standa yfir eða eru fyrirhugaðar á gamla barnaheimili kaþólsku reglunnar í Stykkishólmi, vistarverum presta og nunna, ásamt kapellunni. Allar þessar bygging- ar eru hluti af þeim mannvirkjum sem fyrrum voru hluti af fasteign- um tengdum sjúkrahússrekstri og reglu St. Franciskussystra í Stykkis- hólmi. „Þetta er alls 1.300 fermetra húsnæði sem stóð að stórum hluta ónotað um árabil. Það var byggt 1963 sem barnaheimili og íbúð- ir fyrir presta. Svo yfirtók bærinn það og notaði sem leikskóla. Síð- an var byggt nýtt barnaheimili fyr- ir um 15 árum og þá var þessu hús- næði lokað. Það var bara nýtt undir geymslur og þess háttar. Kaþólska reglan keypti þetta svo aftur fyrir nokkrum misserum með því augna- miði að breyta húsinu í gistiheim- ili. Þá fór boltinn að rúlla og hús- ið er nú að fá líf á nýjan leik,“ út- skýrir Þorbergur þar sem hann sýn- ir blaðamanni Skessuhorns fram- kvæmdirnar. Mikil og góð vinna Augljóst er þegar gengið er um húsakynnin að þarna er verið að ráðast í heilmiklar framkvæmdir. Önnum kafnir handverksmenn eru víða um húsið. „Ég hugsa að þetta sé eitt af stærstu einstöku verkefn- um í byggingaiðnaði hér á Vestur- landi nú í vetur. Þetta er heilmik- ið verkefni. Við skiptum um alla glugga, allar lagnir og gólfefni. Það má segja að allt hafi verið rifið út, húsið nánast gert fokhelt og hús- ið svo innréttað alveg upp á nýtt,“ segir Þorbergur. Nú vinna tólf manns við fram- kvæmdirnar „Þetta eru allar gerðir af iðnaðarmönnum sem koma hér að; smiðir, múrarar, pípulagninga- menn, rafvirkjar og málarar. Allir eru héðan frá Stykkishólmi nema múrararnir. Ég fékk þá að sunn- an. Það er búið að vera alveg feiki- lega gaman að vinna þetta verk. Við byrjuðum að vinna við breytingar og endurbætur á húsnæðinu í októ- ber 2013 og höfum verið hér síðan. Fyrst tókum við allt í gegn að utan. Rifum gamla steniklæðningu burt og síðan var gert við múr og veggi og húsið síðan málað.“ Á að ljúka um áramót Þetta tímafreka og umfangsmikla verk er unnið í þremur áföngum. „Þeim fyrsta var lokið og skilað til verkkaupans, sem er kaþólska kirkj- an á Íslandi, um mitt síðasta ár. Það voru þrjár íbúðir sem voru innrétt- aðar í uppgerðum hluta hússins. Ein er hugsuð fyrir gesti og hinar tvær íbúðir fyrir presta sem starfa hér.“ Þorbergur segir að nú standi yfir vinna við annan áfanga. „Ég á að skila öðrum áfanga nú 15. maí næstkomandi. Það er byrjað að bóka gesti í hann frá þeim tíma. Þetta eru endurbætur á gamla barnaheim- ilinu svokallaða sem er á þrem- ur hæðum. Endurbótum á kapell- unni og systrahúsinu sjálfu, þar sem nunnurnar hafa búið, er svo einn- ig innan ramma þessa verks. Það er þriðji og seinasti áfanginn. Honum á ég að skila af mér fyrir næstu ára- mót.“ Fyrirmyndir víða um heim Þorbergur hefur fulla trú á því að kaþólskt gistiheimili í Stykkishólmi eigi eftir að njóta velgengni. Það verður á mjög góðum stað mið- svæðis í bænum og með fallegu útsýni. Stutt er í ýmsar náttúru- perlur, í alla verslun og þjónustu. Sjálf höfnin er svo steinsnar und- an. „Kaþólskir gestir er auðvitað alveg nýr markhópur í ferðaþjón- ustu hér á Vesturlandi. Í tengslum við rekstur gistiheimilisins verð- ur síðan hugsað fyrir afþreyingu. Til dæmis stendur til að koma á fót reiðhjólaleigu sem yrði hluti af starfseminni þannig að fólk á að eiga góða möguleika á að njóta um- hverfisins og útivistar. Allt á þetta eflaust góða möguleika. Svona kaþ- ólsk gistiheimili eru mjög víða úti í Evrópu og njóta þar mikilla vin- sælda.“ Samhliða gistihússrekstrinum ætla kaþólskir þó að hlúa að trú- málunum sem fyrr. „Systurnar sem hafa haft hér aðsetur frá upp- hafi flytja úr byggingunni. Skiljan- lega hentar það þeim ekki að búa innan um svona rekstur. Þær fara í gamalt hús sem stendur hér rétt við sjúkrahúsið og verður útbú- ið handa þeim. Þannig halda þær ákveðinni fjarlægð frá starfsem- inni hér þegar þetta verður orðið að gistihúsi. Kapellan verður hins vegar hér áfram eftir endurbætur. Þar verða kaþólskar messur tvisv- ar á dag eins og ávallt hefur verið,“ segir Þorbergur Bæringsson húsa- smíðameistari. mþh Hér má sjá fasteignirnar sem verið er að endurbæta. Til vinstri er kapellan, fyrir miðju er gamla barnaheimilið sem nú verður gistiheimili með 25 herbergjum. Yst til hægri eru svo prestaíbúðir og fleira. Þorbergur Bæringsson húsasmíðameistari á og rekur trésmiðjuna Þ.B. Borg ehf. í Stykkishólmi sem er aðalverktaki við endurbæturnar. Systur St. Franciskusreglunnar flytja í þetta gamla hús sem stendur við sjúkrahúsið sem er hér í bakgrunni.

x

Skessuhorn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.