Skessuhorn


Skessuhorn - 25.02.2015, Side 19

Skessuhorn - 25.02.2015, Side 19
19MIÐVIKUDAGUR 25. FEBRÚAR 2015 „Kom að því að ég þyrfti á þessari þjónustu að halda“ Spjallað við Skúla Alexandersson sem nýkominn er á Hrafnistu í Hafnarfirði Hér á árum áður biðu margir með spenningi stjórnmálaumræðna í þinginu sem kenndar voru við eld- húsdag. Trúlega hefur áhugafólki um það útvarps- og sjónvarpsefni fækkað talsvert í seinni tíð, kannski mjög. Margir tala um að gömlu stjórnmálamennirnir hafi verið miklu litríkari en þeir sem eru á þingi í dag. En kannski er þetta eitt af því úr minningunni sem gull- bjarma slær á. Þeir áttu það til að rífa kjaft sumir í ræðustól í þinginu og ef minni blaðamanns förlast ekki þá var Skúli Alexandersson frá Hellissandi einn af þeim. Núna er Skúli nánast einn eftir af þess- um gömlu kempum. „Guðni var reyndar líka með mér í þinginu,“ segir Skúli og hlær sínum dillandi hlátri þar sem blaðamaður Skessu- horns situr á spjalli við hann upp á þriðja hæð á dvalarheimilinu Hrafnistu í Hafnarfirði. Þang- að flutti Skúli ásamt konu sinni Hrefnu Magnúsdóttir fyrir tæpum mánuði. Við erum aðeins að drepa á lífsferil Skúla og blaðamaður rek- ur leiðina í megindráttum, frá Ár- neshreppi á Ströndum, á Hellis- sand og í Hafnarfjörð. Þetta hljóta að vera viðbrigði núna? „Nei, ekki svo. Hérna líður okkur vel og það er vel um fólk hugsað. Ég er nú að verða níræður þannig að það hlaut að koma að því að ég þyrfti á þess- ari þjónustu að halda eins og aðr- ir,“ segir Skúli um leið og hann teygir sig í hljóðtakkann á útvarp- inu. Það eru komnar fréttir og enn má helst ekki missa af neinu sem er að gerast. Skúli hefur verið með puttann á slagæð atvinnulífsins frá því hann var smágutti á síldarplön- unum í Djúpuvík og alveg fram undir þetta. Úr síldinni í Samvinnuskólann Skúli fæddist og ólst upp á jörð- inni Kjós þar sem Djúpuvíkur- þorpið byggðist upp. „Ég var bara smástubbur þegar ég fór að venja komur mínar á síldarplönin og þar í grennd. Þetta var allt sam- an óskaplega spennandi fyrir lítinn dreng og bestu árin í Djúpuvík en svo fór að halla undan fæti. Síðast held ég að hafi verið brætt í verk- smiðjunni 1952 og þá karfi,“ seg- ir Skúli. Það sama ár fluttist hann reyndar til Hellissands 26 ára gam- all en í millitíðinni gerðist ýmislegt hjá honum. Skúli var á síld og síld- arbátum meðan þetta silfur hafsins hélt sig í Hvalfirðinum og á sund- unum við Reykjavík. Meðal ann- ars var hann á bátnum Sigrúnu frá Akranesi en hann var líka á síldinni fyrir norðan. „Ég fór í Samvinnu- skólann sem þá var í Reykjavík. Það þótti mjög góð menntun og flestir litu á það sem undirbúning fyrir að verða kaupfélagsstjórar eða starfa hjá samvinnuhreyfingunni. Ég var nú ekki endilega að slægjast eftir því,“ segir Skúli. Að loknu námi í Samvinnuskólanum réði hann sig til starfa hjá því kaupfélagi sem í dag er stórveldi, Kaupfélagi Skag- firðinga. Á Króknum starfaði Skúli sem verslunarmaður 1951-1952. Þá flutti hann vestur á Hellissand þar sem hans ævivettvangur hefur verið að stærstum hluta. Nóg að sýsla fyrir ungt fólk Spurður hvað hafi komið til að hann fluttist á Hellissand segir Skúli að það hafi gerst í gegnum vin sinn og æskufélaga úr Reykjafirð- inum, Matthías Pétursson, en þeir voru samnemendur í Samvinnu- skólanum. „Matthías fór eftir nám til Svíþjóðar og starfaði þar. Nú var búið að ráða hann kaupfélagsstjóra á Hellissand. Hann hafði ekki reynslu af starfi fyrir kaupfélög- in en það hafði ég, þannig að hann vildi fá mig með sér vestur. Ég starfaði hjá Kaupfélagi Hellissands í þrjú ár. Síðan tók ég þátt í því ásamt fleirum að kaupa 50 tonna mótorbát og starfaði að útgerðinni í nokkur ár. Ég tók svo við starfi framkvæmdastjóra Útgerðarfélags- ins Jökuls af Matthíasi Péturssyni 1961 og veitti því félagi forstöðu í 30 ár eða þangað til því var lokað.“ Þegar Skúli er spurður hvernig hafi verið að koma á Hellissand á sínum tíma, segir hann að það hafi verið gott og nóg að sýsla fyrir ungt fólk. „Kaupfélagið var öflugt á þessum tíma og með meginþorra verslunar á svæðinu. Það voru líka breyting- ar í aðsigi sem styrktu atvinnulíf- ið á svæðinu. Stórskipahöfnin í Rifi var að byggjast upp og á skömm- um tíma breyttist útgerðin frá því að vera trilluútgerð í stærri mótor- og dekkbáta.“ Fólkið kaus hann aftur og aftur Skúli segist frá unga aldri hafa haft mikinn áhuga á stjórnmálum. Að- hyllst Sósíalistaflokkinn og Æsku- lýðsfylkinguna meðan hann nam í Samvinnuskólanum í Reykja- vík. „Svo eftir að ég kom vestur mynduðum við grúppu kratar og allaballar og buðum fram lista til sveitarstjórnar í Neshreppi utan Ennis eins og sveitarfélagið hét þá. Við náðum meirihlutanum og ég varð oddviti 1954 og samfleytt til 1966. Eftir það var ég oddviti í tvö tímabil tæp, seinasta árið mitt í oddvitastarfinu var 1981,“ seg- ir Skúli. Þegar hann er spurð- ur hvernig íbúarnir hafi svo tek- ið þessum manni sem sífellt var að skipta sér af ýmsu bæði til lands og sjávar, segir Skúli og hálfhlær. „Ja, þeir tóku því þannig að þeir kusu mig aftur og aftur. Ég þurfti ekki að kvarta undan baklandinu, enda varð það að vera sterkt þegar staðið var í baráttunni með að fá fjárveit- ingar til að halda áfram uppbygg- ingu hafnarinnar í Rifi og sitthvað fleira.“ Það er ekki nóg með að Skúli væri þaulsetinn í sveitarstjór- ninni heldur var hann líka kosinn til starfa á Alþingi. „Ég var fyrst kosinn á þing fyrir Alþýðubanda- lagið 1979 og var á þingi til 1991. Ég hafði reyndar verið inni á þingi meira og minna frá 1971 til 1979, sem varamaður Jónasar Árnasonar. Jónas var þá tíma og tíma bæði að sinna störfum fyrir landsstjórnina með setu á allsherjarþingi Samein- uðu þjóðanna og líka að vinna að sínum revíum og leikritum. Hann var til dæmis að ganga frá Jörundi á þessum tíma.“ Þingið orðið allt annar vinnustaður Skúli segir að þátttaka sín í atvinnu- lífinu hafi verið besti skólinn við setu á Alþingi. Hann segir margt breytt í þinginu frá því hann var þar. „Breytingarnar eru svo miklar að þetta er ekki sami vinnustaður- inn og var. Síðustu árin mín á þingi var það í farvatninu að við fengj- um eigin skrifstofu. Aðstaða þing- manna var ekki betri en svo. Núna eru allir með sínar skrifstofur og aðstoðarfólk til að undirbúa þing- mál. Að því leyti er auðveldara að vinna þingmál nú og þá. Á móti kemur að kjördæmin eru stærri og leiðinlegri en þau voru. Samskipt- in eru ekki eins mikil við íbúana, sveitarstjórnir og fleiri sem við gát- um ræktað ágætlega samband við í minni og fámennari kjördæmum,“ segir Skúli. Hann hefur eins og áður segir alltaf verið með púlsinn á slagæð atvinnulífsins og fylgst þar grannt með þróuninni. Í takt við það hefur hann helgað ferða- þjónustunni starfskrafta sína síð- ustu áratugina. Hann hafði meðal annars forustu um að byggja Hót- el Hellissand. „Eftir að ég hætti á þingi og hjá Jökli hef ég notið þess að vera „freelands“ og ekki verið rígbundinn í starfi. Ég hef mikið snúist í kringum ferðaþjónustuna og það hefur verið mjög skemmti- legt.“ Mikil og góð afþreying í boði Skúli segist mjög sáttur með lífið og tilveruna þaðan sem hann horfir yfir sviðið af þriðju hæð Hrafnistu í Hafnarfirði. „Þetta eru góðar stofn- anir og vel hugsað um fólkið. Hér er boðið upp á ýmislegt. Fólk getur farið í sund, í leikfimi og hérna er mikil spilamennska. Sumir segja að það verði að líta eftir því að missa ekki af neinu. Hér er mikil og góð afþreying í boði. Svo má búast við einhverjum gestagangi en ekki er farið að reyna á það ennþá. Annars er fólkinu að fækka sem ég þekki, það eru svo margir farnir. Nú kem- ur það fyrir að á fjölmennum sam- komum þekki ég varla kjaft,“ segir Skúli og aðeins virðist örla á því að hann sakni gamalla og góðra daga í samfélaginu fyrir vestan. Vildi stærri sameiningu En hvernig líst Skúla á framtíð síns gamla byggðarlags á Snæfellsnesi? „Undirstöðuatvinnugreinarnar, sérstaklega sjávarútvegurinn, eru sterkar á Snæfellsnesi. Ferðaþjón- ustan er líka stöðugt að eflast og á mikla framtíð fyrir sér. Ég var baráttumaður fyrir því að sveitar- félögin sameinuðust og varð fyr- ir vonbrigðum að Grundarfjörð- ur og Stykkishólmur kæmu ekki inn í sameininguna þegar Snæfells- bær varð til. Ég held að samein- að sveitarfélag á Snæfellsnesi, sem yrði það annað stærsta á Vestur- landi, gæti gefið slagkraft til auk- innar uppbyggingar á svæðinu. Ég býst við að fyrr en seinna þurfi fólk að fara að huga að því. Við þurfum að standa saman, það gerir okk- ur sterkari. Fjölbrautaskólinn er gott dæmi um það og mjög mikil- vægt að við getum varið alla starf- semi á svæðinu og eflt hana. Öðru- vísi fjölgar fólkinu ekki eða byggð- in eflist.“ þá Skúli Alexandersson á Hrafnistu í Hafnarfirði. Aðalbygging DAS, Hrafnistu í Hafnarfirði. Mikið úrval jeppadekkja All-terrain AT Bravo AT-771Open Country AT Umboðsmenn um allt land Hjólbarðaverkstæði Bílabúðar Benna, Tangarhöfða 8 S: 590 2045 Bílar og dekk 578 2525 Akranes Bílabær 437 1300 Borgarnes Bifreiðaþjónustan 437 1192 Borgarnes Dekk og smur 438 1385 Stykkishólmur G.Hansen dekkjaþj. 436 1111 Ólafsvík K.M.þjónustan 434 1611 Búðardalur

x

Skessuhorn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.