Skessuhorn - 25.02.2015, Blaðsíða 20
20 MIÐVIKUDAGUR 25. FEBRÚAR 2015
Íbúaþing um
íþrótta og
frístundamál
HVALFJ.SV: Fræðslu- og
skólanefnd Hvalfjarðarsveitar
hefur boðað til íbúaþings vegna
stefnumótunarvinnu í íþrótta-
og frístundamálum. Þingið verð-
ur haldið laugardaginn 7. mars í
Heiðarskóla. Í tilkynningu seg-
ir að tilgangurinn með því sé
að kalla fram sjónarmið og hug-
myndir íbúa varðandi íþrótta- og
frístundamál í sveitarfélaginu en
unnið er að stefnumótun í mála-
flokknum. Á íbúaþinginu mun
meðal annars verða leitast við að
svara spurningum eins og hvern-
ig íbúar vilja að starfsemi vinnu-
skólans sé, hvernig sveitarfélagið
eigi að reka frístundaheimili fyrir
yngsta stig grunnskólans eftir að
hefðbundnum skólatíma lýkur,
hverjar áherslurnar eigi að vera í
starfsemi félagsmiðstöðvar ung-
linga, hvernig efla megi þátttöku
barna og unglinga í íþróttastarfi
og hvernig efla megi almenn-
ingsíþróttir. –þá
Flestum kærum
vegna skipulags
hafnað
STYKKISH: Á fundi bæjar-
ráðs Stykkisólms sl. fimmtudag
var kynnt niðurstaða úr fjórum
kærumálum sem skotið var til úr-
skurðarnafnar um umhverfis- og
auðlindamál. Kærurnar snerust
um skipulagsmál, flestar vegna
ákvörðun bæjarstjórnar frá 19.
maí 2011. Mál er snerti deili-
skipulag fyrir hesthúsasvæðið
Fákaborg var úrskurðað Stykkis-
hólmsbæ í vil og hafnað kröfu um
ógildingu skipulagsins. Sömu-
leiðis var hafnað kröfu kæranda
um ógildingu á ákvörðun bæjar-
stjórnar um að samþykkja deili-
skipulag á Þinghúshöfða í Stykk-
ishólmi vegna Bókhlöðustígar 9,
en kærunefndin féllst á kröfu kær-
enda að deiliskipulag á Þinghús-
höfða er felld úr gildi er lýtur að
stofnun nýrrar lóðar 4a við Skóla-
stíg. Þá var hafnað kröfu kæranda
um ógildingu á ákvörðun bæjar-
stjórnar Stykkishólmsbæjar frá
30. janúar 2014 um stækkun á lóð
Silfurgötu 15, en þá var gefið út
nýtt lóðarblað. –þá
Verulegar
ofskynjanir af
hassíss
VESTURLAND: Ungt par
sem nýverið ætlaði að krydda
tilveruna í sumarbústað í Borg-
arbyggð, með því að útbúa sér
kannabis-ís eftir uppskrift af
internetinu, beit heldur betur
úr nálinni þegar það byrjaði að
gæða sér á ísnum. Kærastinn var
fljótlega kominn úr öllum föt-
unum og farinn að hlaupa um
nakinn utandyra með slíkar of-
skynjanir að hann vissi ekkert í
sinn haus. Kærustunni var orð-
ið mjög óglatt og var hún orð-
in hrædd um geðheilsu þeirra
beggja. Var því hringt eftir lög-
reglu og læknisaðstoð. Lagði
lögreglan hald á það sem eft-
ir var af þessum hassís og sendi
hann til frekari rannsóknar en þá
þegar hafði komið fram að hann
var ekki par góður né hollur til
neyslu hvað þá ofneyslu, að því
er fram kemur í dagbók lögregl-
unnar á Vesturlandi. Eftir lækn-
isskoðun var parinu komið til
síns heima því ekki þótti ráðlegt
að þau væru lengur ein í sumar-
bústaðnum. –þá
Þegar þér hentar á:
www.skessuhorn.is
Ólína á Arnarstapa.
Háskólinn á Bifröst.
Vélbáturinn Kári.
Samfés á Vesturlandi.
Landbúnaðarháskóli Íslands.
Skipavík í Stykkishólmi.
HINT háskólinn í kynningarferð
Dagana 9.-13. mars næstkomandi
munu fulltrúar frá HINT háskólan-
um í Noregi vera á ferð og flugi um
Ísland að kynna háskólanám í tölvu-
leikjahönnun og margmiðlun. Þetta
er þriðja árið í röð sem fulltrúar há-
skólans koma til landsins að kynna
námið en nú þegar eru yfir tuttugu
íslenskir nemendur við háskólann.
Ekkert sambærilegt nám er í boði
á Íslandi og hafa Íslendingar sýnt
náminu mikinn áhuga. Kynningar-
fundir verða meðal annars haldn-
ir á þessum stöðum: Þriðjudag-
ur 10. mars kl. 10:30 í Fjölbrauta-
skóla Snæfellinga og kl. 14:40 þann
sama dag í Fjölbrautaskóla Vestur-
lands Akranesi. Norskt háskólanám
er ókeypis ef frá eru talin 12.000
króna annagjöld. Nám af þessu tagi
hleypur víða annarsstaðar á milljón-
um króna. HINT háskólinn er vel
tækjum búinn og kennarahópurinn
er alþjóðlegur og býr yfir margra
áratuga reynslu af svo til öllu sem
tengist bæði tölvuleikjahönnun og
margmiðlunartækni. Nemendur fá
að nokkru marki að velja sér áhuga-
svið og því finna allir eitthvað við sitt
hæfi. Meðal viðfangsefna nemenda
er þrívíddarteikning, kvikmyndun,
ljósmyndun, hljóðvinnsla, forritun,
leikstjórn, framleiðsla og ritstjórn,
svo nokkuð sé nefnt, segir í tilkynn-
ingu vegna heimasóknar fólksins frá
HINT háskólanum. þá
Veitingasalan opnuð aftur á Hótel
Rjúkanda við Vegamót á Snæfellsnesi
Búið er að opna aftur veitingasöl-
una á Hótel Rjúkanda við Vegamót
á Snæfellsnesi. Hún var lokuð um
jól, áramót og í janúar vegna end-
urbóta. „Við opnuðum hér aftur 1.
febrúar eftir verulegar endurbætur
á eldhúsi, afgreiðslu og veitingasal.
Það má segja að þetta sé nú komið
í svona kaffihúsastíl. Hér erum við
líka með móttöku fyrir hótelið sem
við opnuðum í fyrra og rúmgóðan
funda- og samkomusal hér rétt fyr-
ir innan,“ sagði Hrefna Birgisdótt-
ir einn af eigendum Hótel Rjúkanda
við blaðamann Skessuhorns sem átti
leið um Vegamót á fimmtudag í síð-
ustu viku. Það var um hádegisleyt-
ið og töluverður erill í nýuppgerðu
húsinu. Fjöldi gesta var í mat, bæði
erlendir og innlendir ferðalangar.
Greinilegt er að vetrarferðamennska
færist stöðugt í vöxt á Vesturlandi.
„Við erum með heitan mat í há-
deginu og verðum svo með stærri
matseðil á kvöldin. Annars verð-
ur hægt að fá hér bæði súpur, sam-
lokur, hamborgara og þess háttar.
Það verður opið alla daga vikunnar.
Núna yfir veturinn ef það er rólegt
höfum við þó lokað milli klukkan
14 og 17 ef það er rólegt. Það verð-
ur svo lokað klukkan 20:00 á kvöld-
in nema það sé eitthvað sérstakt um
að vera svo sem hópar á ferð. Í gær-
kvöldi var til að mynda opið til kl.
23 af því að hér var fundur,“ sagði
Hrefna í stuttu hléi frá framreiðslu-
störfum og afgreiðslu.
Í fyrravor opnaði Hrefna og fjöl-
skylda hennar nýtt Hótel Rjúkanda
á Vegamótum með 13 vel búnum
herbergjum. Hrefna segir rekstur
þess hafa gengið vel. „Hótelið hjá
okkur er búið að ganga alveg þokka-
lega vel nú í febrúar og ágætar bók-
anir út mánuðinn. Febrúar verð-
ur betri hjá okkur en nóvember svo
dæmi sé tekið. Hins vegar stefnir í
aðeins minna nú í mars en þetta lof-
ar allt góðu. Þetta eru mest útlend-
ingar á ferð sem koma hingað núna
á þessum árstíma. Það er allavega al-
veg hægt að reka hér hótel yfir vet-
urinn. Sumarið í fyrra var bara mjög
fínt þó okkur hefði verið sagt að hafa
ekki of miklar væntingar þar sem við
værum að byrja.“
mþh
Veitingasala og móttaka Hótel Rjúkanda við Vegamót hefur nú verið opnuð á nýjan leik sem veitingastaður við þjóðveginn.
Þar er einnig sem fyrr gisting í 13 herbergjum í nýju húsnæði sem opnað var í fyrra.
Hrefna Birgisdóttir ásamt Gabriel Franch tengdasyni sínum við afgreiðslu í nýju
veitingasölunni.