Skessuhorn


Skessuhorn - 25.02.2015, Qupperneq 30

Skessuhorn - 25.02.2015, Qupperneq 30
30 MIÐVIKUDAGUR 25. FEBRÚAR 2015 Hvernig finnst þér veturinn hafa verið til útivistar? Spurning vikunnar (Spurt á Akranesi) Steinþór Jóhannsson: Hundleiðinlegur. Óskar Finnsson: Langur og leiðinlegur. Valdimar Þorvaldsson: Slæmur. Annabella Albertsdóttir og Ísa- bella Sigrún: Annabella: Mjög leiðinlegur. Ísabella: Ágætur. Hildur Sigvaldadóttir: Ömurlegur. Helgarnar 10.- 12. og 17.- 19. apríl í vor verða haldin námskeið í hestabogfimi á vegum íþrótta- félagsins Freyju í reiðhöll Eld- hesta í Ölfusi. Hestabogfimi er forn asísk bardagalist sem byggist á jafnvægi milli hins líkamlega og andlega í samskiptum manns og hests. Kennari er hin heimsþekkta Pettra Engeländer sem rekur sinn eigin skóla, Independent Euro- pean Horseback Archery, í Þýska- landi. Námskeiðin eru bæði ætluð börnum og fullorðnum. Reynsla af bogfimi er ekki skylda og þátt- takendur þurfa ekki að vera reynd- ir knapar. Hægt er að koma með eigin hest á námskeiðið eða fá lánaðan á staðnum. Þátttakend- ur koma til með að gera jafnvæg- isæfingar bæði á jörðu og á baki, kenna hestinum að venjast sínu nýja hlutverki og læra að skjóta af boga, fyrst á jörðu niðri og svo ríðandi. Enn eru örfá sæti laus á námskeiðin og geta áhugasamir séð meira á Facebook undir: „Ice- land Horseback Archery“ -fréttatilkynning Hreystivikunni í Grundarfirði lauk á sunnudaginn. Þá bauð Lions- klúbbur Grundarfjarðar í sam- starfi við Heilbrigðisstofnun Vest- urlands upp á ókeypis blóðsykurs- mælingu og blóðþrýstingsmælingu. Voru Grundfirðingar duglegir að nýta sér það í íþróttahúsi bæjarins. Einnig var Golfklúbburinn Vestarr með golfkennslu fyrir byrjendur í salnum. Flott framtak hjá Grund- arfjarðarbæ til að efla fólk til heil- brigðara lífernis. Svo er bara að skora á íbúa að halda hreystiátakinu áfram hinar 51 vikuna. tfk Inga Elín Cryer sundkona frá Akranesi keppti á Gullmóti KR sem fram fór um miðjan mán- uðinn. Hún æfir nú og keppir með sund- félaginu Ægi. Á mótinu keppti hún í þremur greinum; 50m flugsundi, 100m flugsundi og 400m skriðsundi. Hún vann allar sínar grein- ar og setti mótsmet í 400m skriðsundi. Hún var jafnframt stigahæsti einstaklingurinn á mótinu. Inga Elín er að undirbúa sig fyrir kom- andi tímabil og er á mjög erfiðum æfingum um þessar mundir, og ganga þær vel að henn- ar sögn. Það sem framundan er á þessu ári er Íslansmeistaramótið í apríl. Þá verða Smá- þjóðaleikarnir haldnir hér á landi í júní og mun hún taka þar þátt. Loks er Inga Elín að stefna á að ná lágmörkunm fyrir HM í 50m laug sem haldið verður í Kazan í ágúst. Loks stefnir hún að lágmörkum fyrir Ólympíuleikana en kynnt verður í mars hver þau verða. Sem fyrr eru því spennandi tímar framundan hjá þessari knáu sundkonu af Skaganum. mm Helgi Jóhannesson landsliðsþjálfari í bad- minton hefur tilkynnt val á u-17 ára landsliði Íslands sem tekur þátt í Victor OLWE mótinu í Antwerpen í Belgíu 4.-6. apríl næstkomandi. Badmintonfélag Akraness á fulltrúa í liðinu. Það er hinn efnilegi Steinar Bragi Gunnars- son sem státar af góðum árangri á badmin- tonvellinum. Hann var meðal ungs og efni- legs badmintonfólks úr BA sem valinn var í úrvals- og landsliðhóp á síðasta ári. þá Aðalfundur Knattspyrnufélags ÍA var haldinn í síðustu viku í hátíð- arsalnum að Jaðarsbökkum. Góð mæting var á fundinn og umræður fjörugar. „Starf félagsins var blóm- legt á síðasta ári. Meistaraflokk- ur karla vann sér aftur sæti í efstu deild, meistaraflokkur kvenna féll úr efstu deild en þær eru staðráðn- ar í að vinna sig aftur upp á þessu ári. Þrír Íslandsmeistaratitlar og einn bikarmeistaratitill komu í hús í yngri flokkunum. 3. flokkur karla b-lið, 4. flokkur kvenna b-lið og 5. flokkur karla d-lið urðu öll Íslands- meistarar og 2. flokkur kvenna varð bikarmeistari með sameigin- legu liði Þróttar í Reykjavík,“ segir Haraldur Ingólfsson framkvæmda- stjóri. Hann segir að mjög margt fróðlegt hafi verið í gangi í fé- laginu á síðasta ári og mörg spenn- andi verkefni framundan. Lesa má nánar um það í ársskýrslu sem að- gengileg er á heimasíðu KFÍA. Magnús Guðmundsson formað- ur félagsins setti aðalfundinn og byrjaði á að minnast Helga Daní- elssonar, heiðursfélaga KFÍA, sem lést á síðasta ári. Magnús fór síð- an yfir skýrslu stjórnar. Haraldur Ingólfsson framkvæmdastjóri fór yfir ársreikning félagsins 2014 og áætlun fyrir yfirstandandi ár. Eft- ir að kosið hafði verið í stjórnir og ráð, kynnti Sævar Freyr Þráins- son varaformaður stefnumótunar- vinnu sem staðið hefur yfir allt síð- asta ár. Gunnlaugur Jónsson, þjálf- ari meistaraflokks karla, fór yfir stöðu liðsins. Fór hann yfir hvern- ig æfingar hafa gengið og og hvaða leikmenn hafa farið og hverjir komið á síðustu mánuðum. Loks lýsti hann yfir ánægju sinni með að fá Guðmund Hreiðarsson sem markmannsþjálfara félagsins og Viðar Halldórsson íþróttafélags- fræðing til starfa í kringum starf meistaraflokks og félagsins í heild. Viðar var síðan sjálfur með áhuga- verða kynningu á aðkomu sinni að félaginu. Hann fór ítarlega yfir þá sýn sem hann hefur í sínu starfi og hvernig aðkoma hans yrði að starf- inu hjá meistaraflokkum og yngri flokkum KFÍA við að vinna með hugarfar leikmanna og aðstoða á því sviði. Rekstrarhagnaður KFÍA á síðasta ári var 400 þúsund krónur og því mikill viðsnúningur eftir 18 millj- óna króna tap árið 2013. Heild- arvelta félagsins var 147 milljón- ir samanborið við 191 milljón árið áður. Áætlað er að velta félagsins árið 2015 verði um 160 milljónir. Breytingar í stjórnum Magnús Guðmundsson var endur- kjörinn formaður félagsins. Með honum í aðalstjórn voru kosn- ir Sævar Freyr Þráinsson, Bjarn- heiður Hallsdóttir, Berglind Þrá- insdóttir, Ólafur Ingi Guðmunds- son og Örn Gunnarsson. Til vara voru kosin Dýrfinna Torfadóttir og Viktor Elvar Viktorsson. For- maður Uppeldissviðs var kosinn Lárus Ársælsson og með honum Arnbjörg Stefánsdóttir, Jóhann- es Hjálmar Smárason, Rannveig Lydia Benediktsdóttir og Rann- veig Guðjónsdóttir. Til vara Guð- mundur Páll Jónsson og Krist- rún Marteinsdóttir. Í kjörnefnd voru kosin Gísli Gíslason, Jóhanna Hallsdóttir og Magnús Daní- el Brandsson. Í fagráð voru kosin Sturlaugur Sturlaugsson, Hrefna Ákadóttir og Karl Þórðarson. mm/hi Víkingur í Ólafsvík hefur að undanförnu ver- ið að styrkja leikmannahópinn fyrir komandi sumar í 1. deild karla í fótbolta. Nýjasti liðs- maður þeirra er Guðmundur Reynir Gunnars- son sem á að baki langan og farsælan feril með KR. Þá hefur Víkingur einnig endurnýjað samning við Björn Pálsson sem í nokkur sum- ur hefur verið lánsmaður frá Stjörnunni og var síðasta sumar fyrirliði Víkingsliðsins. Þeir voru báðir í byrjunarliði Víkings í fyrsta leik liðsins í deildarbikarkeppninni, Lengjubikarnum. Leik- ið var gegn Þrótti í Akraneshöllinni síðastlið- inn laugardag og lauk leiknum með 1:1 jafnt- efli. Staðan var markalaus í hálfleik en Þróttar- ar komust yfir í upphafi seinni hálfleiks. Þrett- án mínútum fyrir leikslok jafnaði Eyþór Helgi Birgisson fyrir Víkinga. Víkingar eiga erfitt verkefni fyrir höndum þeg- ar þeir mæta FH-ingum í Akraneshöllinni nk. sunnudag í Lengjubikarnum. þá Steinar Bragi valinn í U17 landsliðið Inga Elín var stiga­ hæst á Gullmóti KR Víkingur styrkir sínar herbúðir Formlegri hreystiviku lokið í Grundarfirði Þrýstingurinn mældur hjá Guðmundi Smára. Tekið á því í golfinu. Uppdreginn bogi og ör á streng. Áhugavert námskeið í hestabogfimi haldið á Suðurlandi Viðsnúningur varð í rekstri KFÍA Svipmynd af fundargestum. Ljósm. kfia.is

x

Skessuhorn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.