Skessuhorn - 11.03.2015, Side 6
6 MIÐVIKUDAGUR 11. MARS 2015
Varavegi illa
viðhaldið
SKÓGARSTRÖND: Mik-
il ófærð og erfiðleikar voru á
Holtavörðuheiði á sunnudag,
fjöldi björgunarsveitarmanna
var að störfum allan daginn,
og margir bílar fastir. Eftir að
heiðinni var lokað um fimm-
leytið á sunnudag var umferð-
inni beint yfir Laxárdalsheiði
og um Heydal. Engu að síður
var fólki komið fyrir í Reykja-
skóla og félagsheimlinu Ás-
byrgi á Laugarbakka en um
300 gistu á þessum stöðum.
Halldís Hallsdóttir á Bíld-
hóli við Heydalsveg, þar sem
gatnamótin eru inn á Skóg-
arstrandarveg, segir að mikil
umferð hafi verið um veginn.
„Það er oft hér mikil umferð
en samt eins og aldrei megi
minnast á þessa vegi. Þeim er
mjög illa við haldið en þykir
sjálfsagt að nota þá þegar aðrir
vegir eru lokaðir, en svo henda
þeim þess á milli,“ segir Hall-
dís. Hún er ósátt með hvað
Heydalsvegi og Skógarstrand-
arvegi er gefinn lítill gaumur
og illa viðhaldið.
-þá
Skothvellir hjá
meindýraeyði
SNÆFELLSNES: Lögregl-
unni var tilkynnt í liðinni viku
um að það væru líklega nokkr-
ar dínamítstúpur með kveiki-
þræði í vegkantinum á Vatna-
leiðinni. Lögregla fór strax á
staðinn og ljósmyndaði túp-
urnar. Þær reyndust við grein-
ingu sérfræðinga að sunnan
vera leifar frá skoteldatertu
sem ekki hafði tekist að nota
um áramótin og einhverra
hluta vegna hafði endað þarna
út í vegarkantinum. Lögregl-
an bleytti vel í þessum sko-
teldaleifum og fór með þær
á förgunarstöð. Þá var lög-
reglu tilkynnt um skothvelli á
hafnarsvæðinu í Grundarfirði
í vikunni. Í ljós kom að þar
var meindýraeyðir að störfum
sem hafði öll sín leyfi í lagi en
gleymdi að láta lögregluna vita
fyrirfram um hvað til stóð.
–þá
Athugun með
forskóla
GRUNDARFJ: Bæjar-
ráð Grundarfjarðar hefur að
beiðni bæjarstjórnar gert til-
lögu að skipan starfshóps
og skilgreint verkefni hans.
Starfshópurinn skal fara yfir
hvort heppilegt sé að setja á
stofn forskóla fyrir leikskóla-
börn. Hópurinn kanni hvernig
staðið hefur verið að slíku fyr-
irkomulagi hjá öðrum sveitar-
félögum, gerð verði könnun
meðal foreldra og húsnæðis-
mál skoðuð. Starfshópurinn
geri tillögur um aðgerðir á
grundvelli vinnu sinnar. Nið-
urstaða skal byggjast á faglegri
vinnu og því hvað best sé fyrir
börnin. Miðað er við að tillög-
ur liggi fyrir í lok aprílmánaðar
næstkomandi. Bæjarráð legg-
ur til að starfshópurinn verði
skipaður þeim Sveini Elin-
bergssyni, sem verði formað-
ur, Björgu Karlsdóttur, Gerði
Ólínu Steinþórsdóttur, Sig-
ríði G. Arnardóttur, Guðrúnu
Jónu Jósepsdóttur og einum
fulltrúa frá leikskólaráði.
–þá
Kylfan reyndist
kústskaft
VESTURLAND: Tilkynnt var
til lögreglunnar á Vesturlandi að
piltur væri hlaupandi á eftir öðrum
með kylfu á lofti á Akranesi. Við
athugun kom í ljós að tveimur vin-
um hafði sinnast og náðist að tala
þá til. Sögð kylfa reyndist svo vera
kústskaft þegar til kom. Alls urðu
tólf umferðaróhöpp í umdæmi
lögreglunnar á Vesturlandi í lið-
inni viku. Þar af voru tvær rút-
ur sem að fóru útaf, önnur í roki
á Fiskilækjarmelum en hin í hálku
við hótel Glym í Hvalfirði. Minni-
háttar meiðsli urðu er rúturnar
fóru útaf, en einn farþeginn, full-
orðinn maður, viðbeinsbrotnaði er
hann var á gangi á vettvangi eftir
að óhappið varð. Einn ökumaður
sem ók áberandi hratt á þjóðvegin-
um í gegnum umdæmið var stöðv-
aður af lögreglunni. Við athugun
kom í ljós að hann hafði ekki ein-
ungis gerst brotlegur með því að
aka of hratt því hann var einnig
án ökuréttinda og auk þess undir
áhrifum fíkniefna. Hraðamynda-
véla- og sektadeild lögreglunnar á
Vesturlandi hefur afgreitt rúmlega
4000 sektir fyrir of hraðan akstur
frá áramótum en embættið er með
flestar hraðamyndavélar landsins á
sinni könnu.
–þá
Illa útbúnir
ferðamenn
VESTURLAND: Illviðrasamt
hefur verið á Vesturlandi að und-
anförnu. Því fylgir aukið álag hjá
lögreglunni sem og björgunar-
sveitum. Auk landans sem lendir í
vandræðum þá er þar að auki ótrú-
legur fjöldi erlendra ferðamanna á
ferðinni í óveðri og illfærð og það
jafnvel á ólíklegustu stöðum. Eru
margir þeirra án nægjanlegs skjól-
fatnaðar illa útbúnir til vetrarferða.
Sumir virðast ekki gera greinar-
mun á vegum og slóðum og ana
því oft út í ófærur og festa sig. Ein-
um erlendum ökumanni var kom-
ið undir læknishendur eftir að lög-
reglan hafði komið honum til að-
stoðar og var hann orðinn blaut-
ur, kaldur og blár í framan, að sögn
lögreglu. –þá
SK
ES
SU
H
O
R
N
2
01
5
Bæjarstjórn Akraness samþykkti nýlega reglur vegna sjóðs sem veitir styrki til viðhalds fasteigna á
Akranesi. Hlutverk sjóðsins er að veita styrki til endurgerðar eða viðgerða á ytra byrði húsnæðis eða
öðrum mannvirkjum á Akranesi til að bæta ásýnd ákveðinna svæða í umdæmi Akraneskaupstaðar.
Fasteignaeigendur við Skólabraut og Kirkjubraut að Merkigerði geta sótt um styrk á þessu ári.
Opnað hefur verið fyrir umsóknir og skal sótt um rafrænt á heimasíðu Akraneskaupstaðar á þar til gerðu
eyðublaði. Með umsókninni skal fylgja greinargóð verklýsing/teikningar af fyrirhuguðum framkvæmdum
ásamt kostnaðaráætlun.
Umsóknarfrestur er til og með 3. apríl. Fyrirspurnir skulu berast til skipulags- og umhverfissviðs í
síma 433 1000 eða í tölvupósti á akranes@akranes.is.
Umsækjendur eru hvattir til þess að kynna sér reglur sjóðsins á heimasíðu
Akraneskaupstaðar. Einnig er umsækjendum bent á hugmyndavinnu Kanon arkitekta
um svæðið í kringum Akratorg en þær er að finna á vef Akraneskaupstaðar.
Styrkir vegna viðhalds fasteigna á Akranesi
Auglýst eftir umsóknum
„Ég býst við að mikill tími á fund-
unum fari í að kynna nýja upp-
byggingars jóð-
inn. Þessum sjóði
er fyrst og fremst
ætlað að ein-
falda og samhæfa
styrki til byggða-
aðgerða í nýsköp-
un og menning-
armálum á Vest-
urlandi eins og
álíka sjóðum sem
stofnaðir verða í öðrum landshlut-
um við gerð nýrrar sóknaráætlunar
2015-2019,“ segir Páll S Brynjars-
son framkvæmdastjóri SSV í sam-
tali við Skessuhorn. Páll segir að í
sjóðinn fari fjárveitingar sem runn-
ið hafa til Vaxtarsamnings Vestur-
lands og Menningarsamnings Vest-
urlands, sem var um 50 milljónir á
síðasta ári. „Ég á von að fjármagn í
sjóðinn verði svipað fyrst í stað og
runnið hefur til þessa málaflokka
síðustu árin,“ segir Páll. Samtök
sveitarfélaga á Vesturlandi standa á
næstu dögum fyrir kynningarfund-
um um nýja sóknaráætlun Vestur-
lands. Fundirnir verða haldnir í
bæjarþingsalnum á Akranesi mánu-
daginn 16. mars kl. 17, Dalabúð
þriðjudaginn 17. mars kl. 17:30,
Fjölbrautaskóla Snæfellinga mið-
vikudaginn 18. mars kl. 16:30 og í
Stjórnsýsluhúsinu Bjarnarbraut 8 í
Borgarnesi sama dag klukkan 20. Í
tilkynningu vegna fundanna segir
meðal annars að móta þurfi fram-
tíðarsýn fyrir Vesturland, skilgreina
átaksverkefni og stofna Uppbygg-
ingarsjóð Vesturlands. Úr sjóðn-
um verður úthlutað styrkjum til
nýsköpunar í atvinnulífi og menn-
ingarmála og kemur hann í staðinn
fyrir Vaxtarsamning Vesturlands og
Menningarsamning Vesturlands.
þá
Páll S Brynj-
arsson.
Kynningarfundir um uppbyggingarsjóð
og nýja sóknaráætlun