Skessuhorn


Skessuhorn - 11.03.2015, Side 7

Skessuhorn - 11.03.2015, Side 7
7MIÐVIKUDAGUR 11. MARS 2015 Skipulagsauglýsingar í Borgarbyggð Sveitarstjórn hefur samþykkt að auglýsa eftirfarandi skipulög: Seláshverfi – breytt deiliskipulag Sveitarstjórn samþykkti 11. septemer 2014 að auglýsa breytingu á gildandi deiliskipu- lagi frístundasvæðis skv. 43. grein skipulagslaga nr. 123/2010, skv. skipulagsupp- drætti dags. 20.08.2014, sem felur m.a. í sér breytta aðkomu að hluta svæðisins. Urðarfellsvirkjun í landi Húsafells 3 – nýtt deiliskipulag Sveitarstjórn samþykkti 4. mars 2015 að auglýsa tillögu að deiliskipulagi fyrir Urðar- fellsvirkjun í landi Húsafells III skv. 1.mgr. 41. gr. Skipulagslaga nr. 123/2010 og um- hverfisskýrslu, skv. 7. gr. laga um umhverfismat áætlana nr. 105/2006. Skipulagssvæðið er vestast á jörðinni Húsafelli og felur deiliskipulagstillagan í sér virkjun Deildargils sem rennur í Hvítá, inntak og stífla verður ofarlega i Deildargili í norðarhluta Urðarfells. Fallpípa verður um 3.200 m löng og stöðvarhús verður við Reyðarfellsskóg. Bjarnhólar sorpförgunarsvæði – nýtt deiliskipulag Sveitarstjórn samþykkti 15. desember 2015 deiliskipulag Bjarnhóla - sorpförgunar- svæði til auglýsingar. Tillagan er sett fram á uppdrætti og í greinagerð dags. 27. nóvember 2014 og felur meðal annars í sér skilgreiningu á sorpförgunarsvæði. Með tillögunni fylgir umhverfisskýrsla dags. 8. apríl 2014 og einnig áhættumat og við- bragðsáætlun frá árinu 2013. Samþykkt að tillagan verði auglýst í samræmi við 1. mgr. 41. gr. skipulagslaga 123/2010. Nálgast má gögnin á heimasíðu Borgarbyggðar www.borgarbyggd.is og í Ráðhúsi Borgarbyggðar, Borgarbraut 14, Borgarnesi frá 16. mars til og með 27. apríl 2015. Athugasemdir eða ábendingum skal skila fyrir 27. apríl 2015 annað hvort í Ráðhús Borgarbyggðar eða á netfangið: lulu@borgarbyggd.is og skulu þær vera skriflegar. Sveitarstjórn Borgarbyggðar hefur samþykkt að auglýsa eftirfarandi lýsingar: Munaðarnes 1. áfangi – lýsingu vegna breytinga á deiliskipulagi Sveitarstjórn samþykkti að láta auglýsa lýsingu fyrir breytingu á deiliskipulagi við Munaðarnes, 1. áfanga. Í breytingunni felst meðal annars að tvö skipulagsvæði verði sameinuð og bætt verði við fimm lóðum. Lýsingin er sett fram í greinargerð dags. janúar 2015. Munaðarnes 2. áfangi – lýsingu vegna breytinga á deiliskipulagi Sveitarstjórn samþykkti að láta auglýsa lýsingu fyrir breytingu á deiliskipulagi við Munaðarnes, 2. áfanga. Í breytingunni felst meðal annars að tvö skipulagsvæði verði sameinuð og bætt verði við 10 lóðum við Jötnagarðsás, afmarkaðar fjórar stakar lóðir, skilgreint útivistarsvæði og göngustígar. Lýsingin er sett fram í greinargerð dags. janúar 2015. Nálgast má gögnin á heimasíðu Borgarbyggðar www.borgarbyggd.is og í Ráðhúsi Borgarbyggðar, Borgarbraut 14, Borgarnesi frá 16. mars til og með 30. mars 2015. Athugasemdir eða ábendingum skal skila fyrir 30. mars 2015 annað hvort í Ráðhús Borgarbyggðar eða á netfangið: lulu@borgarbyggd.is og skulu þær vera skriflegar. Lulu Munk Andersen Skipulags- og byggingarfulltrúi Borgarbyggðar SK ES SU H O R N 2 01 5 Aðalfundur Aðalfundur Íþróttafélagsins Þjóts verður haldinn 26. mars kl. 20.00 í sal Brekkubæjarskóla á Akranesi. Venjuleg aðalfundarstörf. Stjórnin Stykkishólmsbær Hafnargötu 3, 340 Stykkishólmur - Sími: 433-8100 Tillaga að deiliskipulagi – Nýrækt Bæjarstjórn Stykkishólmsbæjar samþykkti 26. feb.2015 að auglýsa tillögu að deiliskipu- lagi Nýræktar skv. 1.mgr. 41.gr. skipulagslaga nr.123/2010. Um er að ræða nýtt deiliskipulag. Svæðið er um 35ha og liggur í jaðri þéttbýlis Stykkishólms, austan við Byrgis- borg. Á svæðinu hefur verið stundað húsdýrahald frá því um 1933-35. Stærsta holtið nefnist Grensás og þar er skógrækt. Markmið deiliskipulags er að skilgreina lóðir fyrir frístundabúskap, dýraspítala og skógrækt. Deiliskipulagstillagan verður aðgengileg á vef Stykk- ishólmsbæjar www.stykkisholmur.is og á skrifstofu skipulags- og byggingarfulltrúa, Hafnargötu 3 á skrifstofu- tíma frá 10-14 frá fimmtudeginum 12. mars til 24. apríl 2015 og eru þeir sem telja sig eiga hagsmuni að gæta hvattir til að kynna sér tillöguna og koma ábendingum eða athugasemdum á framfæri, skriflega til skipulags- og byggingarfulltrúa Stykkishólmsbæjar, Hafnargötu 3, 340 Stykkishólmur, í síðasta lagi 24. apríl 2015. Skipulags- og byggingarfulltrúinn í Stykkishólmi. SK ES SU H O R N 2 01 5 Árni G Aðalsteinsson ljósmyndari er búsettur í Ólafsvík. Hann sýn- ir nú ljósmyndir í Guðnýjarstofu, Safnasvæðinu í Görðum á Akra- nesi. Árni stundar útiveru og hefur mikinn áhuga á umhverfinu. Sýn- ingin samanstendur af ljósmyndum sem sýna árstíðirnar haust, vetur og vor á utanverðu Snæfellsnesi. Við allar myndirnar er stuttur texti sem segir frá viðkomandi stað. Sýningin stendur til 22. mars og er opin alla daga kl. 13-17. -fréttatilkynning Hjá Norðuráli er í undirbúningi að hefja framleiðslu á svokölluðum boltum eða börrum. Sú framleiðsla kallar á tíu milljarða króna fjárfest- ingu og stækkun húsnæðis um sjö þúsund fermetra. Aðalkostnaðurinn í umræddri fjárfestingu felst í því að breyta formi unnins ál úr hleifum í bolta eða barra. Stækkun húsnæðis myndi meðal annars þýða stækkun steypuskála. Ragnar Guðmundsson forstjóri Norðuráls segir að for- svarsmenn fyrirtækisins telji þetta tækifæri til að auka verðmæti fram- leiðslunnar og bæta samkeppnis- stöðuna til lengri tíma. Unnið væri að verkfræðilegum undirbúningi, að meta kostnað og hanna verk- efnin en endanleg ákvörðun lægi ekki fyrir. Ragnar sagði ennfremur í samtali við Skessuhorn að á síð- asta ári hafi verið tekin ákvörðun um framleiðslu á melmi, sem er ál- blanda. Hófst sala á því í ársbyrj- un og er áætlað að selja 50 þúsund tonn af melmi á ári. Ragnar seg- ir að melmið sé meðal annars nýtt mikið til framleiðslu á bílfelgum og með framleiðslunni á melminu geti nú framleiðendur fengið hrá- efnið beint frá fyrirtækinu. Norð- urál hafi verið að selja ál til bíla- framleiðslu, meðal annars Merce- des Benz í gegnum millilið. Áætl- anir um stækkun ef af verða gera ráð fyrir framkvæmdum á næstu misserum og að auknum umsvifum fylgi einhver fjölgun starfsmanna. þá Stefnt að stækkun hjá Norðuráli Norðurál á Grundartanga. Ljósmyndasýningin Útnes – Undir jökli er á Akranesi

x

Skessuhorn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.