Skessuhorn


Skessuhorn - 11.03.2015, Page 12

Skessuhorn - 11.03.2015, Page 12
12 MIÐVIKUDAGUR 11. MARS 2015 Veiðifélag Ytri Rangár hefur auglýst klak- og seiðaeldisstöðina á Laxeyri í Borgarfirði til sölu. Félagið hefur átt og rekið stöðina síðan 2002 og alið í henni laxaseiði til sleppinga í veiðiár í Borgarfirði, á Snæfells- nesi, Vestfjörðum og allt norður í Fljót í Skagafirði. Auk þessa hafa verið ræktuð svokölluð gönguseiði til sleppinga í Ytri Rangá á Suður- landi. „Veiðifélag Ytri Rangár hef- ur nú tekið þá stefnu að láta reyna á að veiðifélagið einbeiti sér að sín- um eigin málum en láti aðra um annan rekstur sem er Ytri Rangá óviðkomandi. Veiðifélagið vill lifa einföldu lífi. Þess vegna er stöðin til sölu,“ segir Þorgils Torfi Jóns- son, framkvæmdastjóri fiskeldis- stöðva veiðifélags Ytri Rangár, í samtali við Skessuhorn. Samdráttur hjá veiðifélögum Þorgils segir að rekstur stöðvarinn- ar á Laxeyri hafi í sjálfu sér geng- ið ágætlega. „Hinu ber þó ekki að neita að veiðifélögin í laxveiðiánum sem hafa keypt seiði frá stöðinni hafa verið að minnka seiðakaup undanfarin ár. Þetta er afleiðing af þessari efnahagskreppu sem við lentum í hér á Íslandi. Verð á veiði- leyfum í ánum hafa fallið mikið, að minnsta kosti 10-20% með tilheyr- andi tekjusamdrætti. Í veiðifélögun- um hafa menn í kjölfar þessa leitast við að reyna að verja arðgreiðslurn- ar en frekar sparað við sig í seiða- kaupum.“ Veiðifélag Ytri Rangár á einnig og rekur seiðaeldisstöðina við Húsafell. „Félagið ætlar að eiga Húsafellsstöðina áfram. Þar verður stundað seiðaeldi fyrir Rangárnar,“ segir Þorgils. Nokkrir sýnt áhuga Laxveiðin olli víða vonbrigðum á síðasta sumri. Það gæti því hallað enn undan fæti hjá veiðifélögun- um. „Í sjálfu sér var þó ágæt veiði í sumar hjá okkur í Veiðifélagi Ytri Rangár. Áin gaf rúmlega þrjú þús- und laxa. Veiðin var þó almennt séð mjög léleg síðasta sumar.“ Fiskeldisstöðin á Laxeyri á að sögn Þorgils að eiga góða rekstr- armöguleika. „Það má hæglega breyta stöðinni til að stunda í henni eldi á bleikju eða ala og selja seiði í matfiskaeldi. Þetta er fín fiskeldis- stöð. Nú um stundir er mikill vöxt- ur og gróska í fiskeldi hér á landi. Gengi krónunnar er hagstætt til út- flutnings og ekki annað að sjá en at- vinnugreinin gangi vel. Við viljum fá á bilinu 50 – 60 milljónir króna fyrir stöðina. Rekstur hennar ætti að geta skapað atvinnu í héraðinu. Seljist stöðin ekki þá gæti verið að henni þyrfti að loka. Það eru þó- nokkrir aðilar búnir að hafa sam- band til að spyrjast fyrir um stöð- ina. Þó ekki neinir stórir aðilar í fiskeldi hér á landi, hvað svo sem síðar kann að verða,“ segir Þorgils Torfi Jónsson. mþh Nýr veitingastaður var opnaður í Borgarnesi síðastliðinn laugardag. Það er fyrirtækið Grillhúsið sem rekið hefur veitingastaði í Reykjavík í 23 ár sem færir með þessu kvíarnar út á land og setur á fót nýtt Grillhús þar sem hingað til hefur verið rek- inn sölu- og veitingaskálinn Stöðin. „Fyrsti veitingastaðurinn okkar var settur upp í Tryggvagötu í Reykja- vík og er það enn. Síðan opnuðum við árið 2010 stað í húsinu þar sem áður var veitingastaðurinn Sprengi- sandur við Bústaðaveg. Nú er röðin komin að Borgarnesi,“ segir Þórður Bachmann annar eigenda Grillhúss- ins í samtali við Skessuhorn. Sama „konsept“ og í bænum Þórður segir að veitingareksturinn í Borgarnesi verði með sama sniði og fyrirtækið hefur haft í Reykja- vík. „Hér er svo til sami matseðill og við erum með á stöðunum fyr- ir sunnan. Við verðum með forrétti, smárétti og létta rétti. Síðan bjóðum við upp á fisk, steikur, rif, kjúklinga- spjót, lambaspjót og ágætt úrval af hamborgurum og samlokum. Þetta verður allt undir nafni og merkj- um Grillhússins. Skeljungur sem var áður með rekstur hér í húsinu hættir því en verður áfram með eldsneytis- sölu. Við tökum hins vegar við versl- uninni hér og verðum svo með veit- ingar í sal. Hann hefur verið innrétt- aður alveg upp á nýtt. Þar verður pláss fyrir 70 manns,“ segir Þórður. Grillhúsið í Borgarnesi verð- ur að sögn Þórðar opið meira og minna alla daga ársins. „Húsið, það er verslunin, verður opnuð um níu- leytið en veitingasalan sjálf klukkan 11. Síðan verður lokað klukkan 22 á kvöldin og 23 um helgar. Við byrj- um að minnsta kosti svona og sjáum svo til.“ Tuttugu manna vinnustaður Reiknað er með að um 20 manns starfi á Grillhúsinu, bæði í heilum störfum og hlutastörfum. Rekstr- arstjóri verður Eva Karen Þórðar- dóttir. „Við erum að tala um 12 – 14 stöðugildi hér í það heila. Alls erum við með um 80 – 90 manns á launa- skrá í fyrirtækinu. Við vonum bara að heimamenn og ferðalangar taki vel í þessa nýbreytni. Reynsla okkar úr Reykjavík sýnir að umferðin er mest á matmálstímum og svo um helgar. Við verðum með ýmsa rétti í hádeg- istilboðum og helgarbröns. Svo höf- um við hefð fyrir því að gera alltaf eitthvað sérstakt fyrir afmælisbörn á öllum aldri sem hingað koma,“ segir Þórður Bachmann. Fullt út úr dyrum við opnunina Eva Karen Þórðardóttir veitinga- stjóri segir að Grillhúsið verði góð viðbót við veitingaflóruna í Borgar- nesi. Lögð verði áhersla á afmælis- hópa og þá muni afmælisbarnið fá eftirrétt í boði hússins ásamt stjörnu- ljósi og jafnvel söng. Sömuleiðis mun staðurinn bjóða upp á „bröns“ um helgar sem sé eitthvað sem hafi vantað í Borgarnes. Alla virka daga verða réttir dagsins og alltaf hægt að panta af matseðli. Í tilefni opnunar- innar á laugardaginn fengu öll börn frían mat af barnamatseðli og voru leyst út með ís og blöðrum. Greini- legt var að barnafólk tók þessu til- boði fagnandi enda var fullt út úr dyrum þegar blaðamaður Skessu- horns leit við um kvöldmatarleytið. mþh/eha Síðasta sumar var farið í talsverð- ar framkvæmdir við Kirkjufells- foss í Grundarfirði. Var aðgengi að fossinum lagað til að mæta auknum straumi ferðamanna. Það hefur svo komið á daginn að ekki var vanþörf á þar sem nánast er sama á hvaða tíma sólarhringsins er, óháð veðri, þá eru ferðamenn við fossinn. Hvort sem menn eru í dagsbirtu, sólsetri, norðurljósum eða við sól- arupprás; alltaf eru ljósmyndarar og aðrir náttúruunnendur að spóka sig þarna. Líklega á umferðin þó ein- ungis eftir að aukast þarna þegar sól hækkar á lofti og nær dregur vori. tfk Við sögðum frá því í frétt í síð- asta Skessuhorni hversu nærri mannabústöðum tófan er í seinni tíð farin að láta sjá sig. Þannig skaut Snorri Jóhannsson tólf tófur á einni nóttu sem gengu í æti nokkra metra frá fjárhúsunum á Sigmund- arstöðum í Þverárhlíð. En dæmin er fleiri. Síðastliðið föstudagskvöld gaf húsfreyjan í Tröð í Kolbeins- staðahreppi smáfuglunum matar- afganga í garðinum við íbúðarhús- ið, en það hefur hún gert í mörg ár. Síðdegis sáu menn að tófa var far- in að hnusa að matarleifunum og gera sig líklega til að ná sér í bita þarna uppi við húsvegginn. Guð- mundur Símonarson tengdasonur hjónanna í Tröð var staddur í heim- sókn en hann er slyng tófuskytta. Með því að liggja við opið náði hann að skjóta tvo refi um kvöld- ið og sá til fleirri. Aðspurður sagði Guðmundur að tófan væri farin að haga sér allt öðruvísi en hún gerði. Áður hafi t.d. þurft að fara afar var- lega að grenjum til að ná árangri, en nú hafi hegðun hennar breyst. Tófan sé spakari og sé því ekki með varann á sér eins og áður. Tófurnar sem skotnar voru við Tröð á föstu- daginn voru vel haldnar. Það er gagnstætt ástandi þeirra sem skotn- ar voru í uppsveitum Borgarfjarð- ar að undanförnu. Þær hafa flest- ar verið magrar og greinilega ekki haft úr miklu að moða. mm Fiskeldisstöðin á Laxeyri í Hálsasveit sett á sölu Fiskeldisstöðin á Laxeyri hefur verið starfrækt þar í um þrjá áratugi. Þessi mynd var tekin af nokkrum starfsmönnum stöðvarinnar haustið 2013. Yst til vinstri á myndinni er Jón Guðjónsson stöðvarstjóri. Hann mun starfa áfram fyrir Veiðifélag Ytri Rangár sem ætlar að eiga og reka seiðaeldisstöðina í Húsafelli. Barnmargar fjölskyldur létu ekki tilboðið fram hjá sér fara á opnunardaginn. Ljósm. eha Grillhúsið opnað í Borgarnesi Þórður Bachmann annar eigenda Grillhússins og Jón Friðrik Snorrason mat- reiðslumeistari í veitingasal nýja staðarins í Borgarnesi. Ljósm. mþh. Tófan farin að sækja í fuglamatinn upp við hús Stöðug umferð ferðafólks við Kirkjufellsfoss

x

Skessuhorn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.