Skessuhorn


Skessuhorn - 11.03.2015, Side 17

Skessuhorn - 11.03.2015, Side 17
17MIÐVIKUDAGUR 11. MARS 2015 Óskum Golfklúbbnum Leyni til hamingju með 50 ára afmælið í dag. Þar má nefna Íslandsmótið í höggleik, Íslandsmót Öldunga, Ís- landsmót unglinga, Landsmót 35 ára og eldri, sveitakeppni GSÍ í 1. deild karla og kvenna auk stigamóta karla, kvenna og unglinga. Má með þessari upptalningu staðfesta að Garðavöllur sé einn af betri keppn- isvöllum landsins.“ seþ Reitt til höggs í kvöldsólinni á Garðavelli. Ljósm. fh. Gunnar Júlíusson og Þorsteinn Þorvaldsson á góðri stundu á gömlu 5. braut vallarins. Ljósm. Ljósmyndasafn Akraness. Sjáumst í sumar! Spennandi afmælisár framundan - Formaður Leynis leyfir sér að dreyma um nýja félagsaðstöðu „Þetta verður spennandi ár fyrir okkur í Leyni og mörg skemmti- legt verkefni á dagskrá,“ segir Þórður Emil Ólafsson formaður Golfklúbbsins Leynis þegar hann er inntur eftir hápunktunum á af- mælisárinu. „Við hefjum afmælisdagskrána á sjálfan afmælisdaginn 15. mars þar sem við bjóðum félagsmönnum Leynis í kaffiboð í golfskálanum. Í maí ætlum við að gefa út veglegt afmælisblað þar sem stiklað verð- ur á stóru í sögu klúbbsins með ít- arlegum viðtölum við frumherja klúbbsins og þá sem hafa lagt lóð sín á vogarskálarnar í starfi klúbbs- ins. Við munum bjóða styrktar- aðilum, fulltrúum samstarfsaðila klúbbsins og GSÍ í sérstakt af- mælismót sem fram fer í júní. Há- punkturinn hjá okkur verður sjálft Íslandsmótið í golfi sem fram fer dagana 23.-26. júlí. Þetta er í ann- að sinn sem við fáum þann heiður að halda stærsta golfmót hvers tíma- bils og það er mikill hugur í félags- mönnum að gera mótið eftirminni- legt fyrir keppendur og gesti,“ seg- ir Þórður. Framkvæmdir og endurbætur við Garðavöll munu halda áfram sam- kvæmt framkvæmdaáætlun vallar- nefndar. „Í haust munum við hefja framkvæmdir við endurnýjun á 18. flötinni og verður það fyrsta skref- ið í endurbyggingu á gömlu flöt- um Garðavallar. Hvað framtíð- ina varðar þá er draumurinn að sjá nýja félagsaðstöðu byggða upp. Þessi aðstaða sem við höfum í dag hefur dugað okkur vel í gegnum tíðina en miðað við áætlanir okkar þá mun þessi aðstaða springa utan af klúbbnum fljótlega. Það er samt sem áður lykilat- riði að passa upp á það að Garða- völlur verði áfram á meðal fimm bestu valla landsins. Þannig fáum við aukna aðsókn á völlinn. Við erum upp á það komnir að völlur- inn standist gæðakröfur kylfings- ins og það er verkefni sem tekur aldrei enda,“ sagði Þórður. seþ Þórður Emil Ólafsson.

x

Skessuhorn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.