Skessuhorn - 11.03.2015, Side 18
18 MIÐVIKUDAGUR 11. MARS 2015
Hver hefði trúað því að Strætó ætti
eftir að frelsa hundruð ferðalanga
frá því að vera veðurtepptir norðan
heiða og leiða fólkið suður yfir fjöll-
in þegar öll sund virtust lokuð? Gísli
Jónsson strætóbílstjóri frá Skelja-
brekku í Andakíl þekkir landið og
þjóðvegina. Á sunnudagskvöld sýndi
hann og sannaði að nútíma Strætó á
landsbyggðinni er annað og meira en
venjulegur strætisvagn. Staðarskáli
var troðfullur af fólki á suðurleið sem
taldi sig veðurteppt því Holtavörðu-
heiði væri lokuð. Gísli vissi betur, tók
frumkvæðið og leiddi tæplega 50 bíla
lest út úr prísundinni alla leið suður.
Harðákveðinn að skila
sínum farþegum
Við hittum Gísla á mánudagskvöld
þar sem hann átti hvíldartíma í að-
stöðu strætóbílstjóra í Hyrnutorgi
í Borgarnesi. Þennan dag ók hann
leiðina Borgarnes-Akranes-Reykja-
vík. Daginn áður hafði hann hins
vegar verið með 50 farþega rútu á
leiðinni milli Akureyrar og Borgar-
ness. Við fengum Gísla til að segja
söguna.
„Þetta atvikaðist nú þannig að ég
var á suðurleið frá Akureyri, kom-
inn í Varmahlíð, og fékk þá að vita að
Holtavörðuheiðin væri lokuð. Það
væri vonlaust að fara með fólkið suð-
ur. Þeir fyrir sunnan vildu að ég sneri
bara aftur við til Akureyrar. Ég harð-
neitaði. „Nei, kemur ekki til greina.
Ég ætla að fara í Staðarskála,“ sagði
ég. Ég var nefnilega með fullt af far-
þegum sem voru að fara á Sauðár-
krók, Blönduós og fleiri staði á leið-
inni áður en kæmi að Staðarskála og
Holtavörðuheiði. Ég hélt því áfram,“
sagði Gísli.
Ekkert hugfall við Holta-
vörðuheiði
Hann ók áfram þar til komið var
í Staðarskála sem var að fyllast af
fólki. Holtavörðuheiðin var koló-
fær. Gísli var hins vegar með farþega
sem höfðu keypt sér far til Reykja-
víkur. „Ég fékk nýtt símtal að sunnan
og var spurður hvað ég ætlaði að gera
nú? Vegurinn yfir heiðina væri enn
lokaður. Ég svaraði að ég ætlaði til
Reykjavíkur. Menn hváðu og þá svar-
aði ég þeim að ég hygðist fara Lax-
árdalsheiði frá Hrútafirði yfir í Dali.
„Það þýðir ekkert, Brattabrekkan er
líka lokuð,“ var svarað. „Já, ég veit
það,“ sagði ég. „Ég ætla að fara út á
Skógarströnd og svo um Heydalinn
og Mýrarnar suður.“ „Nú?“ heyrði
ég bara í símanum. Menn vissu
greinilega lítið um þá leið.“
„Já, ég ætla bara að fara hér inn og
fá mér að borða og svo er ég farinn,“
sagði ég við þá. Svo leið smá tími og
þá hringdi síminn aftur og mér tjáð
að sunnan að það væri búið að sam-
þykkja þetta ef ég teldi sjálfur að það
væri eitthvað vit í þessu. „Það verð-
ur að koma í ljós eftirá en ég ætla að
fara,“ sagði ég.“
Fjöldinn slæst í hópinn
Gísli fór fram í salinn í Staðar-
skála að reyna að ná farþegum sín-
um saman. „Þar var alveg pakkað
af fólki, setið í hverju einasta sæti
og óhemju margt fólk sem stóð.
Bara mannhaf. Klukkan var eitt-
hvað um hálf níu þarna um kvöld-
ið. Það fór að kvisast út þegar ég
leitaði að mínu fólki að ég væri að
fara. Þessi fregn fór um allan sal-
inn því allir voru að spá í hvað væri
hægt að gera. Það var ekkert aðlað-
andi að sitja fastur í Staðarskála á
sunnudagskvöldi. Þarna var margt
fólk á suðurleið sem þurfti að mæta
í vinnu morguninn eftir. Einn far-
þegi úr annarri rútu kom til mín og
bað mig að koma með sér að tala
við bílstjórann hjá sér. Sá bílstjóri
var þessi bráðmyndarlega kona.
„Ekki datt mér í hug að bílstjórinn
liti svona út, ég hélt ég væri að fara
að hitta einhvern grindhoraðan
gamlan karl sem þyrði ekki að fara
hérna yfir. Þú þarft ekki að segja
mér að þú þorir ekki að fara,“ sagði
ég við hana. „Ég rata ekki neitt, má
ég koma á eftir þér?“ spurði hún.
Það hélt ég nú,“ segir Gísli og hlær
við endurminninguna.
„Og það var með ólíkindum að
þessi hugmynd fór um allan sal-
inn, allir skyldu leggja af stað og
elta mig. Við fórum sennilega 40
til 50 bílar í einni lest frá Staðar-
skála. Það var ansi blint uppi á Lax-
árdalsheiðinni en ég var með ljós-
kastara á rútunni og sat hátt svo ég
sá vel. Og svona keyrði öll hersing-
in. Hver og einn las ljósin á bíln-
um fyrir framan og þannig ók fólk
þetta. Við vorum tvo og hálfan tíma
að keyra þetta frá Staðarskála hing-
að suður í Borgarnes.“
Strætó en ekki snjó-
ruðningstæki
Í útvarpsfréttum á mánudag var sagt
að það hefði verið snjóruðningstæki
sem leiddi þessa bílalest suður yfir
Laxárdalsheiði, um Skógarströnd
og Heydal. „Það var ekki rétt. Það
var Strætó sem gerði það,“ segir
Gísli. Hann kallar eftir því að fólk
sé upplýst um þessa samgönguleið
milli norður- og suðurhluta lands-
ins þegar ófærð ríkir á Holtavörðu-
heiði og í Bröttubrekku. Þetta sé í
annað sinn í vetur þar sem hálfgert
neyðarástand ríki með tilheyrandi
umstangi og fjöldahjálparstöðv-
um fyrir veðurteppt fólk við Holta-
vörðuheiði á meðan sú leið sem
hann valdi á sunnudagskvöld sé
greiðfær. „Það voru engar ráðlegg-
ingar í Staðarskála til fólks. Ég hef
rætt þetta við lögregluna og feng-
ið þau svör að embættismenn geti
ekki ráðlagt fólki að fara varaleiðir
í ríkjandi ófærð því slíku fylgi eins
konar ábyrgðarskylda. Það sé hins
vegar annað mál þegar bílstjóri eins
og ég taki af skarið. Mér finnst þetta
undarlegt. En ég gerði þó allavega
gagn þarna,“ sagði Gísli og hló.
Djöfulleg færð í vetur
Gísli er fyrrum bóndi á Mið-Foss-
um í Andakíl en hefur stundað akst-
ur undanfarin ár. Fyrst ók hann fyr-
ir Sæmund Sigmundsson en síð-
an hjá Strætó þegar fyrirtækið hóf
áætlunarakstur út á land. „Fyrst
keyrði ég Reykjavík-Akranes-Borg-
arnes. Fljótlega guggnuðu þeir sem
voru að keyra norður í land því
það þótti svo erfitt. Þá var leitað
að manni með reynslu og ég sett-
ur í þetta. Það er auðvitað rosa-
lega erfitt að keyra þessa leið norð-
ur, yfir þrjá fjallvegi að fara og oft í
brjáluðum veðrum. Það er búið að
vera djöfulleg færð í vetur. Rokið er
búið að vera svo mikið. Ég hef orð-
ið að fara beint úr Borgarnesi norð-
ur í land vegna þess að ég hef ekki
komist suður til Reykjavíkur vegna
þess að vegurinn er lokaður. Við
erum bundnir út af tryggingunum.
Við megum ekki keyra á rútunum
ef vindurinn fer yfir 32 metra á sek-
úndu. Þetta er bara regla og ekk-
ert tillit tekið til þátta eins og það
hvernig bílarnir eru, hvort vegur-
inn sé blautur eða þurr eða neitt
þannig. Það er bara ein tala sem
ræður þessu,“ segir Gísli.
mþh
Nemendur í sjöunda bekk Grunda-
skóla á Akranesi tókust á við ýmis
samfélagsverkefni í síðustu viku.
Norðurál styrkti bekkinn til rútu-
ferðar norður að Reykjaskóla þar
sem krakkarnir dvelja þessa vik-
una við leik og störf. Í staðinn áttu
þau að leysa af hendi þriggja tíma
verkefni að eigin vali. Í því gat fal-
ist að heimsækja íbúa á Höfða, fara
í fjöruferð eða í þessu tilfelli, heim-
sækja hóp Félags eldri borgara sem
æfir og keppir í boccia. Fullorðna
fólkið kenndi börnunum reglurn-
ar og leiðbeindu þeim í íþróttinni.
Síðan kepptu krakkarnir og full-
orðnir tóku þátt. Hvað ungur nem-
ur, gamall temur, á sjaldan betur
við.
mm
Á Akranesi eru starfræktir veitinga-
staðir þar sem fólk getur keypt mál-
tíðir og veitingar. Meðal þeirra er
Gamla kaupfélagið sem opnað var
á Írskum dögum árið 2009. Gísli
Þráinsson hefur starfað á Gamla
kaupfélaginu nánast frá upphafi og
á Írskum dögum árið 2011 tók hann
við rekstrinum á sinni eigin kenni-
tölu. Hann hefur frá þeim tíma
leigt hús og búnað af eigendum
Gamla Kaupfélagsins sem eru Ing-
ólfur Árnason og fjölskylda. Í sam-
tali við Skessuhorn sagðist Gísli svo
sem hafa þekkt til rekstursins áður
en hann tók við honum og vitað að
ekki væri von á skjótum gróða þó
hann gæti komið með tíð og tíma.
„Það ætla sér náttúrlega allir að
hagnast sem fara út í rekstur, það er
ekki nema eðlilegt. Mitt markmið
var að byggja þetta upp smám sam-
an og auka veltuna. Það hefur tekist
nokkuð vel. Ég held það sé allavega
óþarfi að kvarta,“ sagði Gísli þegar
blaðamaður Skessuhorns ræddi við
hann á dögunum.
Fimmtungs aukning
frá því í fyrra
Gísli sagði að þróunin síðustu
fimm árin eða svo hafi verið þann-
ig að sumrin séu orðin nokkuð
ásættanleg en í heild sé reksturinn
yfir vetrartímann erfiður. „Maður
vill náttúrlega alltaf meira þannig
að við getum alveg tekið við fleira
fólki að sumrinu en því sem hef-
ur verið að koma í bæinn. Kannski
vantar að aðilar hér í ferðaþjón-
ustunni í bænum séu nógu sam-
taka, einhvern veginn finnst mér
að ekki séu allir á sömu blaðsíðunni
þar. Samt er mjög gott sem búið er
að gera hérna við nýtt Akratorg og
að betrumbæta gamla miðbæinn.
Það koma þó góðir mánuðir yfir
veturinn, desember var til dæmis
mög fínn. Núna í febrúar var 20%
aukning hjá mér frá sama mánuði í
fyrra og ef sú þróun heldur áfram
er full ástæða til bjartsýni. Ekki síst
ef hafðar eru í huga fréttir um tölu
ferðamanna til landsins í janúar síð-
astliðnum, að þær hafi verið svip-
aðar meðaltali sumarmánaða árið
2006. Ef fjölgun ferðamanna verð-
ur álíka því sem spáð hefur ver-
ið má ætla að við hérna á Akranesi
fáum einhvern hluta kökunnar.“
Flytur inn borðbúnað
frá þekktu fyrirtæki
Samhliða því að byggja upp rekst-
ur Gamla kaupfélagsins og leggja
alla sína peninga og mest alla orku
í það, er Gísli kominn út í lítinn
hliðarrekstur. Það er innflutning-
ur á borðbúnaði fyrir hótel og veit-
ingastaði frá breska fyrirtækinu Ut-
opia. „Hvatinn að þessu var að ég
var að endurnýja borðbúnað hér og
fannst dýrt það sem í boði var hér á
landi. Þess vegna fór ég að leita að
vöru til að flytja inn sjálfur og fann
þá þetta vörumerki og uppgötv-
aði öflugt atvinnutækifæri,“ seg-
ir Gísli. Í gegnum Utopiu merkið
býður hann upp á 4.000 vörunúm-
er. „Þetta er fyrirtæki sem selur ein-
göngu til heildsala og mitt fyriræki
er „gs import“. Utopia er stærsta
fyrirtækið í borðbúnaði í Bretlandi
og hefur á sínum snærum framleið-
anda fjölda þekktra gæðamerkja
um allan heim. Í gegnum Utopia
nýt ég lægstu verða og frá því ég
fékk fyrstu sendinguna í lok októ-
ber hefur salan verið töluverð. Ég
hef fengið mánaðarlega sendingar
síðan. Ég hef farið og kynnt vöruna
en lítið auglýst. Ég er búinn að selja
borðbúnað á nokkra stóra staði á
höfuðborgarsvæðinu og núna eru
í bígerð spennandi verkefni,“ sagði
Gísli Þráinsson að lokum. þá
Borgfirskur bílstjóri bjargvættur í brjáluðum byl
Það var svona strætisvagn sem Gísli ók á sunnudagskvöld suður yfir heiðar án
þess að þurfa að fara kólófæra Holtavörðuheiði og Bröttubrekku.
Gísli Jónsson í snjómuggunni í Borgar-
nesi á mánudagskvöld. Sólarhring
fyrr bjargaði hann fjölda fólks frá því
að verða veðurteppt næturlangt hið
minnsta í Staðarskála í Hrútafirði.
„Ef þróunin heldur áfram er
full ástæða til bjartsýni“
Spjallað við Gísla Þráinsson í Gamla kaupfélaginu á Akranesi
Gísli Þráinsson framkvæmdastjóri
Gamla kaupfélagsins.
Ljósmynd Emilía Ottesen.
Fullorðnir kenndu
unga fólkinu boccia