Skessuhorn


Skessuhorn - 11.03.2015, Qupperneq 26

Skessuhorn - 11.03.2015, Qupperneq 26
26 MIÐVIKUDAGUR 11. MARS 2015 Sögustundir í Byggðasafni Dalamanna á Laugum Frá því sumaropnun lauk í Byggða- safni Dalamanna á Laugum síðasta sumar hefur Valdís Einarsdóttir safnvörður staðið fyrir reglubund- um sögustundum á Laugum. Valdís segir að hugmyndin að sögustund- unum hafi kviknað fljótlega eftir að hún tók við starfi safnstjóra vor- ið 2010. Í samtali við Skessuhorn sagði hún að tilefnið væri fyrst og fremst að vekja athygli á safninu og því sem það stendur fyrir. Um leið að skapa viðburð sem kryddi líf- ið og tilveruna. „Mér hefur fund- ist að fólk úr héraðinu gefi safn- inu ekki nægan gaum og hugsi sem svo að safnið sé frekar fyrir ferða- fólk en heimamenn. Þessu er ég al- gjörlega ósammála,“ segir Valdís. Hún stóð að mestu sjálf fyrir sögu- stundunum á síðasta ári. Sú fyrsta var 31. ágúst síðastliðinn þar sem fjallað var um verslun í Skarðsstöð. Næsta sögustund var mánuði síðar og þá var umfjöllunarefnið Abra- ham hinn haukdælski. Tveimur vikum síðar eða 12. október talaði Valdís um Dalamenn í Vesturheimi og hálfum mánuði seinna var á dag- skrá samantekt Valdísar um föru- konuna Sýslu-Helgu. Í nóvember var norræni skjaladagurinn hald- inn í Byggðasafninu, sýning um hestamannafélagið Glað í tilefni árshátíðar hestamanna á Vestur- landi og hinni stórmerkilegu sögu Árna Magnússonar frá Geitastekk. Síðasta sögustundin var jólasögu- stundin rétt fyrir jólin og það var eina stundin sem ekki var í umsjón Valdísar á síðasta ári. Jólastund- in var í höndum fjölskyldunnar á Skerðingsstöðum í Hvammssveit; Jóns Egils Jóhannssonar, Bjargeyjar Sigurðardóttur og barna. Aldrei verið ein í sögu- stundunum Aðspurð segist Valdís vera þokka- lega ánægð með aðsóknina á sögu- stundirnar. Þetta hafi verið um tíu manna kjarni sem komið hafi á þær flestar og gestafjöldinn nokkrum sinnum verið í kringum fimmtán. „Annars hefur þetta verið frá einum og upp í tuttugu. Haustið var erfitt þegar fólk var í fjárragi en ég hef þó aldrei verið ein. Ég hef þráast við að halda viðburði. Ég hef til dæm- is haldið sýningu á norræna skjala- deginum við trúlega fámennustu þátttöku á landinu,“ segir Valdís. Ferðasaga Magnúsar frá Geitastekk Einn af fyrirlestum Valdísar sem vakti ekki síst athygli þeirra sem sótt hafa sögustundir var um Árna Magnússon frá Geitastekk sem nú er Bjarmaland í Hörðudal. Árni sem uppi var á átjándu öld lenti í mannraunum, missti konu sína tæplega þrítugur og fór þá til Dan- merkur. Hann var þar í bygginga- vinnu og starfaði einnig á Græn- landi um tíma. Árni fór í siglingar og m.a. í eina af siglingum Dana til Kína, til að sækja postulín, krydd og te. Árni kom til Íslands og sagði sögu sína meðal afkomenda í ís- lenskum baðstofum. Á gamals aldri skrifaði hann söguna og handrit- ið varðveittist. Það var gefið út í Danmörku 1918 og síðan á Íslandi 1945. Valdís segir að þessi heimild sé sú eina frá siglingatíma Dana til Kína sem skráð er af háseta á skip- unum dönsku. Hún segir sögu Árna stórmerkilega ekki síst þar sem hún hafi verið rituð með hans eigin hendi. Valdís segist hafa gefið sögu- stundunum frí núna eftir áramótin fram yfir þorrablótstímann. Nú séu sex sögustundir á dagskránni fram í apríl þegar undirbúningur hefst fyrir sumaropnun Byggðasafnsins. Sveinn á Svarfhóli með sögustund Í sögustundinni sem haldin var á Laugum síðastliðinn sunnudag sagði Sveinn Ragnarsson á Svarf- hóli í Geiradal frá mannlífi og sögu í Austur-Barðastrandarsýslu. Eins og margir vita nær Austur- Barðastrandarsýslu frá sýslumörk- um Dalasýslu í botni Gilsfjarðar að Kjálkafirði í vestri, auk fjölda eyja. Sýslan er nú eitt sveitarfélag, Reyk- hólahreppur, en áður voru þar fimm hreppar. Sveinn Ragnarsson er frá Hofsstöðum í Þorskafirði en hef- ur síðustu 25 árin eða svo átt heima á Svarfhóli í Geiradal skammt frá Króksfjarðarnesi. Sveinn sagðist í samtalið við Skessuhorn aldrei hafa stundað búskap í sveitinni. Sem ungur maður á Hofsstöðum hafi hann farið að stússast í kringum vélar og það síðan atvikast þann- ig að hann fór að starfa á vinnuvél- um. Um tíma starfrækti hann ásamt fleirum verktakafyrirtækið Hagvon ehf. sem að mestu vann að smærri verkefnum sem Vegagerðin bauð út. Einnig var fyrirtækið í vöru- flutningum sem að mestu byggðist á þjónustu við Þörungaverksmiðj- una á Reykhólum. Í allmörg ár hef- ur Sveinn starfrækt véla- og við- gerðarverkstæði heima á Svarfhóli. Hann hefur þó ekki hefðbundna iðnmenntun að baki, heldur hefur sótt sér þekkingu með sjálfsnámi og á styttri námskeiðum. „Það er alltaf eitthvað járnadrasl í kringum mig sem ég er að bjástra við. Það má segja að ég hafi lent í þessu eins og gjarnan er sagt,“ segir Sveinn. Annálshöfundur á málþingi Sveinn sat í hreppsnefnd Reykhóla- hrepps um tíma og hann hefur þótt ómissandi þegar sveitungar hans halda þorrablót. Hann hefur jafnan séð um annálinn á þorrablótunum og þeir hafa oft þótt æði smelln- ir, að sögn hreppsbúa. Sveinn seg- ist hafa sótt flestar sögustundirnar á Laugum og haft gaman af. Tildrög þess að hann lét til leiðast að hafa sjálfur framsögu á sögustund var að hann sótti síðasta haust málþing sem haldið var á Reykhólum. Það var haldið á vegum verkefnis sem kallað hefur verið Vestfiðringur og leitt af Elísabetu Gunnarsdóttur á Ísafirði, en verkefnið er um menn- ingartengda ferðaþjónustu. Á mál- þinginu flutti Sveinn samantekt sem hann hefur gert á samfélaginu í Austur-Barðastrandarsýslu og hann studdist við í sögustundinni á Laugum síðastliðinn sunnudag. Sveinn segir svæðin sem mynduðu gömlu hreppana fimm sem nú til- heyra Reykhólahreppi ótrúlega ólík, til dæmis aðstæður samgöngu- lega séð og misvel fallin til búskap- ar og aðdrátta. Athyglisverðar stað- reyndir Í samtekinni fór Sveinn yfir sög- una og þróunina í stórum dráttum allt frá landnámi í Austur-Barða- strandarsýslu og fram á þessa daga. Athyglisverðar tölur er að sjá um íbúaþróun í sýslunni þar sem íbúa- fjöldinn er nokkuð stöðugur frá byrjun átjándu aldrar, liðlega þús- und manns upp í rúmlega 1200 í byrjun tuttugustu aldarinnar. Þeg- ar síðan líður á síðustu öld hryn- ur íbúafjöldinn og í byrjun þessar- ar aldar eru þeir aðeins 304. Þeim fækkar síðan enn og voru á síðasta ári 271. Skemmtilegir punktar eru í sam- antekinni eins og um Þorskafjarð- arhrísið, að bændur við Þorska- fjörð neituðu að leggja til hrís til að brenna meintan galdramann. Kvala- krókur var aftökustaður skammt frá þingstaðnum í Þorskafirði. Skáld og grúskarar voru margir í þeim sveitum sem nú tilheyra Reyk- hólahreppi. Þar má nefna Matth- ías Jochumsson, Jón Thorodd- sen, Gest Pálsson, Guðmund Jóns- son, Játvarð Jökul Júlíusson, Bjarg- eyju Arnórsdóttir, Jón Kr. Guð- mundsson, Lýð Björnsson, Finn- boga Jónsson, Guðlaugu Jónsdótt- ur, Sigurð Elíasson, Erling Jónsson og skáldkonurnar Herdísi og Ólínu Andrésdætur. Konráð hafði marga viðkomustaði Samgöngumálum er gerð allgóð skil í samantekt Sveins á Svarfhóli. Þar tekur hann saman stystu leið- ir yfir fjöll og heiðar, en ekki var akfært frá Reykhólum að Kinn- arstöðum við Þorskafjörð fyrr en langt var liðið á fjórða áratug lið- innar aldar. Samgöngur á sjó höfðu því gríðarlega þýðingu. Skipafé- lagið Norðri hf. var stofnað 1927. Það félag gerði úr Konráð BA sem átti eftir að reynast happafley. „Með komu hans þótti íbúum af- skekktra byggða sem öll einangrun væri skyndilega rofin. Menn fengu svo að segja heim í túnfót viku- lega vöru sem áður var erfiðleikum háð að nálgast, svo sem bygginga- efni, fóðurbæti og aðra sekkjavöru auk olíu og daglegra nauðsynja. Þá opnaðist einnig sá möguleiki að fólk gat brugðið sér af bæ, jafn- vel alla leið til Reykjavíkur og verið komið heim að viku eða tíu dögum liðnum. Slíkt ferðalag var áður nær óhugsandi. Ferðatíðni og viðkomu- staðafjöldi Konráðs BA var ótrúlega mikill. Samkvæmt áætlun var hann þessi: Hagi, Siglunes, Brjánslækur, Auðshaugur, Fjörður, Illugastaðir, Selsker, Svínanes, Kvígindisfjörður, Kirkjuból, Bær, Múli, Sveinungs- eyri, Skálanes, Staður, Gróunes, Hallsteinsnes, Þórisstaðir, Kinnar- staðir og Hofstaðir. Auk þessa fór báturinn fjölmargar tilfallandi ferð- ir til Stykkishólms, Reykjavíkur og víðar. Konráð var í ferðum frá því um 1930 og fram á sjöunda áratug- inn. Áður en Konráð byrjaði í ferð- um var þá Baldur búinn að sigla yfir Breiðafjörð í að minnsta kosti fimm ár, eða frá 1924.“ þá Sveinn Ragnarsson á Svarfhóli í Geiradal sá um sögustundina síðasta sunnudag. Valdís Einarsdóttir safnstjóri byggðasafnsins á Laugum er upphafsmaður sögustundanna og hefur haft umsjón með þeim flestum. Borgarland í Reykhólahreppi. Bærinn Borg fremst á nesinu en nær bæirnir Mýrartunga I og II. Ljósmynd Sveinn Ragnarsson. Vaðalfjöll skammt frá Bjarkalundi. Myndin tekin fyrir nokkrum dögum en þau er svipmikil og hafa misjafna ásýnd eftir því hvaðan á þau er litið. Ljósmynd Sveinn Ragnarsson. Svarfhóll í Reykhólasveit.

x

Skessuhorn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.