Skessuhorn - 11.03.2015, Síða 28
28 MIÐVIKUDAGUR 11. MARS 2015
Vörur og þjónusta
PARKETLIST
PARKETSLÍPUN
OG LÖKKUN
Sigurbjörn Grétarsson
GSM 699 7566
parketlist@simnet.is
R E S T A U R A N T
Upplýsingar í síma: 430 6767
R E S T A U R A N T
Upplýsingar í síma: 430 6767
Hönnun prentgripa
& alhliða prentþjónusta
Drei bréf - Boðsbréf
Ritgerðir - Skýrslur
Reikningar - Eyðublöð
Umslög - Bréfsefni
Fjölritunar- og
útgáfuþjónustan
Getum við
aðstoðað þig?
sími: 437 2360
olgeirhelgi@islandia.iswww.skessuhorn.is
Þjónustuauglýsingar
Skessuhorns
Auglýsingasími:
433 5500
Skattframtöl / bókhald
Öll almenn bókhaldsþjónusta og skattframtöl fyrir
einstaklinga og fyrirtæki.
Lilja Halldórsdóttir - Viðurkenndur bókari
LH bókhald ehf
LHbokhald@gmail.com Finndu okkur á facebook
Upplýsingar í síma 571-7787 / 897-5144
SK
ES
SU
H
O
R
N
2
01
5
Hilmir B ehf
Alhliða pípulagningaþjónusta
hilmirb@simnet.is
facebook.com/hilmirbehf
Vélabær ehf.
Bæ í Bæjarsveit
Alhliða viðgerðarþjónusta
á bílum, dráttarvélum
og vélum tengdum
landbúnaði
Smur og hjólbarðaþjónusta
velabaer@vesturland.is
S
K
E
S
S
U
H
O
R
N
2
01
3
Veiðisafnið á Stokkseyri hefur sett upp
til sýningar byssur og persónulega
muni frá Sveini Einarssyni veiðistjóra
og Sigmari B. Haukssyni, en báðir eru
þeir látnir. Er sýningin unnin í sam-
vinnu ættingja og barna þessara veiði-
manna. „Að öðrum ólöstuðum veiði-
mönnum á Íslandi er ekki nokkur vafi
á að báðir þessir menn höfðu áræði og
áhrif svo eftir verður tekið er kemur
að skotveiðisögu Íslands. Sveinn Ein-
arsson var fyrsti veiðistjóri á Íslandi og
gengdi því embætti í 26 ár en hann lést
árið 1984. Sigmar B. Hauksson var
landsþekktur veiðimaður og formað-
ur SKOTVÍS til margra ára en hann
lést árið 2012,“ segir í tilkynningu frá
Veiðisafninu. mm
HönnunarMars hefst í dag, mið-
vikudaginn 11. mars. Meðal þeirra
sem taka þátt í viðburðinum er Dýr-
finna Torfadóttir gullsmiður. Hún
verður ásamt fleirum með sýningu
á tveimur stöðum í Reykjavík, í
Listhúsi Ófeigs við Skólavörðustíg
og í Þjóðminjasafni Íslands. Á báð-
um sýningum gefur að líta nælur úr
silfri í bland við íslenskt birki, litað
og meðhöndlað með ýmsum hætti.
-fréttatilkynning
Hljómsveitin Eldberg
sem á rætur að rekja í
Borgafjörðinn, boð-
ar til útgáfutónleika í
tilefni útkomu breið-
skífunar „Þar er heim-
ur hugans.“ Tónleik-
arnir verða í Tjarnar-
bíói föstudaginn 20.
mars. Á tónleikunum
mun sveitin flytja tón-
list af nýja diskinum
í heild sinni „og að-
eins í þetta eina skipti,“ eins og segir
í tilkynningu en auk þess spilar hún
eldra efni.
Hljómsveitin Eldberg var stofnuð
síðla árs árið 2008. Hana skipa Ás-
mundur Svavar Sigurðsson, Eyþór
Ingi Gunnlaugsson, Heimir Klem-
enzson, Jakob Grétar Sigurðsson og
Reynir Hauksson. Fyrsta plata sveit-
arinnar, sem er sam-
nefnd hljómsveitinni,
kom út árið 2011.
Platan fékk góðar við-
tökur og hljómuðu lög
eins og Sunnan við sól,
austan við mána, Ég er
lífsins brauð og Enginn
friður oft á öldum ljós-
vakans. Í kjölfar plöt-
unnar spilaði sveitin
víða um land við góð-
ar undirtektir. Nokkru
síðar var lagt af stað í annað metnað-
arfullt verkefni sem nú lítur dagsins
ljós. Hljómsveitin hefur ekki leikið
opinberlega frá árinu 2012 og verð-
ur því öllu tjaldað til á tónleikun-
um, segir í tilkynningu frá Eldberg.
Tónleikarnir í Tjarnarbíói hefjast
klukkan 21 en húsið verður opnað kl.
20:00. Sala miða er á midi.is mm
Þriðjudaginn 17. mars næstkom-
andi gefa þeir Bjarni Árnason frá
Brennistöðum og Snorri Jóhannes-
son á Augastöðum gaum að slóðum
og örnefnum Arnarvatnsheiðar með
fyrirlestri í Bókhlöðu Snorrastofu,
sem hefur fengið heitið „Smalað og
veitt á Arnarvatnsheiði.“
Þeir félagar fjalla um göngur á
heiðinni fyrir tíma mæðiveikigirð-
inga, en þá smöluðu Húnvetning-
ar og Borgfirðingar sameigninlega
og réttuðu í Réttarvatnstanga. Þeir
lýsa mannvirkjum og tóftum sem
tilheyra þessum tíma og segja sögur
af ferðum sem Borgfirðingar hafa
átt fram til matarkistu sinnar og af-
réttar.
Arnarvatnsheiði hefur fyrir
margra hluta sakir nokkra sérstöðu
í hópi Íslandsheiða. Nægir þar að
minna á vötnin óteljandi, sem hún
geymir með nágranna sínum Tví-
dægru, Hvannamóa Jónasar Hall-
grímssonar, helli Surts í Hallmund-
arhrauni, holu Falla-Eyvindar og
sambýli við Eiríksjökul og Lang-
jökul. Þessa upptalningu gætu flest-
ir Íslendingar líklegast farið með,
en heiðin býr yfir mörgu fleiru sem
vert er að gaumgæfa.
Það vita Borgfirðingar, sem marg-
ir hverjir eiga erindi fram á heiði til
veiða og smölunar ásamt þeim fjöl-
mörgu sem finna þar hvíld og frið-
sæld í faðmi draumalandsins. Í aug-
um þeirra, sem notið hafa vistar á
heiðinni sést gjarnan glampi þegar
hana ber á góma og Snorrastofu er
sérstakt ánægjuefni að geta boðið til
kvöldstundar með þeim sem þekkja
hana manna best, Bjarna Árnasyni
og Snorra Jóhannessyni.
Bjarni hefur þar um árabil safnað
og skráð hnit og örnefni ásamt því
að halda utan um sögur og fróðleik
sem stöðunum tengjast. Snorra þarf
vart að kynna við smölun, refaveið-
ar og eftirlit á sömu slóðum. Bjarni
bregður meðal annars upp korti af
heiðinni með skráningu sinni á ör-
nefnum og saman leiða þeir félagar
gesti kvöldsins um lendur þessa
rómaða fjársjóðs Borgfirðinga með
fróðleik og sögum. Fyrirlesturinn
er í samvinnu við SÖGU jarðvang
og hefst kl. 20:30. Boðið verður til
kaffiveitinga og aðgangur er kr. 500.
-fréttatilkynning
Djassinn mun duna á næstu tónleik-
um Tónlistarfélags Borgarfjarðar í
Landnámssetri fimmtudaginn 19.
mars. Gítardúettinn DUO NOR,
sem skipaður er þeim Ómari Ein-
arssyni og Jakobi Hagedorn-Olsen
hefur starfað um tíu ára skeið og
haldið tónleika víða, meðal annars
á Jazzhátíð Reykjavíkur. Nýverið
bættist dúettinum liðsauki, bassa-
leikarinn Jón Rafnsson, og koma
þeir nú fram undir nafninu TRIO
NOR. Tríóið flytur fjölbreytta og
líflega tónlist. Stíllinn er á suðræn-
um nótum en einnig heyrast áhrif
frá klassískri tónlist og hefðbundn-
ari djassi. Tónleikarnir eru haldnir
í samvinnu við Félag íslenskra tón-
listarmanna - klassíska deild FÍH
og FÍH með styrk frá Mennta-
og menningarmálaráðuneytinu.
Félagsmenn fá að venju frítt inn og
aðrir greiða kr. 2000. Eldri borg-
arar greiða kr. 1000. Tónleikarnir
hefjast kl. 20. 30. Verið velkomin.
–fréttatilk.
Byssur og persónulegir munir veiðimanna
Sveinn Einarsson. Sigmar B. Hauksson.
Smalað og veitt á Arnarvatnsheiði –
fræðsluerindi í Snorrastofu
Bjarni Árnason með einn hníflóttan á
hnakknefinu í leitum á heiðinni.
Snorri Jóhannesson fjallkóngur í
seinni leit.
TRIO NOR í Landnámssetri
Umslag nýju plötunnar; Það
er heimur hugans.
Eldberg með útgáfutónleika
í Tjarnarbíói
Dýrfinna tekur þátt
í Hönnunar-Mars