Skessuhorn


Skessuhorn - 08.04.2015, Blaðsíða 2

Skessuhorn - 08.04.2015, Blaðsíða 2
2 MIÐVIKUDAGUR 8. APRÍL 2015 Fá styrk til funda og fræðslu AKRANES: Skóla- og frí- stundaráð Akraneskaupstað- ar samþykkti á fundi sínum 3. mars síðastliðinn að mæla með því við bæjarráð að veitt verði aukafjárveiting til starfs- mannafunda og fræðslu fyrir starfsfólk í íþróttamannvirkj- um. Bæjarráð samþykkti svo á fundi sínum á dögunum ráð- stöfun fjármuna að fjárhæð kr. 500.000 til íþróttamannvirkja Akraneskaupstaðar vegna starfsmannafunda og fræðslu fyrir starfsfólk. –þá Grundfirðingar halda bæjarhátíð GRUNDARFJÖRÐUR: Eins og mörg undanfarin ár ætla Grundfirðingar að halda bæjarhátíð sína „Á góðri stund“ næsta sumar. Á fundi Hátíðarfélagsins sem haldinn var sl. sunnudag 29. mars var ákveðið að hátíðin færi fram síðustu helgina í júlí venju samkvæmt. Stjórnin ákvað að auglýsa þegar eftir fram- kvæmdarstjóra hátíðarinnar. Áhugasamir eru beðnir um að senda línu á netfangið agodri- stund@bref.is, segir í tilkynn- ingu frá stjórn Hátíðarfélags- ins. -þá Auglýsinga- samningur við Icelandair AKRANES: Bæjarráð Akra- ness samþykkti á fundi sín- um 26. mars sl. fyrirliggjandi drög að samningi milli Akra- neskaupstaðar og Icelandair vegna auglýsingasamnings í þættinum Unique Iceland, sem meðal annars er sýndur á myndbandaveitunni youtube. com. Bæjarráð hvetur til þess að ferðaþjónustufyrirtækjum á Akranesi verði boðin þátttaka við gerð auglýsinganna. Þegar er reiknað með kostnaðinum í samþykktri fjárhagsáætlun sem er kr. 500.000. Samning- urinn er til þriggja ára. Verð- ur gert ráð fyrir kostnaðinum í fjárhagsáætlun áranna 2016 til 2017. -þá Hvalfjarðar- göng lokuð um helgina HVALFJÖRÐUR: Hval- fjarðargöng verða lokuð allri almennri umferð vegna mal- bikunar um næstu helgi, það er frá föstudagskvöldi 10. apríl til mánudagsmorguns 13. apríl. Lokunin gildir frá kl. 20 á föstudagskvöldið til kl. 6 að morgni mánudagsins. Ástæða lokunarinnar er vegna við- halds á slitlagi í göngunum. Nú á að malbika aðra akrein ganganna. Sama verk var unn- ið á hinni akreininni haustið 2014. Þrátt fyrir að lokað sé fyrir almenna umferð er gert ráð fyrir að lögregla, sjúkra- og slökkvilið komist um göng- in ef neyð kallar. Í öðrum til- vikum verða vegfarendur að aka þessa helgina fyrir Hval- fjörð. -mþh Meðal viðburða á Vesturlandi í þessari viku má nefna vetrarleika hestamanna- félagsins Glaðs í Búðardal, stórtónleika söngdívna ættaðar af Skaganum í Tón- bergi og þá eru tveir viðburðir í Land- námsetri í Borgarnesi, Skálmöld og Hallgrímur og Guðríður. Veturinn virðist ekki enn hafa sleppt takinu og áframhaldandi umhleyp- ingar eru í kortunum. Á fimmtudag er spáð að gangi í í austan- og norðaust- an 10-18 með snjókomu eða slyddu en úrkomulítið verði norðvestan til. Á föstudag er útlit fyrir vaxandi norð- austanátt með snjókomu eða slyddu, 10-20 um kvöldið og hvassast austan til. Á laugardag er spáð hvassri norðan átt með snjókomu austan til en hæg- ari og úrkomulitlu vestan til. Lægir og styttir upp um kvöldið. Kólnandi veður. Á sunnudag er útlit fyrir hægt vaxandi sunnan átt og hlýnandi veður, 10-18 um kvöldið og rigning eða slydda sunnan- og vestan til og hiti 0 til 5 stig, en annars úrkomulítið og vægt frost. Í síðustu viku var spurt á vef Skessu- horns. Myndir þú kjósa sama flokk og síðast ef kosið væri til þings í dag? Já, örugglega var svar 34,94% og já senni- lega sögðu 12,56%. Nei örugglega ekki sögðu 25,13% og nei sennilega ekki 11,36%. Ætla ekki að kjósa var svar 6,02% og veit það ekki sögðu 9,98%. Í þessari viku er spurt: Býstu við langvarandi verkföllum? Kári Viðarsson leikstjóri, leikari, stofn- andi og eigandi Frystiklefans í Rifi. Hann hefur sýnt og sannað að menn- ingin getur blómstrað úti á landi. Eyrarrósin er verðskulduð. Til hamingju. Til minnis Veðurhorfur Spurning vikunnar Vestlendingur vikunnar Þann 28. nóvember undirrit- uðu fulltrúar Akraneskaupstaðar, Borgarbyggðar, Skorradalshrepps, Hvalfjarðarsveitar, Kjósarhrepps, Reykjavíkurborgar og Faxaflóa- hafna viljayfirlýsingu um að koma á fót samstarfsvettvangi á Grund- artanga. Viljayfirlýsingin fól með- al annars í sér að hagsmunaaðilar Grundartangasvæðisins lýstu yfir vilja til samstarfs á sviði umhverf- ismála, við mótun framtíðarsýn- ar um svæðið með það að mark- miði að vera leiðandi í umhverfis- málum, upplýsingagjöf um svæðið og forgangsröðun á valkostum fyrir framleiðslu- og þjónustufyrirtæki. Samkvæmt yfirlýsingunni skyldi strax hafist handa við undirbún- ing að stofnun þessa samstarfsvett- vangs í sameiningu. Þessi viljayfir- lýsing var undirrituð með pompi og prakt í stjórnsýsluhúsi Hvalfjarðar- sveitar. Fulltrúi Kjósarhrepps var Guðmundur H. Davíðsson oddviti frá Miðdal. Nú hefur sveitarstjórn Kjósarhrepps dregið sig út úr þessu samstarfi. Hafnað á fundi sveitarstjórnar Viljayfirlýsingin var tekin til um- fjöllunar á fundi sveitarstjórnar Kjósarhrepps 5. mars síðastliðinn. Kjósverjar hafna þátttöku í þróunarfélagi um Grundartanga Þar var henni hafnað með bókun þar sem segir meðal annars: „Samkvæmt fyrirliggjandi drög- um að hluthafasamkomulagi í einkahlutafélaginu Grundartangi Þróunarfélag ehf. er gert ráð fyr- ir því að aðilar viljayfirlýsingarinn- ar verði eigendur alls hlutfjár í fé- laginu að jöfnu. Lagt er hins vegar til að skipun stjórnar félagsins verði með þeim hætti að einn stjórnar- maður verði tilnefndur af Akranes- kaupstað, einn af Faxaflóahöfnum, einn frá Hvalfjarðarsveit og einn frá Reykjavík en einn stjórnarmað- ur verði hins vegar tilnefndur sam- eiginlega af Borgarbyggð, Skorra- dalshreppi og Kjósarhreppi. Sam- kvæmt þessum drögum að hlut- hafasamkomulagi verða helstu við- fangsefni félagsins m.a. að vinna að stofnun iðnaðar- og framleiðslu- klasa á Grundartangasvæðinu og greiða fyrir uppbyggingu, vinna að stofnun þróunarseturs í málmiðn- aði og málmtækni og greiða fyr- ir uppbyggingu atvinnufyrirtækja á svæðinu m.a. með þátttöku í stofn- un, eignarhaldi og rekstri félaga.“ Telja ekki tekið tillit til hagsmuna Áfram segir svo í sömu bókun að: „Kjósarhreppur hefur ekki tal- ið það vera fyrir hagsmuni íbúa og atvinnurekstrar í sveitarfélaginu að stuðla að frekari uppbyggingu á stóriðju á Grundartanga í Hval- firði. Fyrirhuguð skipun stjórnar í félaginu tekur á engan hátt tillit til hagsmuna Kjósarhrepps og tel- ur sveitarfélagið að það muni lít- il áhrif hafa á framgang félagsins þar sem hluthöfum er mismunuð þátttaka í stjórn þrátt fyrir að gert sér ráð fyrir því að eignarhald aðila viljayfirlýsingarinnar í fyrirhuguðu félagi verði jöfn. Af þessum ástæð- um hafnar Kjósarhreppur því að taka þátt í stofnun á Grundartangi Þróunarfélag ehf. á þeim grundvelli sem framlögð drög að hluthafasam- komulaginu gera ráð fyrir.“ Guðmundur H. Davíðsson odd- viti Kjósarhrepps segir að eft- ir að viljayfirlýsingin var undirrit- uð hafi einfaldlega komið á daginn að Grundartangi Þróunarfélag ehf. skyldi verða félag um uppbyggingu fyrir stóriðju og annan þungaiðn- að á Grundartangasvæðinu. „Við í Kjósarhrepp, Borgarbyggð og Skorradalshrepp áttum að leggja fé í þetta þróunarfélag en litlu eða engu fá að ráða. Allavega horfir þetta þannig við hjá okkur í Kjós- inni. Félagið var þannig orðið allt annað en lagt var upp með.“ Guðmundur segist upphaflega hafa staðið í þeirri meiningu að þróunarfélagið ætti ekki að verða uppbyggingarfélag fyrir stóriðju. „En kannski misskildi ég þetta bara. Nú er þó komið á daginn hvað að- ilar voru að hugsa sem áttu frum- kvæði að þessu. Það má segja að það hafi eftir á að hyggja bara ver- ið fínt að við frá Kjósarhreppi kom- um að þessu því allt þetta ferli hef- ur dregið skýrar fram en áður hvað aðilar eins og Faxaflóahafnir, Hval- fjarðarsveit, Akranes og Reykjavík eru að hugsa þegar Grundartangi og Hvalfjörður eru annars vegar. Það er ekkert annað sem vakir fyr- ir þessum aðilum en það að úthýsa sem mestri iðnaðar- og hafnarstarf- semi frá Reykjavík og upp á Grund- artanga. Slíkar fyrirætlanir eru bara ekki í þeim anda sem við í Kjós- inni höfum verið að leggja áherslu á varðandi framtíðarsýn og áherslur á Hvalfjarðarsvæðinu,“ segir odd- viti Kjósarhrepps. Halda uppi gagnrýni Þessi orð Guðmundar H. Davíðs- sonar nú ríma á vissan hátt við yf- irlýsingu sem hann gaf í ræðu þeg- ar viljayfirlýsingin var undirrituð í stjórnsýsluhúsinu í Hvalfjarðar- sveit í nóvember. Þá voru eftirfar- andi orð höfð eftir honum í Skessu- horni: „Við komum ekki endilega inn í þetta sem „jábræður.“ Það er þó mikilvægt að vera með og reyna að hafa áhrif á hvað verið er að gera. Þessi þróun er jákvæð en þarf ekki að fela í sér meiri stóriðjustefnu. Við viljum standa vörð um lífræn- an landbúnað í Kjósinni. Á sama tíma erum við meðvituð um að við getum ekki haldið uppi gagnrýni á mengun því þá erum við svolítið að skjóta okkur í fótinn og viðurkenna að vörur okkar séu ekki nægilega góðar. Nú er búið að kynna fyrir okkur hjá Kjósarhreppi fyrirætlan- ir varðandi starfsemi í Hvammsvík. Þar er verið að horfa á uppbygg- inu á töluverðri ferðaþjónustu með vistvænni hótelbyggingu þar sem gestir stunda vistvæna útivist. Þeir aðilar velta fyrir sér hvernig fram- tíðin verði handan fjarðar á Grund- artanga. Við gátum bara svarað því að þar sé fyrir hendi ákveðið skipu- lag en setjum ákveðna varnagla við það. Að sjálfsögðu munum við halda áfram að fylgjast með því hvað er að gerast þarna og halda mönnum á tánum. Við teljum það okkar hlut- verk en fögnum jafnframt að vera í því samstarfi sem þessi viljayfirlýs- ing gefur til kynna.“ mþh Þessi mynd var tekin þegar viljayfirlýsingin var undirrituð í stjórnsýsluhúsi Hvalfjarðarsveitar 28. nóvember síðastliðinn. Nú hafa Kjósverjar dregið sig út úr samstarfinu. Guðmundur H. Davíðsson oddviti situr yst til vinstri. Samstarfsvettvangurinn um Grundartanga enn á undirbúningsstigi Stefnt var að því við undirritun vilja- yfirlýsingarinnar um samstarfsvett- vanginn um Grundartangasvæðið að hann hefði störf um áramót. Til stóð að ráða sérstakan starfsmann til verkefnisins og hugmyndir voru uppi um að hann hefði vinnuað- stöðu í stjórnsýsluhúsi Hvalfjarðar- sveitar. Ekkert hefur enn orðið úr þeirri ráðningu. „Það má segja að eftir að vilja- yfirlýsingin var undirrituðu þá hafi sveitarfélögin á sinn hátt gripið boltann. Það hefur átt sér stað tölu- verð umræða um hvaða form sé rétt að hafa á þessu samstarfi sem dregið var upp í viljayfirlýsing- unni. Spurt er hvort þetta þróun- arfélag eigi að vera hlutafélag eða á einhverju öðru formi. Um þetta hafa verið skiptar skoðanir. Það var svo samþykkt á fundi Faxaflóa- hafna að fela Akranesi, Hvalfjarðar- sveit og Borgarbyggð að ræða þetta frekar sín á milli. Það var svo hald- inn fundur um málið 31. mars. Þar var ákveðið að biðja um álit frá ráð- gjafafyrirtæki um það hvaða leiðir væru mögulegar í þessum efnum og þar stendur málið núna,“ segir Páll Brynjarsson, framkvæmdastjóri Sam taka sveitarfélaga á Vesturlandi (SSV), en samtökin hafa starfað sem tengslavettvangur í málinu. Páll segir að athugasemdir Kjós- arhrepp varðandi félagið snúi fyrst og fremst að drögum sem lágu fyr- ir. „Það hefur ekkert verið ákveð- ið enn, þetta voru fyrst og fremst drög að félaginu. Það verður bara að ræða við Kjósverja frekar þeg- ar menn hafa rætt þetta verkefni og komist að niðurstöðu um hvaða ramma og skipulag það fær,“ segir Páll Brynjarsson. mþh Kristín Soffía Jónsdóttir formaður stjórnar Faxaflóahafna, Gísli Gíslason hafnar- stjóri, Björn Blöndal formaður borgarráðs Reykjavíkur og Ólafur Adolfsson for- maður bæjarráðs Akraness þegar viljayfirlýsingin var undirrituð í nóvember.

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.