Skessuhorn


Skessuhorn - 08.04.2015, Qupperneq 19

Skessuhorn - 08.04.2015, Qupperneq 19
19MIÐVIKUDAGUR 8. APRÍL 2015 Krossgáta Skessuhorns Hér er ný krossgáta fyrir lesendur að spreyta sig á að leysa. Þeir sem vilja geta sent Skessuhorni lausnarorð/ in á netfangið: krossgata@skessuhorn.is fyrir klukkan 15 á mánudögum. Þeir sem ekki hafa aðgang að tölvu- pósti sendi lausnir á Kirkjubraut 56, 300 Akranesi (at- hugið að póstleggja þarf lausnir í síðasta lagi á föstu- degi). Dregið verður úr réttum innsendum lausnum og fær vinningshafinn bókagjöf frá Skessuhorni. 45 lausnir bárust við krossgátu í blaðinu í síðustu viku. Lausnin var: „dagamunur“. Vinningshafi er: Berg- vin Sævar Guðmundsson, Hlíðarvegi 3, Grundarfirði. mm Sand- bakki Villtur Kynstur Hvílir Ekki öll Mjöður Alltaf Útlim Mylsna Einatt Hroki Linka Æmta Krydd Leynd- ardóm- ur Vík Áflog 2 Gallar Gjálfur Óttast Kraftur Skel Nasa- vængur Afl Blóð- suga Fita Viðmót Ýrður Sær Sterka Dá Skipar Loka Læti Listi Spyrja Óvær Pota 7 Forað Flói 5 Felur 1001 Krulla Reyr Til Asi Hvíli Spil 8 Samdir Hlass Náttaði Upp- hrópun Erfiði Gufa Stunda Bogi 100 Sæl- gæti Kæpa Féll Ofsagt Lekur Smaug Samþ. Stakur 3 Garður Ólíkir Upp- hrópun 1050 Samtök Ekki 1 Kné- beður Varmi Men Kopar Stök Trylla Japla 1001 Síðla Röð 6 Titill Á fæti Dvelja Toppar Pokar Skyld Suða 4 9 1 2 3 4 5 6 7 8 9 Logi Örn annar frá vinstri í efri röð, með liði sínu Stjörnunni. Efnilegir og góðir íþróttamenn eru víða á landinu. Lítið hefur frést af íþróttamönnum í Hvalfjarðarsveit en þó vitað að úr sveitinni eru nokkrir piltar í meistaraflokksliði ÍA í körfu- bolta. Á dögunum veitti sveitar- stjórn Hvalfjarðarsveit afreksstyrk til ungs íþróttamanns. Það var fræðslu- og skólanefnd sveitarfélagsins sem gerði tillögu um styrkinn sem veitt- ur var Loga Erni Axel Ingvarssyni sem æfir og keppir í hópfimleikum, reyndar með Stjörnunni í Garðabæ. Fræðslu- og skólanefndin sagði í um- sókn sinni að Logi Örn væri góð fyr- irmynd og ástundun íþrótta góð for- vörn. Hann sýnir íþrótt sinni mikinn áhuga sem sést best á því að fjórum sinnum í viku fer Logi Örn á æfingar í Garðabæinn. Hann fer með strætó frá Akranesi klukkan hálfs sex á dag- inn og oft er farið að líða á tólfta tímann þegar hann kemur til baka heim til sín. Þótt enn sé Logi Örn ekki orðinn sextán ára hefur hann keppt með meistaraflokki Stjörn- unnar í hópfimleikum og er yngst- ur í því liði. Þá var hann í drengja- landsliði Íslands sem keppti á Evr- ópumótinu í Laugardalshöll í októ- ber síðastliðnum. Mikill aðstöðumunur hjá Stjörnunni og Fima Logi Örn á heima á Sólvöllum sem er við bæjarmörkin sunn- an Akraness. Hann segist alltaf hafa haft mikinn áhuga á íþrótt- um og fimleikar urðu snemma fyr- ir valinu. Logi byrjaði í íþrótta- og tómstundaskólanum nokkru fyr- ir grunnskólann og síðan tóku við fimleikaæfingar hjá FIMA á Akra- nesi. „Það eru svipaðar æfingar í íþróttaskólanum og hjá byrjendum í fimleikunum þannig að mér fannst það liggja beint við að fara að æfa hjá FIMA. Svo þegar mér fannst aðstöðuleysið á Akranesi vera farið að hamla mér þá ákvað ég að fara Íþróttirnar eru stór partur af mínu lífi -segir Logi Örn Axel Ingvarsson fimleikamaður í Hvalfjarðarsveit að æfa með Stjörnunni í Garðabæ. Það var haustið 2013. Ég þekkti strák á Skaganum nokkru eldri en ég sem var að æfa þar og um svipað leyti og ég byrjaði hjá Stjörnunni kom þangað líka jafnaldri minn frá Akranesi Helgi Laxdal. Við erum einmitt samferða í strætó á æfing- ar. Það er gríðarlegur munur að æfa með Stjörnunni eða FIMA að því leyti að aðstöðumunurinn er svo mikill. Í Garðabænum er góð gryfja og allur búnaður mjög góður. Við þurfum ekki að rúlla út dýnum og koma tækjunum fyrir klukkutíma áður og klukkutíma eftir æfingar eins og á Skaganum.“ Mikil reynsla Aðspurður segir Logi Örn að fram- farirnar og árangurinn sé betri en hann hafði nokkurn tíma þorað að vona fyrirfram. „Ég bjóst engan veginn við því að komast í drengja- landsliðið í fyrra og það er líka frá- bært að komast í meistaraflokkinn,“ segir hann. Blandað lið Stjörnunn- ar hefur staðið í harðri keppni við lið Selfoss í vetur og hafa félögin unnið á víxl. Næsta mót er ein- mitt Íslandsmót og það verður í Garðabæ um aðra helgi, 17. og 18. apríl. Logi Örn segir að stefnan sé að hampa Íslandsmeistaratitli á heimavelli. „En svo er það líka heil- mikil reynsla sem ég fæ út úr þessu. Fyrir Evrópumótið í fyrra var farið í æfingabúðir til Danmerkur í rúma viku. Þar var farið í gegnum mark- miðssetningu og allan pakkann, sál- fræðiþáttinn, mataræðið og fleira. Ég lærði heilmikið af því. Við erum núna farnir að safna okkur fyrir æf- ingabúðum í Ítalíu í ágúst og svo verður Norðurlandamót í Laugar- dalshöll í októbermánuði. Ég stefni að því að keppa með blönduðu liði Stjörnunnar þá.“ Góður félagsskapur Helena Bergström móðir Loga Arnar segir að mikill kostnaður fylgi því að taka þátt í afreksíþrótt- um. Kostnaðurinn hjá Logi Erni á síðasta ári í fimleikunum hafi ver- ið í kringum hálfa milljón og verði sjálfsagt ekki minni í ár. „En það er vel þess virði. Það er svo mikils virði í dag að börn og unglingar temji sér heilbrigðan og flottan lífstíl eins og krakkarnir gera í íþróttunum. Yngri systir hans er líka í fimleikum og æfir hjá FIMA.“ Þegar Logi Örn er spurður hvað hann fái út úr því að stunda fimleika segir hann. „Ég hef alltaf haft mikla þörf fyrir að hreyfa mig. Íþróttirnar eru svo stór partur af mínu lífi. Þarna eru félagar mín- ir, í fimleikunum er mjög góður fé- lagsskapur. Það eru ekki bara strák- arnir í íslensku liðunum og lands- liðinu sem eru miklir vinir, heldur sér maður það á stóru mótunum að til dæmis Skandínavarnir þekkjast mjög vel. Mínir félagar í Stjörnunni hafa komið þrisvar sinnum í heim- sókn hingað og þá höfum við far- ið í sund, á hestabak, borðað saman og átt góðan dag. Hugurinn stefn- ir í framhaldsskóla í Garðabæ bara út af fimleikunum en ég býst við að vera einn vetur í FVA áður.“ Aðalatriðið að hafa gaman Þegar Logi Örn er spurður um framtíðarmarkmiðin segir hann að sig langi til að vera eins lengi í fim- leikunum og hann hefur gaman af þeim. „Aðalatriðið er náttúrlega að hafa gaman af því að vera í íþrótt- um. Ég er ekkert ennþá farinn að plana hvað mig langar að gera í sambandi við menntun og vinnu. Vonandi fer það að lagast fjárhags- lega fyrir okkur strákana að stunda fimleikana. Stelpurnar eru komnar aðeins lengra. Þær eru farnar að fá styrktaraðila og ég trúi því að það sé ekki langt í það að við strákarn- ir fáum líka fyrirtæki til að styrkja okkur. Það er hins vegar ennþá þannig að það er ekki hægt að verða atvinnumaður í hópfimleik- um. Kannski verður það einhvern tíma en ég ætla bara að stunda mína íþrótt áfram meðan ég hef gaman af henni og það verður vonandi mörg ár í viðbót.“ þá Logi Örn Axel Ingvarsson heima hjá sér á Sólvöllum í Hvalfjarðarsveit.

x

Skessuhorn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.