Skessuhorn - 08.04.2015, Blaðsíða 16
16 MIÐVIKUDAGUR 8. APRÍL 2015
Garðaþjónustan Sigur-Garðar
Tökum að okkur alla almenna skrúðgarðavinnu
Sindri Arnfjörð garðyrkjumaður - Laufskálum 311 Borgarbyggð
Netfang: sindri@vesturland.is - Vinnusími: 892-7663
Hellulagnir - Hleðsla - Þökulagnir - Jarðvegsskipti
Trjáklippingar - Gróðursetningar - Garðsláttur - Plöntusala
Þjónusta í 25 ár
SK
ES
SU
H
O
R
N
2
01
5
Nafn: Birkir Snær Guðlaugsson.
Starfsheiti/fyrirtæki: Matreiðslu-
maður hjá Fjölbrautaskóla Vestur-
lands.
Fjölskylduhagir/búseta: Ég
er kvæntur henni Eyrúnu Jónu
Reynisdóttur. Við eigum litla sæta
stelpu sem heitir Valey Rún og svo
eigum við von á öðru barni núna
í maí.
Áhugamál: Matreiðsla, hestar og
svo margt fleira.
Vinnudagurinn: 23. mars.
Klukkan hvað vaknaðirðu og
hvað var það fyrsta sem þú
gerðir? Ég vaknaði klukkan 7 og
burstaði tennurnar.
Hvað borðaðirðu í morgunmat?
Hafragraut.
Hvenær fórstu til vinnu og
hvernig? Ég lagði af stað klukkan
7:30, akandi.
Hvað varstu að gera klukkan 10?
Ég vara að skera fisk í skammta og
laga súpu, en í matinn þann dag-
inn var soðinn fiskur og sveppa-
súpa.
Hvað gerðirðu í hádeginu? Í há-
deginu skammta ég bæði kennur-
um og nemendum mat.
Hvað varstu að gera klukkan
14? Sat á skrifstofunni minni að
klára uppgjör síðustu viku.
Hvenær hættirðu og hvað
var það síðasta sem þú gerð-
ir í vinnunni? Ég kláraði þenn-
an vinnudag um klukkan 15:30.
Ég gekk um eldhúsið og athugaði
hvort ekki væri örugglega slökkt á
öllum tækjum og gengið frá öllum
mat í kæla.
Hvað var í kvöldmat og hver
eldaði? Takkóskeljar með hakki.
Það var samvinnuverkefni, elda-
mennskan þennan daginn.
Hvernig var kvöldið? Það vara
frekar róleg í faðmi fjölskyldunn-
ar.
Hvað stendur uppúr eftir dag-
inn? Fiskurinn í hádeginu var
mjög ferskur og góður frá Einars-
búð.
Dag ur í lífi...
matreiðslumanns
Fjölskylduhjálp Íslands stefnir að
því að opna starfstöð á Akranesi
í maímánuði. Hún verður opin
virka daga frá
kl. 13 til 18.
Þessi starfs-
stöð verð-
ur fyrsta kast-
ið rekin sem
nytjamarkaður
þar sem seldur
verður fatnað-
ur og annað á
góðu verði til
fjáröflunar fyr-
ir Fjölskyldu-
hjálpina. Fyr-
ir jólin verður
síðan matarút-
hlutun.
„Við ósk-
um eftir sjálfboðaliðum til starfa
og getur hver og einn sjálfboða-
liði unnið einn dag í viku. Það er
töluvert um að íbúar á Akranesi og
víðar af Vesturlandi leiti til okk-
ar eftir aðstoð. Við höfum orð-
ið vör við að fólk komi sér saman
um að safnast í
bíla til að fara
suður í Fjöl-
skylduhjálp-
ina þar,“ segir
Ásgerður Jóna
F l o s a d ó t t i r
framkvæmda-
stjóri Fjöl-
skylduhjálpar-
innar. Ásgerð-
ur Jóna segir
að Anna Val-
dís Jónsdótt-
ir gefi nán-
ari upplýsing-
ar í síma 897
8012. „Von-
andi sjá Akurnesingar sér fært að
leggja okkur lið. Neyðin er mik-
il.“
mþh
Fjölskylduhjálp Íslands
ætlar að opna á Akranesi
Rafbíllinn virðist draumarennireiðin hjá mörgum Vestlendingum, ekki síst á Akranesi. Myndin sýnir hinn umtalaða Nissan Leaf.
Rafbílar seldust mest hjá stærsta
bílaumboðinu í marsmánuði
Nú í mars urðu þau sögulegu tíð-
indi að rafbílar seldust mest ein-
stakra bílagerða í einum mánuðui
hjá BL ehf. Það er stærsta bíla-
umboð landsins með um 25 pró-
senta hlutdeild í fólksbílum. „Sölu-
hæsta merkið hjá okkur var Nissan.
Af þeim seldum við 67 bíla af 217
sem umboðið afhenti kaupendum
í marsmánuði. Af þessum 67 Niss-
an-bílum voru 25 af gerðinni Niss-
an Leaf sem er rafknúni fólksbíllinn
frá þessum framleiðanda. Leaf-raf-
bíllinn er þannig sú einstaka gerð
sem seldist mest af hjá okkur í síð-
asta mánuði,“ segir Skúli K. Skúla-
son framkvæmdastjóri sölusviðs BL
við Skessuhorn.
Mestur áhugi
á Akranesi
Skúli segist verða var við mikinn
áhuga á rafbílum frá kaupendum
sem búi í grennd við höfuðborgar-
svæðið. „Mér finnst Akranes hafa
sýnt einna mestan áhuga á þessum
bílum. Þar er mesta gróskan og mér
finnst einna mest hafa farið þangað
undanfarið. Þá er fólk að horfa í að
fara milli Akraness og höfuðborg-
arsvæðisins daglega til að mynda
vegna vinnu.“
BL byrjaði að flytja inn og selja
rafbíla í ágústmánuði 2013. „Þetta
fór nú rólega af stað. Fram að þess-
um tíma hafði verið mjög lítil sala
í rafbílum á Íslandi. Svo fór þetta
að hreyfast. Það var eiginlega Leaf-
fólksbíllinn sem setti þetta í gang“
Skúli segir að rafbílarnir hafi
staðið sig mjög vel í hálku og ófærð
vetursins. Samt sé það þannig að
flestir virðist tengja þá við sumar
og sól. „Um leið og útlit varð fyr-
ir að illviðri vetrarins væru að baki
þá blossaði áhuginn upp nú í mars.
Kannski er það nýjabrumið við
þessa bíla sem fær fólk til að líta á þá
sem sumarbíla. Samt reyndust þeir
mjög vel nú í vetur. Það er hlíf und-
ir öllum bílnum, ekkert sem skar-
ar niður og hamlar í ófærð. Svo er
miklu jafnari þyngdarpunktur í raf-
bílunum. Þeir liggja mjög þungt á
öllum hjólum. Rafhlöður eru neðst
fyrir miðjum bíl og vélin frammi í.
Af þessum sökum liggja þeir mjög
vel.“
Samið um
hraðhleðslustöð
Það eru ekki bara einstakling-
ar sem kaupa rafbíla. Bílaleigurn-
ar eru líka farnar að festa kaup á
þeim. „Nú eftir þessa sölugusu í
mars reiknast mér til að alls séu um
350 rafbílar séu á götunum hér á
landi. Líklega verða seldir um 200
bílar í ár,“ segir Skúli K. Skúlason.
Rafbílavæðingin virðist vera að
festa sig í sessi fyrir alvöru á Akra-
nesi. Á fundi bæjarráðs Akraness á
dögunum var lagður fram til kynn-
ingar samningur Akraneskaupstað-
ar og Orku náttúrunnar ohf. um
hraðhleðslustöð fyrir rafbíla við
verslunarmiðstöðina á Dalbraut 1
á Akranesi. Bæjarráð segist í bókun
fagna tilkomu hraðhleðslustöðv-
ar á Akranesi enda um umhverfis-
vænan kost að ræða sem vonandi
sem flestir munu nýta sér í fram-
tíðinni. Áætlað er að hraðhleðslu-
stöðin verði sett upp nú á vordög-
um.
mþh