Skessuhorn


Skessuhorn - 08.04.2015, Blaðsíða 15

Skessuhorn - 08.04.2015, Blaðsíða 15
15MIÐVIKUDAGUR 8. APRÍL 2015 Rúmlega aldargamalt hús af Akranesi öðlast nýtt líf í Grundarfirði Fornfrægt íbúðarhús af Akra- nesi gengur nú í endurnýjum líf- daga vestur í Grundarfirði. Það var byggt árið 1908, heitir Bjargar- steinn og stóð við Vesturgötu í 104 ár. Í mars 2013 var það svo tekið af grunni sínum og flutt í Borgar- nes þar sem það var gert upp að utan. Nú hefur Bjargarsteinn verið seldur til Grundarfjarðar þar sem unnið er hörðum höndum að því að húsið verði hluti af nýjum veit- ingastað sem fundinn hefur verið staður á sjávarbakka með frábæru útsýni yfir sjálfan Grundarfjörðinn og yfir til fjallahringsins við bæinn þar sem Kirkjufellið er frægast. Verður veitinga- og kaffihús Blaðamaður Skessuhorns hefur litið við í heimsókn í Grundarfirði til að sjá nýja veitingahúsið sem þar er verið að byggja upp. Iðn- aðarmenn eru að störfum. Þarna stendur Bjargarsteinn á nýjum grunni í nýju umhverfi sem er allt annað en það stóð í rúma öld við Akraneskirkju. Þrátt fyrir nýtt um- hverfi og nýja bárujárnsklæðningu er þetta litla og vinalega hús samt auðþekkt þeim sem man það sem hluta af bæjarmyndinni frá árun- um á Akranesi. „Við Selma Rut Þorkelsdótt- ir konan mín og ég, fundum þetta fallega hús í Borgarnesi í fyrra og fluttum það hingað í Grundar- fjörð. Húsið höfðum við komið auga á einhvern tímann þegar við áttum leið um Borgarnes þar sem það stóð nýuppert til sölu við tré- smiðju SÓ húsbygginga þar sem það var endurnýjað. Við kíktum inn um gluggana og sú hugmynd kviknaði að gera úr því veitinga- hús. Fólk hváði við í fyrstu því hús- ið var talið alltof lítið til slíks sem það og er svona eitt og sér. Til að hægt yrði að nýta það í veitinga- rekstur yrði auðvitað að bæta húsa- kosti við það. Við höfum nú hann- að og hafið byggingu á veitingastað hér í Grundarfirði þar sem Bjarg- arsteinn verður miðpunkturinn. Þetta verður bæði kaffihús og veit- ingastaður með spennandi matar- konsepti,“ segir Gunnar Garðars- son veitingamaður. Blanda gömlum og nýjum húsum Við Bjargarstein er svo búið að steypa grunn að því sem á að verða viðbyggð veitingastofa. Gam- all fiskhjallur sem þarna stóð fær að vera áfram, sem og beitninga- skúr. Ásamt gamla íbúðarhúsinu frá Akranesi mun þetta gefa rétt yfirbragð veitingarstaðar í íslensku sjávarþorpi. Allt þetta verður hluti af nýja veitingastaðnum sem Gunnar, Selma og foreldrar henn- ar eru að koma á fót ásamt Einari S. Valdemarssyni. Sjálfur er Gunnar að vinna í húsinu ásamt Olgu Sædísi Ein- arsdóttur tengdamóður sinni þeg- ar Skessuhorn lítur við. Olga býr í Grundarfirði ásamt eiginmanni sínum Þorkeli Gunnari Þorkels- syni múrarameistara. „Hann er byggingastjóri hér og stýrir fram- kvæmdaferlinu við uppsetninguna á staðnum. Síðan mun hann sjá um húsakostinn. Ég er hins veg- ar matreiðslumaður. Konan mín er svo áhugabakari og kemur til með sjá um allan bakstur ásamt tengda- mömmu,“ segir Gunnar kankvís á svip. Gamall draumur að rætast Það er ákveðin forsaga að þessum nýja veitingastað í Grundarfirði. „Við Selma Rut höfum verið með veitingarekstur í Narfeyrarstofu í Stykkishólmi undanfarin fjögur ár með Einari. Við kynntumst öll á sínum tíma á Bifröst þar sem ég vann sem kokkur, og hófum rekst- urinn í Stykkishólmi. Okkar leigu- samningur á húsnæði Narfeyrar- stofu rennur út eftir sumarið í ár. Þar höfum við þá verið með rekst- ur í fimm sumur. Einnig höfum við rekið veitingastaðinn Pláss- ið, sem var áður Fimm fiskar, í Hólminum. Allt hefur þetta gefið okkur dýrmæta reynslu og þekk- ingu. Þar sem við erum að hætta með Narfeyrarstofu í ár og leigu- samningurinn á húsnæði Plássins rennur út 2016 án þess að við vit- um enn hvort hann endurnýjist, þá höfum við verið að hugsa okkur til hreyfings og litið eftir einhverju í staðinn,“ útskýrir Gunnar. Stofnun nýs veitingastað- ar í Grundarfirði varð niðurstað- an. „Við ætluðum alltaf að stofna veitingahús hér í bænum þar sem Selma Rut er héðan. Aðstæð- ur réðu því þó að við byrjuðum að sinni í Stykkishólmi. Gamli draumrinn um stað í Grundarfirði kviknaði svo aftur þegar við sáum þetta gamla og fallega hús í Borg- arnesi.“ Stefna á opnun í sumar Tengdaforeldrar Gunnars þau Olga Sædís og Þorkell Gunnar eru að fullu þátttakendur í þessu verk- efni og búsett í Grundarfirði. „Við fórum að líta í kringum okkur eftir staðsetningu hér í Grundarfirði til að reyna að sjá hvar væri skemmti- legast að setja niður svona stað. Þessi staður hér er mjög hentug- ur. Við erum í bænum, við sjó- inn og horfum yfir til Kirkjufells. Það er afskaplega fallegt hérna og mikið líf. Það er ekki óvenjulegt að sjá háhyrninga synda á firðin- um hér fyrir framan. Um daginn sást til arnar hér í fjörunni,“ segir Olga Sædís. Þau Olga og Gunnar segja að gamla húsið Bjargarsteinn komi til með að rúma lítið eldhús og stofu fyrir kaffiveitingar. Á efri hæðinni þar sem farið er upp um gaml- an og þröngan stiga eru lítil her- bergi undir súð. Þau megi nýta sem fundarherbergi og eða koní- akstofu. Til hliðar við Bjargarstein verður svo nýbyggður veitingasal- ur sem á að rúma 40 til 45 gesti í einu. „Þetta verður fyrst og fremst góður veitingastaður. Við verðum með gott fagfólk í matreiðslu. Við vonumst til að opna í júní ef allt gengur upp bæði varðandi fram- kvæmdir og leyfisveitingar. Veit- ingastaðurinn á að heita Bjargar- steinn eins gamla húsið hét þegar það stóð á Akranesi. Okkur þykir það fallegt nafn sem hljómar vel.“ mþh Bjargarsteinn stendur á sjávarbakka í Grundarfirði þaðan sem horfa má vestur yfir fjörðinn að Kirkjufelli í allri þess dýrð. Vinstra megin á myndinni má sjá gamla hjallinn sem verður hluti af veitingastaðnum Bjargarsteini. Grunnur veitingaskálans er svo hægra megin. Gömlu húsin sem Akranes hafnaði Tvö gömul hús, bæði yfir eitt hundrað ára, hafa verið flutt frá Akranesi frá árinu 2012. Fyrra húsið er Bjargarsteinn sem nú er að öðlast nýtt hlutverk í Grundarfirði. Bjargarsteinn var byggður árið 1908 og stóð alla tíð við Vesturgötu gengt Akra- neskirkju og á lóðinni sem er við hlið safnaðarheimilis kirkjunnar. Í grein eftir Gísla S. Sigurðsson í Árbók Akurnesinga 2004 kem- ur fram að sama fólk úr sömu fjöl- skyldu hafi búið í húsinu á ára- bilinu 1922-1963. Hjónin Jós- ef Einvarðsson og Christel Ein- varðsson keyptu það þá og bjuggu þar með börnum sínum allt fram um 2010. Akraneskirkja keypti þá húsið í því skyni að fjarlægja það svo fjölga mætti bílastæðum við Akraneskirkju og safnaðarheimil- ið Vinaminni. Fyrirtækið SÓ hús- byggingar í Borgarnesi fékk að hirða húsið gegn því að fjarlægja það af lóðinni. Það hefur sér- hæft sig í að gera upp gömul hús. Það var og gert við Bjargarstein í Borgarnesi og húsið síðan selt til Grundarfjarðar þar sem það er í dag. Bílastæði er nú á lóð Bjargar- steins á Akranesi. Hitt húsið sem hefur farið frá Akranesi er Vindhæli sem stóð við Vesturgötu 51, nálægt horni þeirrar götu og Krókatúns. Vind- hæli var reist 1910. Þar bjó lengi Jón Sigurðsson smiður ásamt Sig- ríði Lárusdóttur konu sinni. Hann þótti merkilegur smiður sem reisti mörg hús á Akranesi. Í kjallaran- um hafði hann trésmíðaverkstæði og smíðaði þar meðal annars allar líkkistur sem notaðar voru í bæn- um. Vindhæli var í fyrra flutt að Hvítárvökkum í Borgarfirði þar sem það hefur staðið síðan. Ekkert er á lóð þess húss við Vesturgötu í dag. mþh Bjargarsteinn tekinn af lóð sinni á Akranesi. Vindhæli þar sem það stóð fyrr í vetur á Hvítárbakka og beið framtíðar. Gunnar Garðarson og Olga Sædís Einarsdóttir fyrir utan Bjargarstein.

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.