Skessuhorn


Skessuhorn - 08.04.2015, Blaðsíða 13

Skessuhorn - 08.04.2015, Blaðsíða 13
13MIÐVIKUDAGUR 8. APRÍL 2015 Grímnir setur upp krimma í gömlu fiskvinnsluhúsi „Það er eins og maðurinn sagði, þetta verður „busy mánuður,“ segir Hinrik Þór Svavarsson nýútskrifað- ur leikstjóri úr Listaháskóla Íslands. Hann mætti fyrir um þremur vik- um til Stykkishólms í þeim tilgangi að setja upp leikrit hjá Leikfélaginu Grímni. Fyrst í stað var ætlunin að setja upp spunaverk en síðan kom til skjalanna gamall krimmi. Svo er að sjá að hann hafi aðeins ver- ið sýndur hjá einu leikfélagi á Ís- landi áður. Það var hjá leikklúbbn- um Kröflu í Hrísey í lok áttunda áratugarins. Leikritið heitir „Beðið í myrkri.“ Það er eftir breska leik- ritaskáldið Fredrick Knott í þýð- ingu Lofts Guðmundssonar. Efni verksins var einnig bíómynd á sjö- unda áratug liðinnar aldar. Í þeirri mynd sú kunna leikkona Audrey Hepburn í aðalhlutverkinu. „Já þetta er gamalt „film noir“. Þessi Fredrick Knott er svo sem ekkert mjög þekktur en hann samdi líka leikrit sem hét „Dial M for mur- der“ og Alfred Hitchcock gerði síð- an spennumynd eftir,“ segir Hinrik Þór Svavarsson leikstjóri. Skemmtilegt fléttuverk Stefnt er að frumsýningu á „Beð- ið í myrkri“ ekki seinna en í byrj- un maímánaðar. Þetta skýrir hvers vegna Hinrik Þór talar um anna- saman mánuð. Æfingar hófust fyr- ir rúmum hálfum mánuði og ganga að hans sögn vel. Hinrik Þór segir að um skemmtilegt fléttuverk sé að ræða, „plott“ drifna sakamálasögu. Aðalpersónan er blind kona sem dregst inn í fléttu smáglæpamanna í Lundúnaborg. Þeir reyna að kom- ast yfir dúkku fulla af eiturlyfjum sem fyrir mistök hefur hafnað hjá hjónum sem ekkert vita um málið. Þeir narra eiginmanninn í burtu og halda að eftirleikurinn verði þeim auðveldur þar sem konan er blind. En þegar myrkrið skellur á hefur hún forskot á hina sjáandi. Hinrik Þór segir að meira verði ekki gefið upp að sinni. Hann segist hafa not- ið tímans vel í Stykkishólmi frá því hann kom þangað í síðasta mán- uði. „Þessi tími hefur verið frábær en þetta er mitt fyrsta verkefni sem leikstjóri. Það er mjög ögrandi og líka að þetta er í fyrsta skipti sem ég bý út á landi. Núna er ég með fallegasta umhverfi sem hægt er að hugsa sér. Breiðafjörðurinn blasir við út um stofugluggann og útsýni í átt að Vatnasafninu,“ segir Hin- rik Þór sem hefur fram til þessa að mestu alið manninn á höfuðborg- arsvæðinu. Umbreyta hráu húsi í leikhús Hinrik Þór segir að vinnan við leikritið sé farin á fullt og mik- ill áhugi meðal félaga í Grímni. Hlutverk eru sex í leikritinu, þar af tvö kvenhlutverk. Æfingar hafa verið í leikfélagshúsinu í Hljóm- skálanum í Stykkishólmi en ætl- unin er að sýna leikritið í húsnæði gamla fiskvinnsluhússins Rækj- uness við Neskinn. „Við reiknum með að fara inn í Rækjunes næstu dagana. Þá fer allt á fullt í vinnu við leiksýninguna. Það er gríðar- lega spennandi og skemmtilegt að komast inn í hrátt húsnæði eins og við gerum núna og umbreyta því í leikhús. Ætli við gerum það ekki þannig að fólk þekki það ekki á eft- ir. Við erum að fara í spor kollega míns Kára Viðarssonar sem hefur verið að gera frábæra hluti í Frysti- klefanum í Rifi. Þetta verður mjög spennandi,“ segir Hinrik Þór. Hugmynd um listamið- stöð í Rækjunesi Það er fyrirtækið Skipavík sem á Rækjuneshúsið sem er alls er um 2500 fermetrar að stærð. Í stærst- um hluta þess er iðnaðarstarfsemi, fiskmarkaður og verbúðir. Sigurjón Jónsson einn af eigendum Skipa- víkur sagði í samtali við Skessuhorn að hugmyndin væri að breyta með tíð og tíma hluta hússins í eins kon- ar listamiðstöð reynist áhugi fyrir því. Sá hluti er um 700 fermetrar og hefur mörg síðustu árin verið nýtt- ur sem geymslur. Sigurjón sagði að leikfélagið fengi nú til afnota hluta af þessu plássi en einnig væri hug- myndir um að skapa þarna aðstöðu fyrir listafólk. Of snemmt væri þó að úttala sig um það frekar en von- andi reyndist áhugi í samfélaginu fyrir því. „Það er alla vega ætlunin að reyna að lyfta menningarlífinu aðeins upp,“ segir Sigurjón. þá Hinrik Þór Svavarsson leikstjóri. Atvinna Hótel Borgarnes óskar eftir að ráða starfsfólk í móttöku, aðstoð í sal og við þrif á herbergjum. Vinsamlegast sendið umsóknir á info@hotelborgarnes.is. Upplýsingar í síma 856-1619. SK ES SU H O R N 2 01 5 Frystiklefinn í Rifi handhafi Eyrarrósarinnar Frystiklefinn í Rifi hlaut Eyrar- rósina 2015, verðlaun fyrir fram- úrskarandi menningarverkefni á landsbyggðinni. Kári Viðarsson leikari er eigandi og framkvæmda- stjóri Frystiklefans. „Það er frá- bær viðurkenning og mikill heiður að fá þessi verðlaun. Þetta eru ein- hver stærstu menningarverðlaun sem veitt eru á landinu,“ sagði Kári í samtali við Skessuhorn. „Það er rosalega gaman að fá svona klapp á bakið frá þeim sem eru í valnefndinni og sjá um að veita Eyrarrósina því þetta er fólk sem horfir yfir allt landið og skoð- ar það sem er í gangi. Gaman er að það taki eftir því sem um er að vera hér,“ bætir hann við. Verðlaun nýtast vel Handhafi Eyrarrósarinnar hverju sinni hlýtur að launum flugmiða og verðlaunafé að upphæð 1.650.000 krónur. „Það hjálpar mér að gera meira af skemmtilegum hlutum en ég hafði ætlað mér. Ég hef allt- af farið með skynsemina að vopni í hverja baráttu og öll verkefni. Þetta gerir mér kleift að fara aðeins hrað- ar, gera aðeins meira og aðeins fyrr en ég hafði ætlað mér,“ segir Kári. Hann vill nýta tækifærið og koma fram þökkum til íbúa Snæ- fellsbæjar. „Ég er afskaplega þakk- látur þeim sem hafa hjálpað mér í gegnum tíðina og sérstaklega heimamönnum fyrir að mæta vel á þá viðburði sem hafa verið í boði og styðja þá listamenn sem vilja koma hingað. Margir listamenn vilja koma því þeir hafa heyrt góða hluti. Þeim þykir æðislegt að geta komið í svona lítinn bæ og feng- ið góða mætingu. Það er fyrst og fremst fólkinu hérna að þakka,“ segir hann og vonast til að það haldi áfram á næstu misserum. Hefur í nægu að snúast Kári Viðarsson er önnum kafinn. „Ég er að vinna í sumardagskránni núna. Það verður vikudagskrá frá júní og fram í ágúst, viðburð- ir nánast á hverjum degi, bæði kvölds og morgna og samtals tíu á viku. Síðan verða sumartónleikar hjá okkur á sumardaginn fyrsta þar sem Mammút og Alda Dís, heima- maðurinn sem er að gera það gott í Ísland Got Talent, munu koma fram,“ segir hann glaður í bragði. Eins og áður sagði telur Kári að verðlaunin muni veita sér byr und- ir báða vængi. „Þetta kemur sér mjög vel, þegar öllu er á botninn hvolft þá er þetta vinnan mín. Þó ég sé listamaður þá er þetta alvöru vinna og meira að segja mjög mik- il vinna. Ég held að flestir séu bún- ir að átta sig því. Að fá svona verð- laun hjálpar rosalega mikið til að maður geti haldið áfram að gera skemmtilega og góða hluti,“ seg- ir Kári að lokum. kgk Kári Viðarsson leikari, leikstjóri, eigandi og framkvæmdastjóri Frystiklefans í Rifi. Skagadívur halda tónleika á Akranesi Næstkomandi sunnudagskvöld, 12. apríl, mun söngsveitin Skagadívur halda tónleika í Tónbergi í samstarfi við lista- og menningarfélagið Kal- man. Skagadívur skipa fjórar sópr- ansöngkonur auk píanóleikara sem allar rekja ættir sínar upp á Akra- nes. Þetta eru þær Erla Björk Kára- dóttir, Hanna Þóra Guðbrandsdótt- ir, Ingibjörg Ólafsdóttir, Þóra Björns- dóttir og Hrönn Þráinsdóttir píanó- leikari. Tónleikarnir á sunnudaginn verða fyrsta skipti sem þær koma fram undir þessum formerkjum. Allar hafa þær hins vegar unnið saman við ýmis verkefni, bæði sjálfstætt og í Íslensku Óperunni. „Þessi hópur er eiginlega stofnaður baksviðs í Óperunni. Við komum að uppsetningu á Don Carlo og einhver kastaði þessari hugmynd fram í hálfgerðu gríni,“ segir Hanna Þóra í samtali við Skessuhorn. Dagskrá tónleikanna verður í léttum dúr að sögn Hönnu. Tónlistin verð- ur ekki dramatísk. „Þetta verða létt- ari lög en við syngjum kannski vana- lega, óperettur, dúettar, einsöngvar og einhver söngleikjalög fá að fljóta með. Við ætlum til dæmis að syngja eitt lag úr söngleiknum Show Boat,“ seg- ir hún og bætir því við að henni þyki frábært að Kalman hafi tekið að sér að halda utan um tónleikana. „Þá get- um við dívurnar bara einbeitt okkur að tónlistinni,“ segir hún og hlær. „Ég hvet að sjálfsögðu alla Skagamenn til að mæta á sunnudaginn klukkan átta, þar sem við ætlum að skemmta bæði sjálfum okkur og öðrum, og sjá hvað við eigum mikið af góðum söngkon- um. Það er nefnilega dálítið athyglis- vert hvað Akranes hefur getið af sér hlutfallslega margar sópransöngkon- ur. Kannski er það fjallið, Akrafjallið er díva,“ segir Hanna Þóra að lokum og brosir. kgk Skagadívurnar. F.v. Þóra, Inga, Hanna Þóra, Hrönn og Erla Tónbergi 12. apríl kl. 20 SKAGADÍVUR! Skagadívur er hópur óperusöngkvenna sem allar eru ættaðar eða eiga ættir að rekja á Akranes. Þær eiga það sam eigin legt að starfa sem slíkar og hafa unnið mikið saman bæði sjálfstætt sem og með Íslensku Óperunni. Ætla þær nú að gleðja og skemmta sínu fólki, Skagamönnum. Þetta eru þær Erla Björk Káradóttir sópran, Hanna Þóra Guðbrandsdóttir sópran, Ingibjörg Ólafsdóttir sópran, Þóra Björnsdóttir sópran. Með þeim leikur Hrönn Þráins- dóttir á píanó en hún á einnig ættir sínar að rekja á Akranes. Aðgangseyrir kr. 2.500,- / Kalmansvinir kr. 2.000,- Miðasala við innganginn Ingibjörg Þóra Erla Björk Hanna Þóra Hrönn

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.