Skessuhorn


Skessuhorn - 08.04.2015, Blaðsíða 1

Skessuhorn - 08.04.2015, Blaðsíða 1
FRÉTTAVEITA VESTURLANDS – www.skessuhorn.is 15. tbl. 18. árg. 8. apríl 2015 - kr. 750 í lausasölu HEFUR SAFNAÐ FYRIR ÖKUTÆKI FYRIR HVERJU LANGAR ÞIG AÐ SAFNA? Allt um sparnað á arionbanki.is/reglulegur_sparnadur Rafræn áskrift Ný áskriftarleið Pantaðu núna Fluconazol ratiopharm Fæst án lyfseðils Er þér annt um hjartað? Eru bólgur og verkir að hrjá þig? Landnámssetur Íslands, Brákarbraut 13 – 15, Borgarnesi Næstu sýningar í Landnámssetrinu Hallgrímur og Guðríður Steinunn Jóhannesdóttir segir örlagasögu Hallgríms Péturssonar og Guðríðar Símonardóttur Sunnudaginn 12. apríl kl. 16:00 Föstudaginn 17. apríl kl. 20:00 Skálmöld Einars Feðginin Einar Kárason og Júlía Margrét segja frá atburðunum sem mörkuðu upphaf Sturlungaaldar Sýning föstudaginn 10. apríl kl. 20:00 Nánari upplýsingar um sýningar á landnamssetur.is SK ES SU H O R N 2 01 5 „Loksins hafðist þessi áfangi. Tíð- arfarið er búið að tefja fyrir okk- ur um nokkrar vikur. Gott að við ætluðum okkur rúman tíma,“ seg- ir Sigurður Skarphéðinsson fram- kvæmdastjóri Ice Cave Iceland rekstrarfélagsins um ísgöngin í Langjökli. Á annan í páskum var haftið rofið í gerð ísgangahringsins í jöklinum. Sigurður segir að þrátt fyrir taf- ir að undanförnu verði ísgöngin opnuð eins og áætlanir gerðu ráð fyrir 1. júní næstkomandi. „Ég hef trú á því að þá verði þetta klárt og þó það verði einhver smá frágang- ur eftir þá tökum við á móti fyrsta hópnum og svo í framhaldinu hverjum af öðrum. Það eru mörg þúsund búin að panta og þetta lítur vel út, gæti farið fram úr áætlunum hjá okkur strax á fyrsta ári,“ sagði Sigurður í samtali við Skessuhorn. Nú fer á fullt vinna við að snyrta og ganga frá göngunum. Hringur- inn í jöklinum er um 420 metrar og frá jökul rönd og inn að hringum eru um hundrað metra löng göng. Áætlanir gerðu ráð fyrir um 15 þúsund gestum á þessu ári en sam- kvæmt pöntunum og viðbrögðum gætu þeir orðið fleiri. Þessi nýja af- þreying á Íslandi hefur fengið mikla umfjöllun erlendra fjölmiðla. „Það eru stöðugt að berast pantanir og við erum líka að vona að tíðarfarið fari að lagast þannig að betra verði að vinna við lokafráganginn,“ segir Sigurður Skarphéðinsson. þá Haftið rofið í ísgöngunum í Langjökli Þessi sögulega ljósmynd var tekin annan í páskum þegar ísgangamenn opnuðu hringinn í göngunum með því að rjúfa síðasta hafið. Ljósm.: IcecaveIceland. Stúlknakór Akraneskirkju söng í Hallgrímskirkju Stúlknakór Akraneskirkju tók þátt í Söngvahátíð barnanna sem haldin var síðdegis á skírdag í Hallgrímskirkju í Reykjavík. Kórinn var einn átta barnakóra sem söng á hátíðinni þar sem um 130 ungmenni og djasshljómsveit fluttu nýja kirkjusöngva með sveiflu. Mikil stemning ríkti á þessum tónleikum og fylltist kirkjan af glöðum tónleikagestum á öllum aldri. Sérstakur gestur á söngvahá- tíðinni að þessu sinni var Egill Ólafsson söngvari. þá

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.