Skessuhorn


Skessuhorn - 08.04.2015, Blaðsíða 14

Skessuhorn - 08.04.2015, Blaðsíða 14
14 MIÐVIKUDAGUR 8. APRÍL 2015 Margir telja að sjávargróður sé van- nýtt auðlind þar sem mikill heilsu- farslegur ábati felst í að neyta hans. Sjávarfangið er til dæmis ríkt af andoxunarefnum og vítamín- um og segja margir að neysla þess hafi bjargað Íslendingum á tím- um móðuharðinda. Til langs tíma nýttum við sjávargróðurinn vel til matar, bæði fyrir menn og dýr, og eins til eldiviðar. Annar hver mað- ur borðaði til dæmis söl og segja má að þau séu eina tegundin sem er eitthvað nýtt í dag. Við borðuðum líka fjörugrös og stórþara og mar- ínkjarni var einkar vinsæll, sérstak- lega í grauta og brauð. Þótt nýting sjávargróðurs hafi að mestu horfið hér við land á hið sama ekki við um annarsstaðar í heiminum því í dag eru fjölmargar vörur framleiddar til dæmis úr sjáv- arþörungum. Ræktun hefur aukist mikið undanfarna áratugi með auk- inni eftirspurn og nemur milljón- um tonna. Japanir hafa verið einkar duglegir við framleiðsluna og er þar japansþari; kombu, fremstur í flokki. Einungis um 0,01% sjávar- þörunga er hins vegar ræktað í Evr- ópu. Á Íslandi erum við svo láns- söm að eiga gnótt af beltisþara en hann líkist japansþara mikið, bæði hvað varðar útlit og bragð. Kafari sagar þarann Undanfarin ár hafa nokkur fyrir- tæki haslað sér völl í nýtingu sjáva- gróðurs og má þar til dæmis nefna Íslenska bláskel og sjávargróður sem stofnað var í Stykkishólmi árið 2007, af Símoni Má Sturlusyni og Alex Páli Ólafssyni. Markmið fyr- irtækisins var í upphafi að safna og rækta bláskel á sjálfbæran hátt á lín- um í Breiðafirði. Þari, marínkjarni og söl hafa síðan bæst við. Hvað söl og marínkjarna varðar þá eru þau tínd með því að rölta um fjörurn- ar á vöðlum. Segir Símon að yfir- leitt sé einn maður að ná um 100 kg í hverri ferð. „Þaravinnsla okkar byrjaði hins vegar þannig að Eyjólf- ur Friðgeirsson, frá Íslenskri holl- ustu, kom til okkar og spurði hvort við værum ekki alltaf að fá þara á kræklingalínurnar. Við svöruðum játandi, þarinn hafði sest mikið á línurnar og þetta var óttalegt ves- en. Við vorum alltaf að reyna að losa okkur við þarann og þarna vildi Eyjólfur kaupa hann!“ Til viðbótar því að tína þarann af skeljalínunum eru þeir komnir með sjö sérstakar þaralínur sem þeir hafa þróað sjálf- ir eftir að hafa lesið sér til og prófað sig áfram. „Þetta eru 200m línur og eru af sömu gerð og skeljalínurn- ar,“ segir Símon. Fer tínslan þannig fram að farið er út á pramma og síð- an fer kafari niður með sög og sagar þarann. Er þetta talsvert erfitt verk þar sem stórstreymt er á svæðinu. ,,Þetta hentar okkur vel. Í upphafi var þarinn aukaafurð en ég er sann- færður um að þetta á eftir að verða enn verðmætara en bláskelin. Eftir- spurnin á bara eftir að aukast.“ Þurrkaður á vistvænan hátt Þegar komið er með þarann að landi er honum raðað á sérstakar grindur sem eru í þurrkklefa. Þar er hann þurrkaður á vistvænan hátt, við gufu frá heitu vatni. Yfirleitt er þari sólþurrkaður svo þessi aðferð hefur sérstöðu á þeirra þara, segir Símon. „Við fengum styrk frá AVS til að þróa þarabakkana og sömu- leiðis til þess að finna góða að- ferð til þess að salta þarann,“ seg- ir Símon. Nú sé því búið að þróa gott verkferli, allt frá tínslu þar til þarinn er þurrkaður við lágan hita svo sem mest haldist í honum af næringarefnum. ,,Við höfum mik- ið unnið með Matís í rannsókna- vinnu, þar er mjög hæft fólk. Bæði Sigurjón Arason og Þóra Valsdótt- ir hafa reynst okkur mjög vel. Það er algerlega nauðsynlegt fyrir okkar vinnu að hafa aðgengi að svo mik- illi þekkingu sem þar er.“ Gaman er að geta þess að fyrirtækið hef- ur líka gert tilraunir með að búa til þarapestó og var það selt í Búrinu. Segir Símon pestóið hafa runnið út og gaman væri að halda áfram með framleiðsluna. Eldhúsið vanti hins vegar. Hrein vara úr hreinum sjó Þarinn er seldur bæði saltaður og þurrkaður í nokkrum stærðum og kemur hann t.d í flögum. Brátt verður hægt að kaupa hann malað- an líka og segir Símon að draumur- inn sé að koma þaradufti í pilluform einn daginn og selja sem bætiefni. Símon segir að hérlendis sé þarinn lítið notaður enn, einna helst sé það Rúnar Marvinsson og veitinga- staðurinn Dill sem hafi hann í sín- um réttum. Annars staðar á Norð- urlöndum sé þetta hins vegar vin- sælt hráefni. Hann segir nauðsyn- legt að bjóða upp á þarann saltaðan og þurrkaðan líka. Ferskur geymist þarinn í um fimm daga en saltaður og þurrkaður lengist geymslutím- inn upp í ár eða meira. Frakkar til dæmis vilja hann frekar saltaðan og borða mikið af honum sem snakk. Nokkuð sem Íslendingar eigi alveg eftir að tileinka sér. Sömuleiðis séu súpur oft kryddaðar þar með þara og þá sé hann oft á borðum sem meðlæti með mat. Í dag selur fyr- irtækið allan sjávargróður sem það vinnur. „Við erum líka alltaf að fá fyrirspurnir frá nýjum aðilum en við viljum frekar vera litlir og dýr- ir og ekki selja í miklu magni.“ Þari frá fyrirtækinu er til dæmis keyptur af veitingastaðnum Noma í Kaup- mannahöfn sem þykir vera einn besti veitingastaður í heimi. Þeir kaupa þarann bæði þurrkaðan og saltaðan, og sömuleiðis söl. Sím- on segir að hingað til hafi ekki ver- ið nauðsynlegt að leggja út í neina markaðsvinnu. Danskur prófessor hafi til dæmis komið vörum þeirra til Noma sem sérhæfir sig í norræn- um mat. ,,Prófessorinn hefur aug- lýst okkur út um allt og talar mik- ið um hversu góð vara komi frá Ís- landi.“ Fyrirtækið hefur einnig selt söl til Spánar og er að færa sig til Noregs líka. Símon segir dæmi um að kaupendur sem hafi áður keypt sjávarfang frá Kanada og Írlandi hafi fært sig yfir til þeirra vegna hreinleika vörunnar. ,,Við þykjum dýrari en betri.“ Vistvæn stóriðja hugsanleg Íslenski þarinn þykir einkar góð- ur og segir Símon ástæðuna með- al annars vera þá að hér þurfi þar- inn að hafa fyrir lífinu og við það verði hann bragðmeiri og betri. Hann segir fyrirtækið og vörur þess vera orðið töluvert þekkt er- lendis og margir viti af þeim. Ný- verið hafi til dæmis verið haft sam- band við þá frá Frakklandi en þar sé flottur markaður með mikinn metnað. Miklar kröfur séu gerðar til hollustu vörunnar sem þar er á borðum og litið sé til bakteríuinni- halds. Þá komi sér vel hvað sjór- inn sé hreinn við Ísland. Sjór er al- mennt flokkaður í nokkra flokka út frá bakteríuinnihaldi og ís- lenski sjórinn er yfirleitt í A flokki þar sem undir 200 gerlar eru í lít- er af sjó. „Það þykir alls ekki sjálf- sagt erlendis, þar er sjórinn oft í D flokki þar sem verið er að rækta bláskel.“ Á Breiðafirði er búið að prófa sjóinn vegna bláskeljarinnar og þar er hann einstaklega hreinn. „Ísland er hreint og þetta veit fólk. Þetta á svo sérstaklega við Breiða- fjörð því þar eru engir bændur og engin stóriðja. Frá búskap bænda berst til dæmis cadmium út í nátt- úruna en hér er ekki um neitt slíkt að ræða. Hér er ekkert sem getur mengað eða ógnað lífríkinu.“ Símon segir það sömuleiðis sér- stakt við þaravinnslu fyrirtækis- ins að þeir nái í þara til manneldis. „Við handvinnum allt okkar hrá- efni öfugt við suma aðra og það hefur sitt að segja.“ Hann nefnir líka að erlendis sé víða farið með vélar á þarasvæði og þau algerlega hreinsuð. Það megi alls ekki gera hérlendis, vistkerfi sjávar sé við- kvæmt og mikilvægt að ganga vel um það. Símon segir Breiðafjörð henta einkar vel til nýtingu sjáv- argróðurs en Faxaflóinn sé góð- ur líka, sem og suðurströndin. Þá gætu ákveðin svæði við Vestfirði verið heppileg líka. Símon segir framtíðina í nýt- ingu sjávargróðurs vera bjarta og spáir því að hún verði að stóriðju við Breiðafjörð. „Ég vona a.m.k. að svo verði og að þetta verði allt nýtt á sjálfbæran hátt.“ Viðtal þetta skrifaði Sigrún Erna Geirsdóttir blaðamaður. Birtist það fyrst í veftímaritinu Sjávarafli sem kom út nýlega og er birt hér með góðfúslegu leyfi útgefanda. Sjávar- afl er markaðshús í sjávarútvegi sem sérhæfir sig í útgáfu og markaðsráð- gjöf innan sjávarútvegsins. Nýting sjávargróðurs er vaxandi atvinnugrein Spáir því að þetta verði að stóriðju Þari skorinn. Símon með óvenjulega stóran þara. Viktor tekur þara af línu. Viktor Alexandersson glaður í bragði á heimleið úr róðri. Bláskel sem sett hefur sig fasta á spottana. Jens Uwe Friðriksson á heiðurinn af þessari glæsilegu framreiðslu á hörpuskel.

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.