Skessuhorn


Skessuhorn - 08.04.2015, Blaðsíða 11

Skessuhorn - 08.04.2015, Blaðsíða 11
11MIÐVIKUDAGUR 8. APRÍL 2015 ÞJÓNUSTA ÞJÓNUSTA BLIKKSMIÐJA Loftræstingar – Reykrör Klæðningar – Nýsmíði Viðhald – Efnissala JÁRNSMIÐJA Gjafagrindur – Nýsmíði Viðhald – Þjónusta Hesthúsinnréttingar RAFMAGNS- VERKSTÆÐI Nýlagnir – Viðhald Viðgerðaþjónusta Borgarbraut 74 • 310 Borgarnesi • 412-5300 • limtrevirnet.is Sauðfjárbændur athugið! Bændafundir verða haldnir í Félags- heimilinu Valfelli þriðjudaginn 14. apríl kl. 20:30 og í Félagsheimilinu Dalabúð miðvikudaginn 15. apríl kl. 20:30. Vonumst til að sjá sem flesta SK ES SU H O R N 2 01 5 Passíusálmar voru lesnir fyrsta skipti í heild sinni í Borgarnes- kirkju á föstudaginn langa. Um- sjón með viðburðinum var í hönd- um Steinunnar Jóhannesdóttur og sr. Þorbjörns Hlyns Árnasonar pró- fasts. Lesarar voru hjónin Steinunn Jóhannesdóttir og Einar Karl Har- aldsson, Þorbjörn Hlynur Árnason og Anna Guðmundsdóttir, Guðrún Jónsdóttir og Einar Pálsson, Páll Brynjarsson og Inga Dóra Hall- dórsdóttir og Kjartan Ragnarsson og Sigríður Margrét Guðmunds- dóttir. Þær Steinunn Árnadóttir og Jónína Erla Arnardóttir sáu síðan um tónlistarflutning milli sálma. Sr. Þorbjörn Hlynur segir að allt hafi tekist afar vel. „Það var ágæt- is þátttaka. Þetta var mjög merkileg reynsla. Sjálfur hef ég aldrei verið viðstaddur lestur Passíusálmanna í heild sinni. Það var sterk upplif- un. Mér sýnist á öllu að lestur Pass- íusálmanna sé eitthvað sem muni halda áfram og verða endurtekið í Borgarneskirkju.“ Sigríður Margrét Guðmunds- dóttir sem er ein þeirra sem lásu sálmana í gær tekur í sama streng og Sr. Þorbjörn Hlynur. „Þetta tókst mjög vel. Fólk kom flest og hlustaði á nokkra sálma. Það voru mjög margir í kirkjunni um miðjan daginn. Sjálf hafði ég ekki kynnst Passíusálmunum svona náið áður. Ég ætlaði mér aldrei að vera allan tímann en þegar ég var komin vildi ég helst sitja áfram og hlusta. Það var þannig um fleiri.“ Sigríður Margrét segist eiga von á því að þetta verði endurtek- ið að ári. „Þetta var fyrst og fremst gert að eigin frumkvæði þess fólks sem tók þátt í viðburðinum. Okk- ur fannst líka öðrum þræði tilvalið að gera í tengsl við sýningu Stein- unnar Jóhannesdóttir í Landnáms- setrinu þar sem hún segir frá lífi Hallgríms Péturssonar og Guðríð- ar Símonardóttur eiginkonu hans. Hallgrímur Pétursson bjó einnig á Vesturlandi þegar hann samdi Pass- íusálmana þar sem hann var prest- ur að Saurbæ á Hvalfjarðarströnd. Hann hafi síðan mjög mikil tengsl í sunnanverðum landshlutanum. Það sést meðal annars á því að þegar hann hafði lokið við að semja sálm- ana sendi hann þá þremur konum að gjöf sem allar bjuggu á Vestur- landi,“ segir Sigríður Margrét. Hér vísar hún til þess að Hallgrímur Pétursson ritaði sálmana upp eigin hendi í handrit og sendi til þessara kvenna með tileinkunum til þeirra. Konurnar voru þær Ragnhild- ur Árnadóttir að Ytra Hólmi við Akranes, Helga Árnadóttir í Híta- rdal og Kristín Jónsdóttir í Einars- nesi við Borgarnes. Nokkru síðar sendi Hallgrímur svo fjórða hand- ritið til Ragnheiðar Brynjólfsdótt- ur biskups í Skálholti. Þessar hand- ritasendingar urðu líklega til þess að sálmarnir björguðust óbreytt- ir frá hendi höfundar því eintak Ragnheiðar biskupsdóttur hefur varðveist fram á okkar daga. mþh Konur í Lionsklúbbnum Þern- unni á Hellissandi stóðu fyrir ár- legu páskaeggjabingói sínu síðasta sunnudag fyrir páska. Þessi við- burður er orðinn að skemmtilegri hefð í bæjarfélaginu. Ávallt er vel mætt bæði af börnum og fullorðn- um og engin breyting varð á því í ár. Gestir spiluðu bingó af hjartans lyst og skemmtu sér vel. Í hléinu sté söngkonan unga Alda Dís Arn- ardóttir á svið og söng tvö lög fyr- ir bingógesti. Henni var klappað lof í lófa enda frábær söngkona þarna á ferð. Alda Dís tekur þátt í Ísland Got Talent-hæfileikakeppninni og er þar komin í úrslit. þa Að kvöldi skírdags frumflutti Stein- unn Jóhannesdóttir leikkona og rit- höfundur flutning sinn á örlaga- sögu hjónanna Hallgríms Péturs- sonar og Guðríðar Símonardóttur. Það var á Sögulofti Landnámsset- ursins í Borgarnesi. Salurinn var fullsetinn áheyrend- um þar sem Steinunn sagði frá stór- merku lífi þessara 17. aldar hjóna af innlifun og þekkingu. „Þetta var skýr, greinargóð og oft mjög áhrifa- mikil frásögn. Þó að Steinunn dái Hallgrím sem sálmaskáld og mann- eskju er það þó Guðríður sem verð- ur sterkari í huga áheyrandans eft- ir sýninguna, enda hefur Steinunn kynnt sér hana og ævi hennar eins vel og hægt er að hugsa sér. Í minn- inu situr mynd af konu á níræðis- aldri sem hefur misst allt: tvo eig- inmenn, fimm börn. Alein stend- ur hún uppi að lokum, orðin „allra kerlinga elst“, í horninu hjá eft- irmanni Hallgríms í Saurbæ. Það væri gaman að vita hvað hún hugs- aði þá, hvað í hennar ævintýralega lífi sat fastast í henni. Var það ástar- bríminn í Kaupmannahöfn forðum – eða kannski sólarhitinn, litirnir og framandi kryddin í Barbaríinu?“ skrifar Silja Aðalsteinsdóttir meðal annars í leikdóm sínum á vef Tíma- rits Máls og Menningar. Næsti flutningur Steinunnar í Landnámssetrinu verður sunnu- daginn12. apríl næstkomandi klukkan 16. Þriðja sýning er síðan föstudaginn 17. apríl klukkan 20. mþh Hlýtt á lestur Passíusálmanna í Borgarneskirkju á föstudaginn langa. Þarna er það Einar Karl Haraldsson sem les sálmana. Passíusálmar lesnir í Borgarneskirkju Steinunn Jóhannesdóttir að lokinni frumsýningu í Landnámssetrinu í Borgarnesi. Steinunn Jóhannesdóttir frumsýndi fyrir fullum sal Alda Dís Arnardóttir syngur í hléinu. Páskaeggjabingó á Sandi Vinningshafi stærsta eggsins á páskabingóinu tekur því úr höndum Guðrúnar Reynisdóttur Lionskonu. Nokkrar fermingar voru á Vestur- landi um páskana, bæði á skírdag og annan í páskum. Á skírdag var fermt í messu í Ingjaldshólskirkju á Snæ- fellsnesi. Að þessu sinni voru fermd sjö ungmenni, þau Aníta Elvan Sæ- björnsdóttir, Ásbjörn Nói Jóns- son, Benedikt Björn Sveinbjörns- son, Guðrún Elvan Vigfúsdóttir, Kristinn Fannar Liljuson, Mikael Atli Óskarsson og Stefanía Bláfeld Viðarsdóttir. Öll eru búsett á Rifi, Hellissandi og í Ólafsvík. Ferming- um er þó ekki lokið í Ólafsvíkur- og Ingjaldshólsprestakalli. Næst verð- ur fermt í Ólafsvíkurkirkju þann 19. apríl. Ein verður fermt á Hvíta- sunnudag í báðum kirkjum. þa Ungmennin sem fermdust á skírdag í Ingjaldshólskirkju. Fermt á skírdag í Ingjaldshólskirkju

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.