Skessuhorn


Skessuhorn - 08.04.2015, Blaðsíða 23

Skessuhorn - 08.04.2015, Blaðsíða 23
23MIÐVIKUDAGUR 8. APRÍL 2015 Eimskip | Korngörðum 2 | 104 Reykjavík | Sími 525 7000 | www.ebox.is eBOX er ný, þægileg og einföld lausn til að flytja minni sendingar frá Evrópu til Íslands. Á ebox.is er reiknivél sem segir þér á augabragði hver flutningskostnaðurinn er. Traust og áreiðanlegt leiðakerfi Eimskips á Norður-Atlantshafi tryggir að sendingin þín kemur heim með fyrstu ferð. Auðvelt og fljótlegt. auðveldar smásendingar Í STÓRUM SKIPUM RÚMAST LÍKA SMÆRRI SENDINGAR ������� ��������� � e���.�� F ÍT O N / S ÍA F ÍT O N / S ÍA Hjólakeppnin Jökulmílan á Snæ- fellsnesi hefur notið sífellt meiri vinsælda með ári hverju. Á síð- asta ári voru þátttakendur tæplega tvö hundruð og fjölgaði þá veru- lega frá árinu áður. Búist er við enn fleiri þátttakendum í ár. Sú breyt- ing verður á keppninni núna að í hálfri jökulmílu verður hjólað frá Grundarfirði í Stykkishólm og til baka sem er reyndar er rúmlega hálf lengsta vegalengdin í keppn- inni, eða 78 kílómetra. Stykkis- hólmsbúar og gestir þeirra kom- ast því í meiri snertingu við þennan viðburð en til þessa. Áður var hjól- að í hálfri Jökulmílu frá Búðum í Grundarfjörð og í heilli Jökulmílu er ekki hjólað inn til Stykkishólms. Jökulmílan fer fram í Grundar- firði 20. júní næstkomandi en þar er ræst í allar vegalengdir. Hún er einn af lengstu hjólreiðaviðburðum sem skipulagðir eru árlega á Íslandi. Hringurinn meðfram strandlengju Snæfellsness, vestur fyrir Jökul og til baka um Vatnaleið er um 162 km langur, eða rétt rúmlega 100 mílur. Jökulmílan er því „100 mílureið” eða á ensku „Century Ride” sem er vinsæl tegund hjólreiðaviðburða víða um heim. Eins og tíðkast með slíka viðburði vilja skipuleggjend- ur Jökulmílunnar höfða til breiðs hóps hjólreiðamanna. „Við skorum á þig að reyna Jökulmíluna á þín- um eigin forsendum óháð því hvað aðrir kynnu að hjóla hana hægt eða hratt,“ segir í tilkynningu á heima- síðu Jökulmílunnar en þar er hægt að sjá allar nánari upplýsingar um keppnina. þá Meistaramót eldri borgara í Borg- arbyggð í pútti 2015 fór fram í Eyjunni í Brákarey þar sem allir léku við alla 36 holur (bæði karl- ar og konur). Keppnin hófst í janú- ar og stóð fram í mars. Yfirleitt var leikið tvisvar í viku. Keppendur voru 13 talsins þar af fjórar kon- ur. Fengu keppendur tvö stig fyrir unnin leik ein eitt fyrir jafntefli. Guðmundur Bachmann var í fyrsta sæti í karlaflokki. Hlaut hann 20 stig. Hann vann níu leiki, gerði tvö jafntefli en tapaði ein- ungis einum leik. Lék á 772 högg- um. Í öðru sæti var Þorbergur Eg- ilsson með 18 stig. Hann vann níu leiki en tapaði þremur. Lék hann á 769 höggum. Guðmundur A. Ara- son og Ingimundur Ingimundar- son voru jafnir með 16 stig. Guð- mundur varð þriðji á 791 högg- um með átta sigra og fjögur töp þar sem hann vann Ingimund í leik þeirra á milli. Í kvennaflokki varð Jytta Juul hlutskörpust með 19 stig. Hún vann níu leiki, gerði eitt jafntefli en tapaði tveimur. Í öðru sæti var Anna Ólafsdóttir með 13 stig. Hún vann sex leiki, gerði eitt jafntefli en tapaði fimm leikjum. Lilja Ólafs- dóttir var í þriðja sæti með 5 stig. Hún vann tvo leiki, gerði eitt jafnt- efli en tapaði níu leikjum. Samtals voru leiknir 78 leikir (eða 3008 holur) og margir þeirra voru jafn- ir og spennandi. Karlalið ÍA í knattspyrnu held- ur í æfingaferð til Danmerk- ur á morgun fimmtudag og mun dvelja þar fram á sunnudag við æfingar í bækistöðvum danska úr- valsdeildarliðsins FC Nordsjæll- and. Ferðin verður nýtt til að slípa hópinn enn betur saman en fram- undan eru 8-liða úrslit í Lengju- bikar og aðeins tæpar fjórar vik- ur í að keppni í Pepsídeildinni byrji. Skagamenn léku æfinga- leik við KR í Akraneshöllinni sl. miðvikudag. Leikurinn var jafn en það voru gestirnir sem skorðu eina markið í leiknum, þegar fyrri hálfleikur var rúmlega hálfnaður. Minnstu munaði að Skagamönn- um tækist að jafna í seinni hálf- leiknum þegar Þórður Þorsteinn Þórðarson komst einn í gegn en KR-ingar björguðu á síðustu stundu. þá Árlegt Stefánsmót í skotfimi var haldið miðvikudaginn 1. apríl. Þetta var þriðja árið sem mótið er hald- ið í inniaðstöðu Skotvest í Brák- arey í Borgarnesi. Að þessu sinn var keppt með 22 kalibera rifflum á 25 metra færi. Verkefnið á þessa móti var að virkja listræna vitund skot- glaðra. Skotið var á loftskífur sem snúið var öfugt og sá sem handmál- aði flottasta „broskallinn“ með blý- kúlum hlaut fyrstu verðlaun. Dóm- nefnd var skipuð öllum keppendum og þeim sem gátu viðrað listfengi sitt og gefið stig eftir smekk. Stef- ánsmótsmeistarinn að þessu sinni er Guðmundur Símonarson og vann hann með töluverðum yfirburðum. Í öðru sæti var mótshaldarinn Stef- án Ingi Ólafsson og í því þriðja Jón Sigurðsson. Fengu sigurvegararnir vegleg páskaegg að launum. EBM Um páskana heldur U19 ára lands- lið kvenna í knattspyrnu til Frakk- lands og leikur í milliriðli fyr- ir lokakeppni Evrópukeppninnar. Hún fer fram fer í Ísrael í sumar. ÍA á tvo fulltrúa í hópnum sem held- ur til Frakklands. Þetta eru þær Al- dís Ylfa Heimisdóttir og Aníta Sól Ágústsdóttir. Þá var Skagastúlk- an Guðrún Karítas Sigurðardótt- ir, sem nú leikur með Stjörnunni, einnig valin í hópinn sem og Berg- lind Hrund Jónasdóttir sem hefur verið á láni hjá ÍA nú á vormánuð- um. Þjálfari U19 ára landsliðs kvenna er Þórður Þórðarson. Hann hefur áður þjálfað bæði kvenna- og karlal- ið ÍA. Þá er Hjálmur Dór Hjálms- son aðstoðarþjálfari og Margrét Ákadóttir liðsstjóri. kgk Jökulmílan líka í Stykkishólm í ár Verðlaunahafar í Meistaramóti eldri borgara í Borgarbyggð í pútti. Á myndina vantar Önnu Ólafsdóttur. Ljósm.: Þórhallur Teitsson. Meistaramót eldri borgara í pútti Aníta Sól Ágústsdóttir Tvær ÍA stúlkur í U19 ára landsliðið Aldís Ylfa Heimisdóttir Eldri borgarar í Borgarbyggð kepptu í vetur einu sinni í mánuði í móti sem hlaut heitið „Miðsvetr- armót“. Fór það fram í janúar til mars. Leiknar voru 36 holur hverju sinni eða samtals 108. Í karlaflokki varð Ingimundur Ingimundar- son hlutskarpastur með 185 högg. Í öðru sæti var Þórhallur Teitsson með 190 högg. Guðmundur Bach- mann og Guðmundur A. Arason urðu jafnir með 191 högg. Sá fyrr- nefndi vann í bráðabana með einu höggi eftir 21 holu. Jytta Juul vann kvennaflokkinn á 191 höggi. Í öðru sæti varð Ásdís B. Geirdal með 203 högg og Lilja Ólafsdóttir í þriðja sæti með 224 högg. Verðlaunahafarnir þrír á Stefánsmótinu. Stefánsmótið í skotfimi í þriðja sinn Verðlaunahafar eldri borgara í Borgarbyggð í Miðsvetrarmóti í pútti. Ljósm.: Indriði Björnsson. Miðsvetrarmót eldri borgara í pútti Skagamenn í æfingaferð til Danmerkur

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.