Skessuhorn - 08.04.2015, Blaðsíða 17
17MIÐVIKUDAGUR 8. APRÍL 2015
Opið hús hjá Kaupfélaginu
Fimmtudaginn 09.apríl, kl. 20-22
Fjölmennið og eigið góða
kvöldstund með okkur
Léttar veitingar í boði !
10-70% afsláttur, margar spennandi vörukynningar, fullt af
tilboðum og góður félagsskapur!
Stjórn Grímshaga ehf. rekstrar-
félags um búrekstur á vegum Land-
búnaðarháskólans á Hvanneyri, og
yfirstjórn LbhÍ hafa ákveðið að leita
nauðasamninga við lánadrottna og
um leið að segja upp öllum starfs-
mönnum félagsins sem eru um
fimm talsins. „Útkoman úr nauða-
samningum mun síðan ráða miklu
um framtíð félagsins og framtíð bú-
rekstrar á Hvanneyri á vegum skól-
ans ef ekkert annað kemur til. Það
er verið að vinna greiningarvinnu og
reyna að tryggja framtíð búreksturs-
ins,“ sagði Björn Þorsteinsson rekt-
or í samtali við Skessuhorn.
Væntingar brugðust
Lárus Pétursson ráðsmaður í fjós-
inu á Hvanneyri, einn þeirra sem
sagt var upp störfum, segir að þetta
hafi verið yfirvofandi. Eitthvað hafi
þurft að gera þar sem reksturinn
gekk ekki upp. Hann á þó von á því
að búrekstrinum verði haldið áfram
þótt stöðugildum á vegum skólans
fækki, meðal annars við útleigu á
fjárhúsinu á Hesti.
Í tilkynningu varðandi endur-
skipulagningu á starfsemi Gríms-
haga ehf. segir að félagið sé í eigu
Landbúnaðarháskóla Íslands og hafi
verið stofnað 2009 í þeim tilgangi
að halda utan um búrekstur á vegum
skólans á Hvanneyri og Hesti. Segja
megi að þær væntingar sem bundn-
ar voru við stofnun félagsins hafi
ekki gengið eftir. Í ljósi langvarandi
hallareksturs hefur stjórn Gríms-
haga ehf. því ákveðið, í samráði við
LbhÍ, að endurskipuleggja starfsem-
ina frá grunni með það að markmiði
að reka sjálfbæran fyrirmyndarbú-
rekstur á Hvanneyri í þágu rann-
sókna og kennslu. Meginástæðurnar
fyrir nauðsynlegri endurskipulagn-
ingu eru eftirfarandi: Í fyrsta lagi
að frá stofnun hefur Grímshagi ehf.
verið rekinn með tapi og er nú svo
komið að eigið fé hefur rýrnað um
86% frá stofnun félagsins. Það er
því mat stjórnar að félagið stefnir að
óbreyttu hraðbyri í gjaldþrot. Í öðru
lagi að félagið hefur ekki getað stað-
ið við skuldbindingar sínar í gild-
andi samstarfssamningi við LbhÍ.
Þess vegna var samningnum sagt
upp um áramótin með sex mánaða
fyrirvara eins og kveðið er á um.
Skólinn hafði ekki við-
bótarfjármagn
Björn rektor segir í tilkynning-
unni að eftir ítarlega skoðun á
þeim valkostum sem félagið hef-
ur í þessari stöðu, lagði stjórn
félagsins til við yfirstjórn LbhÍ
að fjárbúið á Hesti yrði leigt út
til einstaklinga en með skilyrð-
um sem tryggja að skólinn hafi
þar áfram aðgang að kennslu-
og rannsóknaraðstöðu. Þessi til-
laga var samþykkt og var fjárbúið
auglýst til leigu frá og með næstu
fardögum. Stjórnin óskaði einnig
eftir því að skólinn legði til við-
bótarfjármagn til þess að rétta
við rekstur félagsins en yfirstjórn
hans sá sér ekki fært að verða við
þessu vegna bágrar fjárhagsstöðu
skólans. Þess vegna hefur stjórn
Grímshaga ehf. og yfirstjórn
LbhÍ ákveðið að leita nauðasamn-
inga við lánadrottna og um leið
að segja upp öllum starfsmönnum
félagsins.
þá
Rektor og yfirstjórn Landbúnað-
arháskóla Íslands sendu síðasta
dag marsmánaðar frá sér yfirlýs-
ingu. Þar er lýst áhyggjum vegna
hugmynda um niðurskurð í rekstri
grunnskólans á Hvanneyri. Orðrétt
segir í yfirlýsingunni sem undirrit-
uð er af Birni Þorsteinssyni rektor
Landbúnaðarháskólans:
„Hlutverk sveitarstjórnar í mál-
efnum LbhÍ er að gera Hvanneyr-
arstað sem eftirsóknarverðastan
búsetukost fyrir ungt fólk sem sér
framtíð í lífi byggðarinnar og þeim
stofnunum sem þar er að finna.
Forsendur LbhÍ til að laða að sér
ungt og hæft starfsfólk og nemend-
ur, eru nátengdar þeirri þjónustu
sem er að hafa á staðnum í formi
leik- og grunnskóla.
Minnt er á gildandi aðalskipulag
þar sem gert er ráð fyrir stækkandi
byggð á Hvanneyri, með tilheyr-
andi eflingu allra skólastiga. Sveit-
arstjórn hefur þegar lagt í kostn-
að við gerð lóða sem bíða bygg-
inga, margt ungt barnafólk hef-
ur flutt inn á staðinn síðustu mán-
uði og keypt sér eignir í trausti þess
að innviðir samfélagsins á staðnum
standi áfram í samræmi við fyrri
áætlanir.
Aðför að grunnskólahaldi á
Hvanneyri yrði um leið aðför að
Landbúnaðarháskólanum og öðr-
um stofnunum á staðnum og því
fólki sem lagt hefur allt sitt í eigna-
kaup í samfélagi sem það hefur trú
á til framtíðar.“
mþh
Grunnskólinn á Hvanneyri.
Sendu frá sér yfirlýsingu um
grunnskóla á Hvanneyri
Nauðungasamninga óskað um
rekstrarfélag á Hvanneyri
Gömlu skólahúsin á Hvanneyri.