Skessuhorn


Skessuhorn - 08.04.2015, Blaðsíða 6

Skessuhorn - 08.04.2015, Blaðsíða 6
6 MIÐVIKUDAGUR 8. APRÍL 2015 Stykkishólmsbær auglýsir fjölda lóða STYKKISH.: Fjöldi byggingalóða í Stykkishólmi eru lausar til úthlut- unar samkvæmt frétt sem birtist á vef sveitarfélagsins í vikunni yfir páskahelgi. Um er að ræða 15 ein- býlishúsalóðir, fjórar parhúsalóðir og lóðir fyrir verslun, þjónustu og annan atvinnurekstur. Skoða má nánari upplýsingar um lóðirnar og staðsetningar þeirra á vef Stykkis- hólmsbæjar (stykkisholmur.is). –mþh Kælingin í Drangey gengið vonum framar MIÐIN: Frá áramótum hafa skip- verjar á togaranum Drangey SK frá Sauðárkróki prófað nýjan búnað til kælingar á fiskafla um borð. Eins og greint hefur verið frá í Skessuhorni var þessi búnaður þróaður og smíð- aður hjá 3X Technology og Skagan- um á Akranesi. Búnaðurinn bygg- ir á að nú er fiskurinn kældur með sjó í stað íss áður. Björn Jónasson skipstjóri á Drangey segir að nýja vinnslu- og kælilínan hafi kom- ið mjög vel út þótt enn sé unnið að betrumbótum. Björn segir að þetta hafi gengið vonum framar. Nýja kælingin og geymsluaðferðin komi vel út. Í fyrstu veiðiferðina hafi ver- ið tekið með til öryggis smávegis af ís, en ekki þurfti að gípa til hans. Því hafi ekki verið notað eitt korn af ís um borð í Málmey á þessu ári, að sögn Björns skipstjóra í viðtalið sem birt er í páskablaði Fiskifrétta. –þá Komst ekki langt frá armi laganna AKRANES: Aðfaranótt annars í páskum ætlaði lögreglan á að hafa tal af gangandi mönnum á Akranesi. Tók þá annar þeirra á rás um leið og lögreglubíllinn var stöðvaður. Hann var eltur uppi á hlaupum og hand- tekinn. Reyndist hann vera með um 15 grömm af ætluðu amfetamíni á sér sem talið er að hann hafi ætlað að selja. -þá Tíu undir áhrifum við akstur VESTURLAND: Tíu ökumenn voru stöðvaðir af lögreglunni á Vest- urlandi í liðinni viku vegna gruns um akstur undir áhrifum fíkniefna. Í fjór- um tilvikum reyndust ökumenn eða farþegar vera með fíkniefni meðferð- is sem að lögreglan haldlagði. Um kannabisefni var að ræða en einn- ig amfetamín. Í einu tilvikinu kom fljótlega í ljós að viðkomandi öku- maður var í lagi og ekki undir nein- um fíkniefnaáhrifum. Flestir þess- ara ökumanna voru á leið í gegnum umdæmið en einnig var um „heima- menn“ að ræða, að sögn lögreglu. Í einu tilvikinu kom við sögu maður á fimmtugsaldri sem var á ferðinni ásamt þremur ólögráða piltum. Var fulltrúi barnaverndarnefndar kall- aður út vegna þessa sem og vegna annars máls þar sem um ungan öku- mann var að ræða. Fíkniefnahund- urinn Nökkvi var notaður við leit í sumum bílanna og fann hann hluta af efnunum. Þá var einn ökumað- ur stöðvaður vegna meintrar ölv- unar við akstur. Fimm umferðaró- höpp urðu í umdæmi LVL í liðinni viku, flest minniháttar og án meiðsla á fólki. Þar af var um eina bílveltu var að ræða á Snæfellsnesi þar sem erlendir ferðamenn lentu útaf á bíla- leigubíl og veltu. Voru ökumaður og farþegi í öryggisbeltum og sakaði ekki. - þá Rafmagnsleysi á páskanótt AKRANES: Rafmagni sló út í stórum parti af gamla bæjar- hlutanum á Akranesi laust eftir miðnætti aðfaranótt páskadags. Afar sjaldgæft er að rafmagslaust verði á Skaganum nú á tímum. Ofsafengnum stormum vetrar- ins hefur ekki einu sinni tekist að svipta Skagamenn straumn- um þó það hafi gerst víða ann- ars staðar á Vesturlandi. Merkja mátti á samfélagsmiðlum að þeim Skagamönnum sem á ann- að borð voru vakandi hafði orð- ið nokkuð brugðið þegar myrkr- ið skall á. Viðgerðarteymi frá Orkuveitunni brugðust skjótt við á ögurstundu. Rafmagn komst á í áföngum og innan stundar gátu allir ornað sér við það á nýjan leik. –mþh Kræklingur fyrir innanlandsmarkað KRÓKSFJ.NES: Í blaði Fiski- frétta sem út kom 26. mars sl. er meðal annars spjallað við Berg- svein Reynisson kræklingarækt- anda og sauðfjárbónda á Gróu- stöðum í Reykhólahreppi. Skel- vinnslan Nesskel í Króksfjarð- arnesi fékk leyfi síðastliðið vor til vinnslu og pökkunar á kræk- lingi. Skelin sem pakkað er hjá Nesskel kemur að mestu úr Hvalfirði og starfa tveir til þrír við pökkun. Bergsveinn seg- ir í viðtalinu að útflutningur á kræklingi hafi brugðist og nú sé horft eingöngu á innanlands- markaðinn. Hann segir að veiða þurfi um hundrað tonn af kræk- lingi í ár til að anna eftirspurn- inni. Róa þurfi nokkuð stíft næstu vikurnar til að hafa birgð- ir áður en hrygningin byrji, en hún er frá miðjum maí og út júní. Skelin sé mjög viðkvæm á þeim tíma og þoli lítið hnjask. Bergsveinn talar um blettafisk- irí varðandi kræklinginn, segir að finna megi bletti inn á milli í Hvalfirðinum þar sem mjög góð skel sé, en annars sé mik- ið af öðru dóti í firðinum. Veið- arnar snúist mikið um að finna réttu blettina. -þá Heimafólk lýsir andstöðu við virkjanir í Hvítá Síðasta dag marsmánaðar hittust 22 íbúar í Hvítársíðu og Hálsasveit á fundi í Brúarási til að ræða tillög- ur Orkustofunar um um virkjanir í Hvítá. Skessuhorn greindi frá þeim tillögum í janúar síðastliðinn. Þær snúa að tveimur virkjanakostum í Hvítá. Önnur yrði niður undan Síðumúlabænum og hin við Sáms- staðagil. Orkustofnun hefur nú beðið verkefnisstjórn um ramma- áætlun að leggja mat á framkvæmd- ina. Funduðu um málið Af þeirri ástæðu hittust íbúar á svæðinu nú til þess að skoða mál- ið og ráða ráðum sínum. Ingi- björg Daníelsdóttir frá Fróðastöð- um í Hvítársíðu var ritari fundar- ins. „Fólk er nú frekar æðrulaust og trúir því varla að hér sé alvara á ferð. Við getum varla orðið al- mennilega reið því þetta er svo fjarstæðukennt. En það felst mik- il ósvífni í þessum tillögum. Hér er um að ræða óðul feðranna sem fólk er að reyna að koma ósködduðum inn í framtíðina en stjórnvöld gæla nú við hugmyndir um að setja und- ir vatn. Maður hlýtur að neyðast til að taka þær alvarlega fyrst þær er komnar frá opinberri stofnun,“ segir Ingibjörg í samtali við Skess- horn. Samþykktu ályktun Samhljóða álit þeirra sem voru á fundinum í gær var að þessar virkj- anahugmyndir séu ekki góður kost- ur. Eftirfarandi ályktun var sam- þykkt samhljóða: „Fundurinn lýsir eindreginni andstöðu sinni við framkomnar hugmyndir um virkjanir í Hvítá í Borgarfirði þar sem stór hluti und- irlendis flestra jarða á svæðinu fer undir vatn. Um er að ræða dýr- mætt land þar sem mest af því er ræktað eða ræktanlegt, einnig er möguleiki á miklum malarnám- um á svæðinu. Hvítá er höfuðá mestu laxveiðiáa landsins, ekki má taka áhættu hvað laxagengd í þær ár varðar. Bleikjustofn árinnar er verðmætur og þarf að verja hann. Fundurinn beinir því til sveitar- stjórnar Borgarbyggðar og leggur á það þunga áherslu að virkjun verði ekki sett inn á aðalskipulag sveitar- félagsins.“ Ingibjörg Daníelsdóttir segir að fólk hafi viljað koma þessari yfir- lýsingu frá sér núna til að láta í sér heyra frá upphafi. „Allir á fundin- um voru mjög eindregið á því að þessar virkjanahugmyndir í Hvítá væru alveg út í hött.“ mth Þessi eyri stendur niður undan Kirkjubóli í Hvítársíðu og varð Guðmundi Böðvars- syni yrkisefni í nokkrum af hans fegurstu ljóðum. Þetta færi allt á kaf við virkjun. Yfirlitskort sem sýnir hugmynd að annarri virkjananna tveggja í Hvítársíðu og það land sem færi undir vatn í því tilfelli.

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.