Skessuhorn


Skessuhorn - 08.04.2015, Blaðsíða 9

Skessuhorn - 08.04.2015, Blaðsíða 9
9MIÐVIKUDAGUR 8. APRÍL 2015 Það sannaðist nú um miðjan mars hversu nauðsynlegt er að hafa öfl- ugt björgunarskip reiðubúið á ut- anverðu Snæfellsnesi. Þetta varð öllum ljóst þegar þegar línu- og netabátinn Saxhamar SH tók niðri í innsiglingunni á Rifi og varð vél- arvana eins og greint var frá í síð- asta tölublaði Skessuhorns. Björg- unnarskipið Jón Oddgeir var send- ur út frá Rifshöfn og dró Saxham- ar að bryggju. Jón Oddgeir hefur undanfarið verið staðsettur í Rifi þar sem Björg, skip björgunar- sveitarinnar Lífsbjargar hefur ver- ið í slipp síðustu vikur í Njarðvík. Komið var með Jón Oddgeir vestur nokkrum dögum fyrir óhapp Sax- hamars. Hafa þeir Páll Stefánsson skipstjóri og Sigurður Garðarsson lagt ómældan tíma í að standsetja Jón Oddgeir og svo skipið fengi haffæri. Von er á að Björgin verði tilbúin aftur um miðjan maí. þa Hjónin Guðmundur Ingi Hjálm- týsson og Gíslína Hallgrímsdótt- ir eru ekki óvön að vera fyrstu not- endur tjaldsvæðanna á vorin. Þau gistu fyrstu nóttina á tjaldsvæðinu við Kalmansvík á Akranesi aðfara- nótt 1. apríl. Sannarlega er það vor- boði þegar ferðafarfuglarnir fara á stjá og taka tjaldsvæðin í notkun. Hjónin hafa ferðast ógrynnin öll í Hobbý-hjólhýsinu. Það er búið öll- um mögulegu þægindum. Nú um páskana voru þau Guðmundur og Gíslína í samfloti með vinahjón- um sínum. Því voru tvö hjólhýsi á tjaldsvæðinu í Kalmannsvík þenn- an fyrsta dag aprílmánaðar þeg- ar blaðamaður Skessuorns leit þar við. Víðförul hjón Guðmundur Ingi og Gíslína hafa verði mikið á ferðinni með hýsið sitt. Aðeins í eitt skipti undanfar- in fimmtán ár hefur það brugðist að þau voru ekki á stjá um páskana. Þau eru einnig vel kunnug Kal- mansvík og halda vel um gistinátta- skráningu. „Mér sýnist það vera 69 nætur,“ segir Gíslína þar sem hún telur næturnar sem þau hjón hafa gist í Kalmannsvík frá árinu 2013. „Við vorum á ferðalagi í 160 nætur árið 2013 en heldur minna í fyrra. Það rigndi svo mikið.“ Þau hjón nota útilegukortið. Bæði eru mjög ánægð með aðstöðuna sem Akra- nesbær býður uppá, þó að tjald- stæðið hafi vissulega verði orðið lúið undir lok ferðatímans í fyrra vegna rigninganna þá. Í sambandi við fólk um allan heim Margir þekkja þau hjón. Hjólhýs- ið þeirra er auðþekkt af loftnetinu sem Guðmundur Ingi setur upp til að tala í talstöðina. Hann er í félagi talstöðvaamatöra og segir 40 millj- ón manns víðsvegar um heiminn vera í þeim hópi. „Það eru um tutt- ugu virkir radíóamatörar á Íslandi í dag en um 400 skráðir frá upphafi,“ útskýrir Guðmundur Ingi. „Svo sit ég hérna í hýsinu mínu og spjalla við aðra radíóamatöra um víða ver- öld. Lengsta sem ég hef spjallað er við félaga minn sem er í Nýja Sjá- landi. Allt í gegn um þetta litla tæki og víraflækjur,“ segir Guðmund- ur Ingi og teygir sig í talstöðina. Hann á marga góða vini í gegn um þennan félagskap: Þeim hjónum var til að mynda boðið í heimsókn til Þýskalands til vinar sem Guð- mundur Ingi kynntist í gegn um fjarskiptahópinn. Eftir langan og harðan vetur styttist sannarlega í vorið og sumar- ið. Það sanna farfuglarnir og ferða- farfuglarnir. eha Björgunarskipið Jón Oddgeir í Rifshöfn. Björgunarskip kemur sér vel í nauð Fyrstu ferðafarfuglarnir á Akranesi Guðmundur Ingi Hjálmtýsson er radíóamatör með vini út um víða veröld og kallnúmerið hans er TF3IG. Fyrsta gistinóttin á tjaldsvæðinu á Akranesi við Kalmannsvík var aðfararnótt 1. apríl. Hjólhýsið er huggulega skreytt smámunum sem er kyrfilega haldið niðri af kenn- aratyggjói. Gíslína Hallgrímsdóttir heldur vel um skráningar á ferðalögum þeirra hjóna. Atvinnuhúsnæði við Faxabraut 3 til leigu Akraneskaupstaðar auglýsir til leigu atvinnuhúsnæði við Faxabraut 3. Um er að ræða 94 fm2 endabil með sérinngangi og innkeyrsludyrum. Húsnæðið er ekki fullklárað að innan og reiknað er með að væntanlegir leigjendur komi húsnæðinu í það horf sem þeir þurfa fyrir starfsemi sína. Nánari upplýsingar veitir umsjónamaður fasteigna í síma 433-1000 eða í gegnum tölvupóst á netfanginu kristjan.gunnarsson@akranes.is. SK ES SU H O R N 2 01 5

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.