Skessuhorn


Skessuhorn - 08.04.2015, Blaðsíða 10

Skessuhorn - 08.04.2015, Blaðsíða 10
10 MIÐVIKUDAGUR 8. APRÍL 2015 Margvíslegar trúarathafnir um páskana Trúarlegir viðburðir voru víða haldnir á Vesturlandi um páskana enda um að ræða eina helstu trúarhátíð kristinna. Að kvöldi föstudagsins langa var píslarsaga Jesú lesin að venju í Reykholtskirkju. Kvöldið eftir, það er á laugardegin- um fyrir páskadag, var svo Páskavaka í Reykholtskirkju. Þar er um að ræða ævaforna kristna athöfn sem haldin hefur ver- ið árlega. „Það eru prestarnir í Hvanneyrar-, Stafholts-, og Reykholtsprestaköllum sem standa fyrir þessari athöfn ásamt fermingarbörnum og öðrum. Þetta er ein elsta athöfn kirkj- unnar þar sem fólk safnast saman til að fagna upprisu Krists,” segir Síra Geir Waage sóknarprestur í Reykholti. „Í fyrri hluta athafnarinnar eru lesnir textar úr hjálpræðis- sögunni og bænir. Í upphafi er kveiktur eldur úti fyrir kirkj- unni ef veður leyfir. Síðan er páskakertið tendrað af þessum eldi og borið með skrúðgöngu inn í kirkju. Allir sem í kirkj- unni eru bíða með kertin sín og kveikja síðan á þeim af logan- um á þessu eina kerti. Þannig breiðist ljósið út um kirkjuna. Þegar skrúðgangan er kom inn í kórinn er lesið úr ritning- unni,” útskýrir Geir. „Seinni hluti athafnarinnar er svo helgun skírnarvatnsins. Til forna var bara skírt einu sinni á ári og það var gert við þessa athöfn. Helgun skírnarvatnsins fer fram með bænum og lestri úr ritningunni. Þarna endurnýjar fólk skírnarheitið. Þetta endar með því að farið er með vatn úr skírnarsánum og því stökkt á þá sem eru viðstaddir. Það má draga þetta saman með því að segja að athöfnin byrji í myrkri, svo er ljósið bor- ið inn og það breiðist út og lýsir og síðan er þessi forna skírn- arathöfn. Það er mjög mikil samvinna um helgihald á milli Reykholts-, Hvanneyrar og Stafholtsprestakalla bæði í ferm- ingarfræðslunni en líka við margvísleg trúarleg tilefni eins og þetta,” segir Geir Waage. Á páskadagsmorgun daginn eftir voru síðan guðsþjónustur víða þar sem upprisunni var fagnað. Hér fylgja nokkrar ljós- myndir Skessuhorns frá trúarathöfnum í Reykholtskirkju og Hallgrímskirkju í Saurbæ á Hvalfjarðarströnd um páskana. mþh Séra Geir Waage sóknarprestur Reykholtskirkju les píslarsögu Krists að kvöldi föstudagsins langa. Geir Waage sóknarprestur í Reykholti blæs í glóðir til að magna eld svo tendra mætti ljós til að bera inn í Reykholtskirkju á Páskavöku að kvöldi laugardags fyrir páskadag. Séra Flosi Kristinsson sóknarprestur á Hvanneyri heldur á glóðandi viðnum með töngum. Séra Flosi Kristinsson á Hvanneyri gengur fyrir prósessíu með páskaljósið inn í Reykholtskirkju á Páskavöku. Morgunguðþjónusta var í Hallgrímskirkju í Saurbæ á Hvalfjarðarstönd klukkan átta á páskadags- morgun. Drunginn í aðdraganda páska var að baki og kirkjan skartaði sínu fegursta þar sem upprisunni var fagnað. Séra Kristinn Jens Sigþórsson sóknarprestur í Saurbæ prédikar að morgni páskadags. Fermingarbörn úr Borgarfirði tóku virkan þátt í Páskavökunni í Reykholtskirkju. Kór Saurbæjarprestakalls syngur við messuna árla á páskadags- morgun. Lærðir og leikmenn við Páskavöku í Reykholtskirkju þar sem allir báru tendruð kerti.

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.