Skessuhorn - 27.05.2015, Blaðsíða 1
FRÉTTAVEITA VESTURLANDS – www.skessuhorn.is 22. tbl. 18. árg. 27. maí 2015 - kr. 750 í lausasölu
Fluconazol
ratiopharm
Fæst án lyfseðils
Er þér annt
um hjartað?
Eru bólgur og verkir
að hrjá þig?
Arion
hraðþjónusta
– hafðu það eins og þú vilt
Arion appið • Netbanki • Hraðbankar
LANDNÁMSSETur Íslands
Örlagasaga
Hallgríms & Guðríðar
Aukasýning
Sunnudaginn 31. maí kl. 16:00
Skálmöld Einars
Miðvikudaginn 10. júní kl. 17:00
Landnámssetur Íslands,
Brákarbraut 13 – 15, Borgarnesi
ELDSMÍÐAHÁTÍÐ
4. – 7. JÚNÍ 2015
Safnasvæði Akraness
Nánar á eldsmidir.net
SK
ES
SU
H
O
R
N
2
01
5
Nýlega birtum við mynd
af tveimur girðingamönn-
um úr Borgarfirði, sem þá
voru staddir í Borgarnesi
í hádegishléi. Þegar sú
mynd var tekin var þess
jafnframt getið að um
leið og hlýna tæki í veðri
fögnuðu þeir því jafnan
með því að verða berir að
ofan. Hann Guðmundur
Kristinn Guðmundsson
gerði hins vegar gott
betur eins og sjá má.
Kjartan Guðjónsson félagi
hans, sem jafnframt
tók myndina, segir að
þarna haldi Guðmundur
á almúgahamri í vinstri,
hylji Þórshamarinn með
hægri og ákalli sumarið.
Þeir félagar eru þarna
staddir við Bjarnadalsá,
skammt frá Bröttubrekku.
Þeir eru þó ekki í sjónmáli
við þjóðveginn, enda
kannski eins gott, öku-
mönnum gæti brugðið.
Foreldraverðlaun Heimilis og skóla,
landssamtaka foreldra, voru afhent
í tuttugasta sinn síðastliðinn mið-
vikudag í Safnahúsinu við Hverfis-
götu í Reykjavík. Gleðileikarnir í
Borgarnesi hlutu Foreldraverð-
launin að þessu sinni, voru valdir úr
hópi 24 gildra tilnefninga. Eins og
komið hefur fram í Skessuhorni eru
Gleðileikarnir þrautaleikur þar sem
nemendum á elsta stigi Grunnskóla
Borgarness er skipt niður í hópa
sem þurfa að leysa krefjandi verk-
efni sem ekki eru hluti af þeirra
daglega skólalífi. Sjálfstæði og sam-
vinna eru einkunnarorð leikanna
og miðast að því að efla samheldni
og samstöðu í samfélaginu sem og
að gefa þátttakendum tækifæri til
þess að spreyta sig á skemmtilegum
þrautum. „Allir þátttakendur fara
heim af leikunum með jákvæð og
falleg skilaboð í farteskinu og nýja
sýn á eigin styrk og getu. Verkefnið
er vel heppnað og vekur athygli í
samfélaginu, eflir samstarf heimilis
og skóla og virkjar foreldra í starfi
með nemendum og fær þá til þess
að kynnast innbyrðis og öðrum
nemendum skólans,“ segir í um-
sögn dómnefndar.
Hvatningarverðlaun 2015 hljóta
nemendur og foreldrar Austurbæj-
arskóla fyrir Spennistöðina og Sig-
ríður Björk Einarsdóttir var valin
dugnaðarforkur Heimilis og skóla
2015. Hún er formaður foreldrafé-
lags Hólabrekkuskóla í Breiðholti.
Hafa stuðlað að jákvæð-
um breytingum
Þetta er í annað skipti sem Gleði-
leikarnir eru haldnir í Borgarnesi
en þess má geta að verkefnið var
einnig tilnefnt til verðlaunanna á
síðasta ári. „Það er mikill heiður að
fá að taka á móti þessum verðlaun-
um fyrir hönd foreldrasamfélagsins
í Borgarnesi. Heiðurinn er margra
og það er gaman að sjá hvað hægt er
að framkvæma og stuðla að jákvæð-
um breytingum í samfélaginu okk-
ar. Það hafa Gleðileikarnir sannar-
lega gert,“ segir Eva Hlín Alfreðs-
dóttir, verkefnastjóri Gleðileikanna
,í samtali við Skessuhorn.
mm
Gleðileikarnir hlutu foreldraverðlaun Heimilis og skóla
Fulltrúar verðlaunahafa úr Borgarnesi ásamt Önnu Margréti Sigurðardóttur,
formanni Heimilis og skóla, Hrefnu Sigurjónsdóttur framkvæmdastjóra og Gísla
H. Guðlaugssyni formanni dómnefndar. Úr Borgarnesi mættu þær Fjóla Veronika
Guðjónsdóttir (þriðja frá vinstri), Signý Óskarsdóttir, Eva Hlín Alfreðsdóttir, Brynja
Þorsteinsdóttir og Elín Kristinsdóttir.
Ákallar
sumarið