Skessuhorn - 27.05.2015, Blaðsíða 26
26 MIÐVIKUDAGUR 27. MAÍ 2015
Krossgáta Skessuhorns
Hér er ný krossgáta fyrir lesendur að spreyta sig á að
leysa. Þeir sem vilja geta sent Skessuhorni lausnarorð/
in á netfangið: krossgata@skessuhorn.is fyrir klukkan
15 á mánudögum. Þeir sem ekki hafa aðgang að tölvu-
pósti sendi lausnir á Kirkjubraut 56, 300 Akranesi (at-
hugið að póstleggja þarf lausnir í síðasta lagi á föstu-
degi). Dregið verður úr réttum innsendum lausnum og
fær vinningshafinn bókagjöf frá Skessuhorni.
48 lausnir bárust við krossgátu í blaðinu í síðustu
viku. Lausnin var: „Dropinn holar steininn“. Vinn-
ingshafi er: Samúel Ágústsson, Bjarkargrund 33, Akra-
nesi. mm
Ráð-
vandur
Ösluðu
Óttast
Órói
Annir
Sérstök
Sérhlj.
Eldur
Augna-
mið
Grugga
Fæði
Óveður
Drykkur
1001
Brall
Ferð
Reypi
Sér-
hljóðar
Beljaki
Sérhlj.
3
Korn
Blaðra
Sort
1
Nót
Sex
Nei
Elska
Storm-
ur
Kylfa
Tónn
Spil
Tangi
Glatt
Einatt
Lekur
Hlífðar-
flík
Sam
hljóðar
Lokað
Bugða
Tónn
8
Skref
7
Elskar
Kúptur
Skúr
Dvelja
Mylsna
Tók
Upphr.
Fiskar
500
Fum
Erfiði
Refsa
Nögl
Svefn-
órar
Öruggur
Eðli
Samhlj.
4 Örðugt
150
Vænt
For
Loksins
Hróp
50
2
Sáð-
lönd
Frost-
skaði
Fugl
Inn-
gangur
Sýl
Dvelur
Upphr.
Á fæti
Bylur
Hnupl
Mana
6
Spyrja Kjökra
Skart-
klæði
Vastur
Unaður
Spurn
Gruna
Sverta
Verkur
Hjari
Tók
Innan
Áflog
Heill
Letur-
tákn
Eldsn.
Tónn
Rugl
Mæla
5
1 2 3 4 5 6 7 8
„..úti í garði, undir morgunsól.“
Eins og margir þekkja er hér skír-
skotun í söngtexta Lúdó og Stef-
áns hér um árið. Þessi ágæti söng-
ur gæti átt við hjá hjónunum Krist-
jáni Heiðari Baldurssyni og Ingi-
björgu Sigurvaldadóttur á Akra-
nesi sem nýttu blíðviðrið á hvíta-
sunnudag til að pota niður útsæð-
inu sínu. Akraneskaupstaður lauk í
vor við endurgerð kartöflugarðanna
ofan við Smiðjuvelli og er svæðið nú
orðið hið snyrtilegasta. Búið er að
leggja góðan veg í gegnum kartöflu-
garðana, drena jarðveginn og merkja
reitina. „Við gerum þetta mest fyrir
ánægjuna og útiveruna,“ sögðu þau
hjón. „Það er afskaplega gott að fá
nýjar kartöflur fyrst á haustin en
svo verða þær ekkert skemmtilegar
þegar líður á veturinn enda vantar
okkur góða kartöflugeymslur hér á
Akranesi. Peningalega er lítið út úr
þessu að hafa, en ánægjan vegur það
upp,“ sögðu þau Kristján Heiðar og
Ingibjörg. mm
Það má kallast þjóðlegasti siður
þetta að pota útsæðinu niður
Útsæðinu potað niður.
Kristján gerir hér holur fyrir kartöflurnar.
Því ennþá fær byrinn í seglin þitt fley, það vex í þér þroskinn og vitið
Vísnahorn
Jæja kannske vorið sé nú
loksins að koma. Upphaf-
ið hefur nú verið heldur
kalt hvað sem verður með
framhaldið. Kristján frá Gilhaga var á dögun-
um staddur í Noregi hjá frændum vorum og
þótti munur á veðrinu þar eða hér heima. Urðu
þá skáldinu á munni stökur um Máríuerluna
sem meðal annars bar fyrir augu hans þar hjá
frændum várum:
Sefur þjóðin, dreymir draum
dags, nú óðinn felur.
Nóttin hljóða geymir glaum
gull í sjóðum elur.
Hægan bætir hægt í vind.
Húmið vætir kinnar.
Vorsins dætur dátt í mynd
dansa næturinnar.
Taka spretti, stétt af stétt
að stráum nettum leita
flóka léttan, flétta þétt
fjötrum réttum beita.
Stélin feril stuttan fljót
starfs við eril blaka,
dulrænt gerist, dags við mót.
Dýrðlegt er að vaka.
Jón Gissurarson var nú hins vegar bara
heima hjá sér þegar hann orti þessa vonarbæn
um betri tíð:
Komdu vor og veittu yl á jörð
veðráttan því reynist okkur hörð.
Færðu okkur ferskan sunnan blæ,
um fjöll og dali, grund og bláan sæ.
Færðu okkur fuglasöng í mó,
fögur blóm og græna mosató,
berjalyng og grasið grænt í tún,
grónar hlíðar upp á fjallabrún.
Færðu okkur fjallagrös í laut,
funa sem að víkur snjó á braut,
ljósið sem að lýsir dag og nótt,
lífið sem að glæðist undur hljótt.
Færðu okkur ljúfu lömbin smá,
lax sem fyllir hverja veiðiá,
folöldin sem leika dátt um dal,
dásemd sem að gleður sprund og hal.
Það er þó eitt víst og öruggt í lífinu að öllu
fer aftur sem er fullfarið fram. Hvað sem menn
eru nú ánægðir með þá þróun þá verður henni
ekki við snúið. Hvernig sem útfærslan verður
nú í smáatriðum. Með tilvísun í mál sem mörg-
um eru ofarlega í huga nú um stundir orti Hall-
mundur Kristinsson:
Þótt einhverjum líki að skríða í skel
og skjólshús við Ellinnar hlið,
munu þeir færri sem fellur það vel
að færast úr nýtingu í bið.
Stundum er líka talað um ábyrgð framleið-
anda á vöru sinni. Þorsteinn Guðmundson á
Skálpastöðum kvað þegar hann þóttist finna
hrörnunarmerki á handaverkum Drottins:
Drottinn skapti mig til manns
úr mold og leir og ryki.
Var það ekki á ábyrgð hans
að ekki smíðin sviki?
Það er siður hjá mörgum að halda upp á af-
mælisdaga sína með nokkurri reisn þó aðrir láti
sér slík tímamót í léttu rúmi liggja. Svo er það
líka til að menn sendi vinum sínum vísu eða
jafnvel heil kvæði á stór afmælum. Jón Ingvar
Jónsson sendi Birni Hafþóri Guðmundssyni
eftirfarandi frómar óskir á fimmtugsafmælinu:
Ég óska þér heilla, þú austfirski Björn,
þótt undan nú fari að halla
og sókn þín að tindinum verði að vörn,
en vafalaust seint munt þú falla.
En Elli er glímin, sú grálynda frú,
svo gættu þín aldeilis drengur minn nú,
því kerlingin knésetur alla.
Þín æska er horfin og orka þín þver
og ýmislegt bilað og slitið
í fimmtugum skrokknum, en ótrúlegt er
samt ennþá í kjaftinum bitið.
Þótt skartir þú haustlitum, örvæntu ei,
því ennþá fær byrinn í seglin þitt fley,
það vex í þér þroskinn og vitið.
Ég þekki hann Björn sem hinn mætasta mann
og mannkostum hlaðinn og traustan,
sem hagyrðing snjallan sem Austfjörðum ann,
sem Íslending sterkan og hraustan.
Og hann mun nú búa við batnandi hag,
því barnsfaðir heitmeyjar Jósefs í dag
mun blessa hann Björn fyrir austan.
Hér áður fyrr meir eins og sagt var stundum
gat það tekið aðeins á að halda upp á bæði af-
mæli og reyndar ýmislegt fleira sem nauðsyn-
legt þótti að halda uppá. Af slíku gátu líka orð-
ið eftirköst jafnvel svo að menn hótuðu sjálf-
um sér nokkurra daga bindindi. Reyndar hef ég
ekki hugmynd um tilefni þessarar vísu Jóns vin-
ar míns Snæbjörnssonar eða hvort áfengi kom
þar eitthvað við sögu. Hef reyndar grun um að
þetta hafi verið ort eftir erfiða útskipunartörn.
Sömuleiðis vona ég að Grundfirðingar fyrirgefi
mér enda á ég svosem ekkert sökótt við þá sér-
staklega:
Meðan að mér endist kraftur
og ég skríð um þessa jörð
skal ég aldrei, aldrei aftur,
aftur fara í Grundarfjörð.
Margir hafa ort um veðrið og þar á meðal
Stephan G. Stephansson:
Leggur um geð frá logni og sæ
ljóð og gleðibragi.
Strengir kveða í mér æ
undir veðurlagi.
Þeim fækkar sem muna glöggt eftir þeirri
ágætu vöru Ludwig David kaffibætir sem marg-
ir töldu lífsnauðsyn númer eitt og ekkert kaffi
var svo gott að það batnaði ekki við svona hálfa
töflu af rót. Ásgeir Bjarnþórsson orti úti í Ham-
borg meðan Íslendingar gerðu ekki svo víðreist
á þær slóðir:
Heiður og lof sé Hamborg
hamingjan elur þar
ljósið hann Ludwig David
lýðum til blessunar.
Þó Skagaheiði sé bæði grösug og veiðisæl ber
ekki endilega mikið á þeim kostum hennar frá
þjóðveginum. Sá frómi Lúðvík Kemp orti um
Skagann eitt sinn:
Skaginn minn ljóti,
skatna meður leiða.
Alþakinn grjóti
allt frá sjó til heiða.
Engan ávöxt berðu
oss er veitti fylli.
Útkjálkinn illi.
Eitthvað líkaði Skagamönnum ekki þessi
kveðskapur og óskuðu eftir bragarbót. Hún
kom en þá þótti þeim hálfu verr. Hinsveg-
ar þótti þeim ekkert að þessari vísu Gunnars á
Bergskála:
Aldan lagar óð við sand,
angar grösug jörðin.
Skaginn eins og blómaband
brosir út við fjörðinn.
Með þökk fyrir lesturinn,
Dagbjartur Dagbjartsson
Hrísum, 320 Reykholt
S 435 1189 og 849 2715
dd@simnet.is