Skessuhorn - 27.05.2015, Blaðsíða 21
21MIÐVIKUDAGUR 27. MAÍ 2015
Sveitarfélagið Borgarbyggð á fjölda
fasteigna auk þess að eiga hlutdeild
í nokkrum félögum. Starfshópur
um eignir og eignarhluta í sveitar-
félaginu og mögulega sölu þeirra
skilaði í síðustu viku af sér skýrslu.
Lagt er til að sala fjölda eigna
verði undirbúin til að létta á skuld-
um sveitarsjóðs og bæta rekstrar-
hæfi sveitarfélagsins. Starfshópur-
inn leggur til að seldar verði eignir
sem hafa fasteignamat að upphæð
308,4 milljónir króna og að fast-
eignir að upphæð 167,7 milljónir
verði mögulega seldar. Þegar eru
fasteignir að fjárhæð kr. 64,9 millj-
ónir króna í söluferli. Allar þess-
ar upphæðir taka mið af fasteigna-
mati. Hvað eignarhluti í félögum
viðvíkur leggur starfshópurinn til
að seldir verði minni eignarhlutir
Borgarbyggðar í félögum og hlut-
deild sveitarfélagsins í reiðhöll-
inni í Borgarnesi lækkuð þannig
að sveitarfélagið eigi ekki áfram
meirihluta í félaginu. Ákveðið var
að skoða möguleika á sölu 0,93%
eignarhlutar Borgarbyggðar í
Orkuveitu Reykjavíkur og vinna
verðmat á félaginu í samvinnu við
meðeigendur í OR. „Jafnframt var
ákveðið að selja ekki hlut Borgar-
byggðar í Faxaflóahöfnum í ljósi
þeirra jákvæðu framtíðarhorfa sem
við félaginu blasa að óbreyttu,“
segir í niðurstöðu starfshópsins.
Hússtjórnarskólinn
verðmætastur
Starfshópurinn leggur til í skýrslu
sinni að seldar verði alls tólf fast-
eignir. Langmest verðmæti er tal-
ið felast í húsi fyrrum Hússtjórn-
arskólans á Varmalandi sem síð-
ari ár hefur verið nýtt undir ung-
lingadeild Grunnskóla Borgar-
fjarðar á Varmalandi. Áætlað er
að að hægt verði að fá 146 millj-
ónir fyrir húsið. Auk þess er lagt
til að seldar verði fimm húseignir
á Varmalandi, núverandi húsnæði
leikskólans Hnoðrabóls á Gríms-
stöðum í Reykholtsdal, salur í húsi
eldri borgara við Borgarbraut 65a,
útihús og íbúðarhús á Kárastöðum
við Borgarnes og íbúð við Kveld-
úlfsgötu 28 í Borgarnesi. Áætlað
er að söluvirði allra fyrrgreindra
húseigna sé 255,2 milljónir króna.
Auk þessara tólf eigna eru fjórar
fasteignir þegar í söluferli, en það
eru Kveldúlfgata 2b, íbúðarhús á
Varmalandi, Árberg 4a á Klepp-
járnsreykjum og Gunnlaugsgata
17 í Borgarnesi.
Loks nefnir starfshópurinn
nokkrar aðrar eignir sem mögu-
lega mætti selja. Þær eru hús Tón-
listarskóla Borgarfjarðar við Borg-
arbraut 23 í Borgarnesi, frystihús
og reykhús í Brákarey, parhús á
Kleppjárnsreykjum, skrifstofuhús-
næði í Litla Hvammi í Reykholti
og félagsheimilið Valfell í Borg-
arhreppi. Áætlað söluverð þessara
eigna er 142,2 milljónir króna.
Eignarhlutir í félögum
Í skýrslu vinnuhópsins segir að
Borgarbyggð hafi í áranna rás eign-
ast hluti í ýmsum félögum og séu
þeir ólíkir að gerð og starfsemi. Mest
verðmæti felist í 0,93% eignarhluta
í Orkuveitu Reykjavíkur sem verð-
metinn er á 379,2 milljónir króna
og 4,14% eignarhlutur í Faxaflóa-
höfnum sem verðmetinn er á 343,6
milljónir króna. Þá er 1,78% hlutur
í Lánasjóði sveitarfélaga metinn á
157,8 milljónir króna, 92% eignar-
hlutur í Menntaskóla Borgarfjarðar
er metinn á 58,2 milljónir króna og
56% hlutur í Reiðhöllinni í Borgar-
nesi er verðmetinn á 76,7 milljónir
króna. Starfshópurinn leggur til að
selja sem flesta minni eignarhluta
í ýmsum fyrirtækjum. „Samfélags-
legt virði þeirra er mismunandi en
í ljósi núverandi aðstæðna í samfé-
laginu og sveitarfélaginu telur hóp-
urinn óhætt að selja þessa hluti.“
Í vinnuhópnum um eignir sveit-
arfélagsins sátu fimm sveitarstjórn-
arfulltrúar: Jónína Erna Arnar-
dóttir, sem jafnframt var formað-
ur hópsins, Helgi Haukur Hauks-
son, Hulda Hrönn Sigurðardótt-
ir, Magnús Smári Snorrason og
Ragnar Frank Kristjánsson.
mm
Borgarbyggð vill selja hlut í OR en
eiga áfram Faxaflóahafnir
Starfshópurinn leggur til að skoðuð verði sala á 0,93% eignarhlut Borgarbyggðar
í Orkuveitu Reykjavíkur.
Verðmesta fasteignin sem lagt er til að verði seld er fyrrum skólahús Húsmæðra-
skólans á Varmalandi. Ljósm. Mats Wibe Lund.
Tafla yfir þær fasteignir sem starfshópurinn leggur til að verði seldar. Yfirlit yfir ýmsa eignarhluti Borgarbyggðar í félögum.
Nældu þér í
rafrænt eintak á
www.skessuhorn.is
Upplýsingar um Vesturland á ensku og
íslensku auk fjölda ljósmynda.
Ferðast um Vesturland – Travel West Iceland 2015 er komið út!
Ferðaþjónustufyrirtæki geta nálgast
blöð á Markaðsstofu Vesturlands í
Hyrnutorgi í Borgarnesi