Skessuhorn - 27.05.2015, Blaðsíða 2
2 MIÐVIKUDAGUR 27. MAÍ 2015
Ýmsir huga að vorverkunum um þessar
mundir. Lauslegt drasl hefur komið víða í
ljós á göngustígum og í blómabeðum eftir
veturinn og því minnum við lesendur á að
nota tækifærið og hreinsa til í sínu nánasta
umhverfi. Því hreint land er fagurt land og
þar líður okkur best.
Norðlægar áttir eru í kortunum næstu daga
og kólnandi veður. Á fimmtudag spáir norð-
an 8 - 15 m/s, hvassast norðvestanlands.
Rigning með köflum, jafnvel slydda fyrir
norðan en stöku skúrir syðra. Hiti 2 til 10 stig,
mildast á Suðurlandi. Á föstudag spáir norð-
austlægri átt, 5 - 10 m/s. Skúrir eða slydduél
verða en víða bjart á Suður- og Vesturlandi.
Hiti breytist lítið. Á laugardag verður vax-
andi suðaustanátt og þykknar upp, allhvasst
og rigning við suðurströndinni um kvöldið
en annars hægara og þurrt að kalla. Hiti 3 til
10 stig, hlýjast vestanlands. Á sunnudag er
útlit fyrir ákveðna austan- og norðaustanátt
með rigningu, einkum suðaustan- og aust-
an til. Áfram er spáð svölu veðri. Á mánudag
spáir norðanátt og dálitlum skúrum eða
slydduéljum norðan- og austanlands með
svölu veðri en annars bjart og hiti upp í 12
stig sunnan til.
Í síðustu viku var spurt á vef Skessuhorns:
„Fylgist þú með Eurovision?“ 37,83% svör-
uðu „Já, bæði undan- og aðalkeppnum“ og
17,83% sögðu: „Já, úrslitakvöldinu.“ 23,04%
fylgist með Eurovision sum árin en 21,3%
segjast aldrei fylgjast með keppninni.
Í þessari viku er spurt:
„Ertu byrjuð/aður á vorverkunum?“
Tvær ungar stúlkur standa fyrir áhuverð-
um tónleikum til styrktar Krabbameinsfé-
laginu og vilja þannig láta gott af sér leiða.
Þær syngja á Akranesi en skora jafnframt á
nágranna sína í Borgarnesi að taka við kefli
sem þær munu afhenda þangað og von-
ast til að keflið gangi áfram. Hvunndags-
hetjurnar Rakel Rún Eyjólfsdóttir og María
Dís Einarsdóttir eru Vestlendingar vikunnar.
Spjallað er við þær í Skessuhorni í dag.
Til minnis
Veðurhorfur
Spurning
vikunnar
Vestlendingur
vikunnar
Klettaborg
fékk styrk
BORGARNES: Á vef Borgar-
byggðar er sagt frá því að Leik-
skólinn Klettaborg í Borgarnesi
sé tilraunaleikskóli hjá Emb-
ætti landlæknis fyrir verkefnið
Heilsueflandi leikskóli. Í vor
sótti leikskólinn um styrk til
Lýðheilsusjóðs undir nafninu
„Geðheilsa og vellíðan barna“
í tengslum við leiðtogaverkefn-
ið „The leader in me“ sem nú
er verið að innleiða í leikskól-
anum. Leiðtogaverkefnið snýst
í stuttu máli um að hjálpa hverj-
um einstaklingi til að blómstra.
Hver einstaklingur fær þannig
tækifæri til að vinna út frá sín-
um eigin styrkleikum og verða
besta útgáfan af sjálfum sér.
Lýðheilsusjóður veitti leikskól-
anum 500.000 krónur í styrk
og er þetta í þriðja sinn á jafn-
mörgum árum sem leikskólinn
fær styrk frá sjóðnum.
–mm
Vilja flýta frá-
veitufram-
kvæmdum
AKRANES: Eins og komið
fram í Skessuhorni þá er fyrir-
tækið Grenjar ehf á Akranesi
undir stjórn Ingólfs Árnason-
ar afar ósátt við að útrás frá-
veiturörs Orkuveitu Reykjavík-
ur (OR) sé staðsett á eign fyrir-
tækisins í fjörunni í Krókalóni.
Heilbrigðisnefnd Vesturlands
hefur tekið málið til umfjöllun-
ar. Hún telur að umrædd útrás í
Krókalóni brjóti í bága við lög
og reglur. Hún sé þannig hvorki
í samræmi við ákvæði laga nr.
9/2009 um uppbyggingu og
rekstur fráveitna, né reglugerð-
ar nr. 798/2009 um fráveitur og
skólp. Nefndin leggur til við
OR að flýta framkvæmdum við
varanlega lausn á fráveitumál-
um við Krókalón og að fund-
in verði önnur lausn í samráði
við lóðareiganda þar til fullnað-
ar framkvæmdum verði lokið.
Bæjarstjóra Akraness hefur ver-
ið falið að boða til fundar með
fulltrúum Orkuveitu Reykjavík-
ur, Heilbrigðisnefndar Vestur-
lands og bæjarstjórn Akraness.
–mþh
Klettagörðum 5, 104 Reykjavík | stolpi@stolpiehf.is
Gámaleiga
Er gámur lausnin fyrir þig?
Búslóðageymsla � Ártíðabundinn lager � Lager � Sumar-/vetrarvörur
Frystgeymsla � Kæligeymsla � Leiga til skemmri eða lengri tíma
Við getum líka geymt gáminn fyrir þig
568 0100
stolpiehf.is
HAFÐU
SAMBAND
Þegar komið er fram á þennan árs-
tíma eykst umferð fólks á allskyns
farartækjum um þjóðvegina. Full
ástæða er til að hvetja ökumenn
bíla að fara gætilega því oft eru
aðstæður með því móti að beinlínis
er hættuspil á ferð. Til dæmis þegar
vegir eru blautir, hvassviðri er og
samhliða t.d. umferð stórra flutn-
ingabíla sem mynda vindsveipi.
Þessa mynd tók Sverrir Karlsson
þegar hann var á ferð um Hval-
fjörð um liðna helgi. Þrátt fyrir að
aðstæður þá hafi verið góðar má þó
lítið út af bregða þegar þessi umferð
bætist við umferð bíla á þröngum
þjóðvegum landsins.
mm
Rúta í akstri fyrir Strætó bs fauk út
af veginum við norðanvert Akra-
fjall um klukkan sjö síðastliðinn
laugardagsmorgun. Þetta gerð-
ist við nýbýlið Herdísarholt. Bí-
stjórinn var einn í bílnum og slas-
aðist hann ekki. Vindhviða mun
hafa hrakið bílinn útaf veginum
með þeim afleiðingum að hann
fór að hluta yfir vegskurðinn eins
og sést á meðfylgjandi mynd.
Vindur hefur ítrekað vald-
ið tjóni við norðanvert Akrafjall
það sem af er þessu ári. Þetta er
t.d. í annað sinn sem rúta fýkur
þar útaf veginum. Í fyrra skipt-
ið var það við Æðarodda í um-
hleypingum nú eftir áramót. Þar
var bílstjóri einnig einn á ferð og
slapp með skrekkinn. Þá er stutt
síðan útihús á bænum Hvítanesi
splundruðust í einni af óveðurs-
lægðunum sem gengu yfir vestan-
vert landið í vetur.
mþh/ Ljósm. mm
Mannbjörg varð þegar lítill strand-
veiðibátur, Herkúles SH-147, sökk
norðvestur af Hellissandi laust fyrir
klukkan 17 á þriðjudaginn í liðinni
viku. Leki hafði komið komið að
bátnum þar sem hann var á strand-
veiðum. Björgunarútkall var sent út
klukkan 16:59 en þegar fyrsta að-
stoð barst var báturinn sokkinn og
skipverjinn, sem hafði verið einn
um borð, var kominn í sjóinn. Þar
hafði hann verið í um tíu mínútur
þegar liðsmenn björgunarsveitar-
innar Lífsbjargar komu á vettvang
og náðu skipverjanum úr sjónum,
heilum á húfi en köldum. Ann-
ar bátur, Ólafur Bjarnason SH frá
Ólafsvík, var í grennd við Herkú-
les og var skipverjinn tekinn um
borð í Ólaf sem sigldi með hann til
Ólafsvíkur. Athygli vakti að björg-
unarbátur í Herkúles blés ekki út
þegar á reyndi, en skipverjinn náði
til hans og reyndi ítrekað að toga
í spottann til að hann blési út, en
án árangurs. Herkúles SH var fimm
tonna furu- og eikarbátur smíðaður
á Hofsósi 1973.
Rannsóknanefnd samgönguslysa
mun fara yfir hvað fór úrskeiðis,
bæði hvað varðar bátslekann og að
björgunarbáturinn opnaðist ekki.
af
Björgunarbáturinn sem var um borð í
Herkúlesi virkaði ekki þegar á reyndi.
Mannbjörg þegar bátur sökk á Breiðafirði
Herkúles SH-147
Engin slys þegar strætisvagn
fauk yfir skurð
Allskonar hjólandi umferð