Skessuhorn - 27.05.2015, Blaðsíða 22
22 MIÐVIKUDAGUR 27. MAÍ 2015
„Ég er Hornstrendingur að ætt og
uppruna,“ sagði Þrúður Kristjáns-
dóttir þegar blaðamaður Skessu-
horns ræddi við hana í síðustu
viku. Hún fæddist á Ísafirði árið
1938. Foreldrar hennar voru Jó-
hanna Jakobsdóttir frá Reykja-
firði í Grunnavíkurhreppi á Horn-
ströndum og Kristján Guðjóns-
son frá Skjaldabjarnavík á Strönd-
um. „Þau ólust upp sitt hvoru
megin við sýslumörk Norður-
Ísafjarðarsýslu og Strandasýslu,
þau liggja um Geirólfsnúp, fjall-
ið milli bæjanna. Pabbi var vinnu-
maður í Reykjarfirði, þegar hann
var ungur. Þannig kynntust for-
eldrar mínir,“ segir hún. Systkini
Þrúðar eru átta talsins, fimm syst-
ur og tveir bræður: Jóna Valgerð-
ur, Fjóla Guðrún, Laufey Erla,
Freyja, Guðjón Arnar, Matthildur
Herborg, Jakob Kristján og Anna
Karen. „Fyrst komu fimm systur
í röð og pabbi var búinn að bíða
lengi eftir strák. Svo loksins kom
Addi [Guðjón Arnar, innsk. blaða-
manns] og pabbi gladdist mjög.
Addi var alveg fordekraður langt
fram eftir aldri,“ segir hún og hlær
við.
Þrúður flutti frá Ísafirði 17 ára
gömul og hóf nám í Handíða- og
myndlistarskólanum í Reykjavík.
„Ég teiknaði alltaf mikið og mál-
aði. Hef alltaf haft mjög gaman af
því en geri það allt of sjaldan. Ég
var einn vetur í myndlistarskólan-
um en skólinn var í húsnæðishraki
og mér fannst dálítill losarabragur,
svo ég hætti. Samferðamenn mín-
ir þarna voru meðal annars Alfreð
Flóki og fleiri flottir listamenn.
Þeir urðu frægir en ég ekki,“ seg-
ir hún og brosir. „Eftir að ég hætti
þarna fer ég í Fóstruskólann sem
síðar varð leikskólakennaradeild
Kennara- háskólans. Þar var ég
í tvo vetur í námi og svo sumar-
langt í starfsnámi. Út á þetta nám
tek ég svo við kennslu í Búðardal
árið 1962. Þá voru þar 21 nem-
andi á aldrinum sjö til þrettán ára.
Það hafði gengið illa að ráða kenn-
ara og ég kem ekki þangað fyrr
en í nóvember og þá hefst loks
kennsla þann veturinn. Krakkarnir
voru því orðnir mjög spenntir að
byrja í skólanum. Ég var eini fast-
ráðni kennarinn og einnig skóla-
stjóri,“ segir Þrúður. „Skólinn var
húsnæðishraki þar líka á þessum
tíma. Hótel Bjarg, þar sem skól-
inn hafði starfað, hafði brunnið
um haustið og allur búnaður skól-
ans, þannig að byrja varð á því að
kaupa allt smátt og stórt til skóla-
haldsins. En mér þótti strax mjög
gaman að kenna og var með frá-
bæra krakka. Þrettán ára krakk-
arnir voru þarna alveg eins og liðs-
stjórar. Þau vildu hjálpa mér eins
og þau gátu og gættu alltaf vel að
yngri krökkunum. Allir léku sér
saman og þau voru góð hvort við
annað. Ég fylgdist svo með þeim
út um gluggann. Þetta var bara
æðislega skemmtilegt.“
Einn vetur varð
að heilli starfsævi
Þrúður vill meina að á þess-
um tíma hafi ákveðin skil orðið í
kennsluháttum á Íslandi og nokk-
ur kynslóðaskipti. „Ég kom með
ýmsa nýbreytni í kennsluna í Búð-
ardal. Til dæmis vinnubókagerð
og líka föndur fyrir yngstu börn-
in. Það var óþekkt þá og ef krökk-
unum líkaði ekki það sem ég lét
þau gera fékk ég gjarnan að heyra:
„Jósep hafði þetta ekki svona“ frá
krökkunum. Hann forveri minn
gerði hlutina öðruvísi. Hann var af
gamla skólanum og ákaflega góður
og gáfaður maður,“ segir hún.
En það urðu ekki aðeins skil í
kennsluháttum í Búðardal þenn-
an vetur heldur einnig í lífi Þrúð-
ar. „Þegar ég fékk þessa stöðu var
maðurinn minn alveg til í að flytja
með mér, hann er úr Dölunum.
Við ætluðum bara að vera einn vet-
ur fyrir vestan. En svo kom ann-
ar og skólinn flutti í hluta félags-
heimilisins Dalabúðar, sem þá var
í byggingu. Þar var kennt til 1977
þegar við fluttum í nýja skólann.
Þá var búið að berjast lengi fyrir
því að byggt yrði skólahús.“
Þegar upp var staðið var Þrúð-
ur kennari í Búðardal í rétta hálfa
öld. „Það voru tveir vetur sem ég
kenndi ekki á þessum 50 árum.
Ég fór í Kennaraskólann 1972.
Þá tók skólinn inn nemendur sem
ekki höfðu stúdentspróf, en höfðu
kennt. Ég fékk að lesa þriðja bekk
utan skóla en sat svo í 4. bekk og
lauk kennaraprófinu árið 1973.
Síðar fékk ég námsleyfi eitt ár og
lauk prófi í sérkennslu frá Kenn-
araháskólanum. Seinna lauk ég svo
BA prófi í sérkennslu frá Háskól-
anum á Akureyri. Einnig lauk ég
eins árs námi í stjórnun. BA nám-
ið og þetta stjórnunarnám tók ég
meðfram fullu starfi. Ég held mig
vanti enn einhverjar 15 eining-
ar upp á að ljúka meistaraprófi en
ég hreinlega nennti ekki að standa
í að klára það. Fannst ég orðin of
gömul og svo hefði ég ekki hækk-
að neitt í launum og þótti því ekki
taka því.“
Skólastjóri
tveggja skóla
Þrúður kenndi í Búðardal til 67
ára aldurs, eða í þrjá vetur eftir
að hún hætti skólastjórn. Á þess-
ari hálfu öld sem hún starfaði við
skólann var hún skólastjóri í 22 ár,
fyrst 1962-64, og síðan frá 1981 til
2002. Um aldamótin var Lauga-
skóli í Sælingsdal færður undir
embætti skólastjórans í Búðardal
og var hún því skólastjóri beggja
skólanna einn vetur. „Það var gert
að beiðni sveitarstjórnar. Það vant-
aði þar skólastjóra og þrjá kennara.
Ég samþykkti að taka þetta að mér
í eitt ár og sjá hvernig það gæf-
ist. Ég var með viðveru einn dag
í einu á víxl á hvorum stað og ráð-
inn var aðstoðarskólastjóri á hvorn
stað í 50% starf. Eftir þennan vet-
ur gerði ég könnun meðal kenn-
ara og starfsfólks þá kom í ljós
að á báðum stöðum fannst þeim
ég ekki með nægilega viðveru.
Ég gerði líka óformlega könn-
un meðal nemenda í eldri bekkj-
unum. Krökkunum á Laugum lík-
aði þetta ágætlega en krakkarnir í
Búðardal voru ekki jafn ánægðir.
Þetta gekk allt saman vel, en mér
líkaði ekki að starfsfólk og kennar-
ar væru óánægðir og vildi því ekki
halda þessu áfram,“ segir hún.
Eftir þennan vetur var ákveð-
ið að leggja Laugaskóla niður. „Í
hugum margra er ég „Búðardals-
kerlingin“ sem lagði skólann nið-
ur,“ segir Þrúður. „En staðreynd-
in er sú að ég hafði ekkert með það
að gera. Það hefði kannski getað
gengið að hafa skóla þar áfram, en
veturinn eftir að ég var þar, hefðu
orðið eitthvað um 30 börn í skól-
anum. Heimavistarskóli er mik-
ið bákn og sveitarstjórn taldi þetta
of mikinn kostnað, kringum fáa
nemendur. Reyndar mun Lauga-
skóli hafa verið einn allra síðasti
heimavistarskóli á landinu og fólk-
ið vildi halda heimavistinni þrátt
fyrir að flest börn ættu ekki langt
að fara heim í akstri. Heimavist er
auðvitað viss lúxus fyrir fjölskyld-
ur, börnin eru í pössun alla virka
daga. Ég hefði viljað breyta ýmsu
veturinn sem ég stjórnaði skólan-
um, en vildi ekki gera það svona
fyrsta árið. Þennan vetur var sam-
kennsla milli skólanna og gekk það
allt vel.“
Formaður Sambands
breiðfirskra kvenna
Þrúður var heiðruð sérstaklega á
Jörfagleði Dalamanna í vor fyr-
ir störf í þágu samfélagsins. Hefur
hún starfað með mörgum félaga-
samtökum og setið í ótal nefndum
á vegum sveitarfélagsins. „Það væri
líklega fljótlegra að telja upp þær
nefndir sem ég hef ekki setið í en
hinar,“ segir hún létt í bragði. „Ég
hef haft það „prinsipp“, í svona
„Ég hef haft það prinsipp að segja ekki alltaf nei“
spjallað við Þrúði Kristjánsdóttur, fyrrverandi kennara og skólastjóra í Búðardal
Þrúður og eiginmaður hennar, Sturla Þórðarson, ásamt börnum sínum. F.v.: Hanna Dóra, Friðrik, Þrúður, Sturla, Steinunn og
Kristján.
Þrúður Kristjánsdóttir, kennari í Búðardal til hálfrar aldar. Þar gegndi hún starfi skólastjóra í 22 af þeim 50 árum sem hún kenndi þar.