Skessuhorn - 27.05.2015, Side 31
31MIÐVIKUDAGUR 27. MAÍ 2015
Eimskip | Korngörðum 2 | 104 Reykjavík | Sími 525 7000 | www.ebox.is
eBOX er ný, þægileg og einföld lausn til að flytja minni sendingar
frá Evrópu til Íslands. Á ebox.is er reiknivél sem segir þér á
augabragði hver flutningskostnaðurinn er. Traust og áreiðanlegt
leiðakerfi Eimskips á Norður-Atlantshafi tryggir að sendingin þín
kemur heim með fyrstu ferð. Auðvelt og fljótlegt.
auðveldar smásendingar
Í STÓRUM SKIPUM RÚMAST LÍKA
SMÆRRI SENDINGAR
������� ���������
� e���.��
F
ÍT
O
N
/
S
ÍA
F
ÍT
O
N
/
S
ÍA
Leiknir voru 14 leikir í Borgun-
arbikar karla í knattspyrnu í gær-
kvöldi. Víkingur Ó. mætti Haukum
á Ólafsvíkurvelli en þessi lið mætt-
ust einmitt á sama stað í fyrsta leik
fyrstu deildarinnar fyrr í sumar. Þá
höfðu Víkingar sigur og það gerðu
þeir aftur í gær, 2-1. Aðstæður voru
ekki eins og best verður á kosið,
sterkur vindur og völlurinn blaut-
ur. En leikurinn byrjaði fjörlega og
Víkingar fengu vítaspyrnu strax á
fjórðu mínútu eftir að brotið var á
Alfreð Má Hjaltalín. Egill Jónsson
steig á punktinn og skaut föstu skoti
úti við stöng en markvörður Hauka
veðjaði á rétt horn og varði spyrn-
una frábærlega.
Haukar komust yfir á 12. mínútu
eftir skyndisókn sem endaði með
því að Alexander Helgason skoraði
framhjá Cristian Liberato í marki
Víkings. Heimamenn náðu sér ekki
á strik í fyrri hálfleik með vindinn í
bakið en gekk betur á móti vindi í
þeim síðari, héldu boltanum niðri
og spiluðu sín á milli. Á 52. mín-
útu fengu þeir sitt annað víti í leikn-
um þegar boltinn fór í hönd varn-
armanns Hauka. Að þessu sinni tók
William Dominguez da Silva spyrn-
una. Hann var svellkaldur, hikaði í
síðustu skrefunum, sendi markvörð-
inn í öfugt horn og jafnaði leika. Eft-
ir jöfnunarmarkið þjörmuðu Vík-
ingar að Haukum svo að lokum varð
eitthvað undan að láta. Á 66. mín-
útu átti Guðmundur Reynir Gunn-
arsson skot að marki sem Marcos
Campos Gimenez stýrði í markið
og kom Víkingum yfir.
Haukar hresstust aðeins í kjölfar
marksins en það varði þó stutt. Vík-
ingar björguðu á línu eftir horn og
Liberato varði næstu marktilraun
gestanna. Síðustu mínútur leiks-
ins hefðu heimamenn getað aukið
muninn þegar Kenan Turudija fékk
dauðafæri eftir undirbúning Alfreðs
Más en markvörður Hauka varði
skot hans yfir. Lokatölur 2-1, Vík-
ingi í vil.
Framlenging hjá
Káramönnum
Leikmenn þriðju deildarliðs Kára
mættu nýstofnuðu liði Arnarins á
gervigrasinu í Kórnum í Kópavogi
í gærkvöldi. Leikurinn fór fjörlega
af stað. Kwami Santos kom Ernin-
um yfir strax á annarri mínútu en
Salvar Georgsson jafnaði fyrir Kára
eftir kortersleik. Það varði stutt því
Ingvar Gylfason skoraði og kom
Erninum í 2-1 aðeins fjórum mín-
útum síðar. Mikil barátta einkenndi
leikinn og á tímabili leit út fyrir að
Káramenn þyrftu að lúta í gras. En
þeir gáfust ekki upp og Óliver Berg-
mann Jónsson jafnaði metin í upp-
bótartíma eftir að hafa komið inn á
sem varamaður. Hann gerði sér síð-
an lítið fyrir og skoraði sitt annað
mark á 98. mínútu og sitt það þriðja
á 101. Fleiri mörk voru ekki skoruð
á gervigrasinu í Kórnum og Kára-
menn fóru því með sigur af hólmi í
miklum baráttuleik.
Skallagrímur lá fyrir
BÍ/Bolungarvík
Borgnesingar fóru vestur á firði og
sóttu BÍ/Bolungarvík heim á Torf-
nesvöll í gær. Sameinað lið BÍ/Bol-
ungarvíkur leikur í fyrstu deild en
Skallagrímsmenn í þeirri fjórðu og
því ljóst að á brattann yrði að sækja
hjá Borgnesingum. Þeir lentu und-
ir á 22. mínútu með marki Niku-
lásar Jónssonar. Sigurgeir Sveinn
Gíslason bætti svo öðru marki við
tíu mínútum síðar og staðan orðin
2-0 fyrir heimamönnum í BÍ/Bol-
ungarvík. Þá var komið að þætti
Rodchil Junior Prevalus. Hann
skoraði fyrsta mark sitt á 34. mín-
útu og bætti öðru við á síðustu mín-
útu fyrri hálfleiks. Hann tók síðan
upp þráðinn þar sem hann skildi
hann eftir og skoraði sitt þriðja
mark þegar aðeins þrjár mínútur
voru liðnar af síðari hálfleik. Hann
kórónaði svo leik sinn með því að
skora fjórða marki sitt á 80. mín-
útu og tryggði heimamönnum í
BÍ/Bolungarvík öruggan 6-0 sigur.
Skallagrímsmenn eru því fallnir úr
leik í bikarnum þetta árið.
Dregið á morgun
Dregið í næstu umferð
Á fimmtudaginn síðasta var dreg-
ið í 32 liða úrslit Borgunarbikars
karla og 16 liða úrslit Borgunar-
bikars kvenna. Víkingur Ó. og Kári
höfðu þegar tryggt sér þátttökurétt
í næstu umferð sem og kvennalið
ÍA. Fyrir dráttinn var úrvalsdeild-
arliðum bætt í pottinn og því kom
einnig í ljós hverjum karlalið ÍA
mætir í næstu umferð.
Leikir Vesturlandsliðanna í 32
liða úrslitum karla eru sem hér segir:
Káramenn fara austur á firði þriðju-
daginn 2. júní og mæta Fjarðabyggð
á Norðfjarðarvelli. ÍA fær Fjölni í
heimsókn á Akranesvöll miðviku-
daginn 3. júní og Víkingur Ólafs-
vík heimsækir Þór á Akureyri sama
dag.
Í 16 liða úrslitum kvenna fara
Skagakonur norður til Akureyrar
laugardaginn 6. júní og mæta sam-
eiginlegu liði Þórs/KA.
kgk
Misjafnt gengi Vesturlands-
liðanna í Borgunarbikarnum
Mynd úr fyrsta deildarleik sumarsins þar sem Víkingar sigruðu Hauka á Ólafs-
víkurvelli. Sömu lið mættust í Borgunarbikarnum í gær og aftur unnu Víkingar.
ÍA leikur í kvöld sinn fyrsta leik í
Íslandsmóti kvenna í knattspyrnu
þegar liðið tekur á móti Augna-
bliki á Akranesvelli klukkan 20:00.
Skagakonur leika sem kunnugt er í
A riðli fyrstu deildar eftir fall úr úr-
valsdeild í fyrra.
„Sumarið lítur bara ágætlega
út fyrir okkur. Við erum búin að
styrkja liði með bandarískum leik-
mönnum, markmanni og varnar-
manni,“ sagði Þórður Þórðarson,
þjálfari liðsins í samtali við Skessu-
horn í gær. Leikmennirnir sem um
ræðir eru Morgan Glick og Meg-
an Dunningham sem léku í banda-
ríska háskólaboltanum í vetur. „Þær
komu til landsins í nótt þannig að
það er dálítið stuttur fyrirvari fyrir
þær að kynnast liðinu en þær munu
styrkja okkar leikmannahóp.“
Í leik gegn Fjölni í Borgunarbik-
arnum á dögunum vakti athygli að
aldursforseti liðsins var hin 22 ára
Heiður Heimisdóttir. „Liðið er
ungt og verður svoleiðis. Yngsti
leikmaðurinn er 16 ára og sá elsti
22 ára,“ segir Þórður. „Við verð-
um þannig með yngsta liðið í fyrstu
deildinni í sumar, reyndar alveg eins
og við vorum yngsta liðið í Pepsi-
deildinni í fyrra. Það hefur auðvit-
að bæði kosti og galla. Upp á fram-
tíðina er það auðvitað mikill kostur,
þetta er mjög efnilegt lið.“
Aðspurður um markmið sum-
arsins segir Þórður það einfalt, lið-
ið stefni á að leika í úrvalsdeild að
ári. „Við ætlum að reyna allt sem
við getum til að komast upp aft-
ur. Við erum í erfiðum riðli en ég
myndi segja að við værum eitt af
bestu liðunum, ásamt HK/Vík-
ingi og Augnabliki,“ segir hann.
„Ef allt gengur upp þá gerum við
góða hluti, fyrir mér er það engin
spurning. Ég hef mikla trú á þess-
um stelpum,“ segir Þórður að lok-
um. kgk
Fyrsti deildarleikur Skagakvenna í kvöld
Frá leik gegn Val á Akranesvelli í úrvalsdeild kvenna síðastliðið sumar. Að sögn
Þórðar Þórðarsonar þjálfara stefnir liðið á að leika aftur í þeirri deild að ári.
Skagamenn heimsóttu FH í fjórðu
umferð úrvalsdeildar karla í knatt-
spyrnu síðastlið miðvikudags-
kvöld. Aðstæður á Kaplakrikavelli
voru ágætar, skýjað og hægur vind-
ur. Fyrir tímabilið var því spáð að
Hafnarfjarðarliðið myndi berjast
um Íslandsmeistaratitilinn og því
máttu Skagamenn búast við erfið-
um leik. Sú varð raunin, FH-ingar
sóttu stíft fyrstu mínútur leiksins
og áttu meðal annars skot í stöng.
Á 29. mínútu kom svo fyrsta mark
leiksins þegar Atli Viðar Björnsson
skallaði fyrirgjöf Jóns Jónssonar í
netið, hundraðasta mark Atla fyr-
ir FH í efstu deild. Heimamenn
héldu uppteknum hætti og bættu
öðru marki við tíu mínútum síð-
ar. Böðvar Böðvarsson tók horn-
spyrnu sem Brynjar Ásgeir Guð-
mundsson skallaði í netið. Ás-
geir Marteinsson fékk ágætt færi
undir lok fyrri hálfleiks eftir góða
sókn Skagamanna en skot hans fór
framhjá marki FH-inga og forysta
heimamanna í hálfleik verðskuld-
uð, tvö mörk gegn engu.
Í síðari hálfleik héldu Hafnfirð-
ingar áfram að sækja. Á 57. mínútu
skoraði Arnór Snær Guðmundsson
sjálfsmark. Sam Hewson átti fyrir-
gjöf fyrir mark Skagamanna sem
fór framhjá Árna Snæ í markinu.
Arnór Snær og Atli Viðar Björns-
son reyndu báðir að ná til knattar-
ins og fór svo að hann fór af Arnóri
og í netið.
Eftir þetta róaðist leikurinn að-
eins og fátt markvert gerðist þar
til á 71. mínútu þegar Bjarni Þór
Viðarsson stakk boltanum laglega
inn fyrir vörn Skagamanna á vara-
manninn Jeremy Serwy sem setti
hann milli fóta Árna Snæs í mark-
inu og kom FH-ingum í 4-0.
Arsenij Buinickij skoraði sitt
fyrsta mark í sumar og minnk-
aði muninn fyrir Skagamenn á 79.
mínútu eftir að hafa komið inn
á sem varamaður en þar við sat.
Lokatölur í Hafnarfirði 4-1, FH
í vil.
Skagamenn léku í gær á heima-
velli við Breiðablik, en leikur-
inn var ekki hafinn þegar Skessu-
horn var sent í prentun. Leiknum
var lýst í beinni textalýsingu á vef
blaðsins.
kgk
Skagamenn töpuðu fyrir FH
Arsenij Buinickij skoraði sitt fyrsta
mark fyrir Skagamenn í 1:4 tapleik
gegn FH.
Leikmenn Kára frá Akranesi tóku
á móti Einherja í annarri umferð
þriðju deildar karla á laugardag-
inn. Þegar komið var undir hálf-
leik lentu Káramenn undir þeg-
ar Sigurður Donys Sigurðsson
kom Einherja yfir. Á sömu mín-
útu jafnaði Fjalar Örn Sigurðs-
son hins vegar fyrir Kára og stað-
an í hálfleik jöfn. Það var svo ekki
fyrr en á 83. mínútu að Einherji
bætti við öðru marki. Aftur svör-
uðu Káramenn fljótt og örugglega
því þremur mínútum síðar jafnaði
Dominik Bajda. Leikmenn Ein-
herja vildu meina að brotið hefði
verið á markverði þeirra í aðdrag-
anda marksins er dómarinn lét
markið standa og lokatölur í Akra-
neshöllinni 2-2. Kári situr því í
þriðja sæti deildarinnar með fjög-
ur stig eftir tvo leiki.
Næsti deildarleikur Káramanna
verður í Akraneshöllinni laugar-
daginn 30. maí, en þá fá þeir Völ-
sung frá Húsavík í heimsókn.
kgk
Jafntefli hjá Káramönnum
Hluti leikmannahóps Knattspyrnufélagsins Kára.