Skessuhorn


Skessuhorn - 27.05.2015, Blaðsíða 4

Skessuhorn - 27.05.2015, Blaðsíða 4
4 MIÐVIKUDAGUR 27. MAÍ 2015 Kirkjubraut 54-56 - Akranesi - Sími: 433 5500 - www.skessuhorn.is Skessuhorn kemur út alla miðvikudaga. Skilafrestur auglýsinga er kl. 14.00 á þriðjudögum. Auglýsendum er bent á að panta auglýsingapláss tímanlega. Skráningarfrestur smáaug- lýsinga er til 12.00 á þriðjudögum. Blaðið er gefið út í 3.800 eintökum og selt til áskrifenda og í lausasölu. Áskriftarverð er 2.573 krónur með vsk. á mánuði. Elli- og örorkulífeyrisþegar greiða kr. 2.230. Rafræn áskrift kostar 2.023 kr. Rafræn áskrift til elli- og örorkulífeyrisþega er 1.867 kr. Áskrifendur blaðs fá 50% afslátt af verði rafrænnar áskriftar. Verð í lausasölu er 750 kr. SKRIFSTOFA BLAÐSINS ER OPIN KL. 9-16 VIRKA DAGA Útgefandi: Skessuhorn ehf. skessuhorn@skessuhorn.is Ritstjórn: Magnús Magnússon, ritstjóri s. 894 8998 magnus@skessuhorn.is Guðný Ruth Þorfinnsdóttir gudny@skessuhorn.is Kristján Gauti Karlsson kgauti@skessuhorn.is Magnús Þór Hafsteinsson mth@skessuhorn.is Auglýsingar og dreifing: Emilía Ottesen, markaðsstjóri emilia@skessuhorn.is Valdimar Björgvinsson valdimar@skessuhorn.is Umbrot og hönnun: Ómar Örn Sigurðsson omar@skessuhorn.is Tinna Ósk Grímarsdóttir tinna@skessuhorn.is Bókhald og innheimta: Guðbjörg Ólafsdóttir bokhald@skessuhorn.is Prentun: Landsprent ehf. Leiðari Sænsku aðferðina takk! Líkt og þorri íslensku þjóðarinnar fylgdist ég með hinni spennuþrungnu sönglagakeppni í sjónvarpinu á laugardaginn sem kallast Eurovisjón. Keppnin sem Íslendingar elska að annaðhvort elska eða hata (en samt horfa allir). Nánast allir hafa skoðun á Eurovisjón. Menn byrja að hausti að ræða hvort framlag Íslendinga sé gott eða slæmt, hvort valdablokkir í austur Evr- ópu muni enn og aftur nota atkvæðin sín til að hygla pólitískum velgjörð- armönnum. Það er einfaldlega lýðræðislegur réttur okkar að hafa skoðun á þessari keppni, já öllu sem henni fylgir. Fylgnir sínu tæmdu Íslendingar samviskusamlega snakkhillurnar í lág- vöruverðsverslunum og birgðastaðan af bjór í ríkinu var komin niður fyr- ir þolmörk þegar leið að lokun á laugardaginn. Nauðsynlegur viðlegubún- aður var til staðar og ekkert að vanbúnaði þegar klukkan sló sjö. Fljótlega kom í ljós að tískustraumar í Evrópu eru í afar athyglisverðri þróun eins og reyndar glögglega mátti sjá í síðustu keppni þegar hin skeggjaða Conchita frá Austurríki bar sigur úr býtum. Við erum orðin fordómalaus Evrópa og fögnum fjölbreytileikanum. Nú ná hálsmenin niður að nafla og ekkert sem hylur útsýnið þangað. Reyndar var töluvert mismunandi hversu mikið sást í brjóstin á konunum sitthvorum megin við þessa fallegu, naflasíðu V-háls- málskraga. Kannski verða þær ekki í neinu að ofan á næsta ári, við missum ekki af því. Mín kenning er reyndar sú að vegna efnahagskreppunnar í Evr- ópu hafi tískuhönnuðir farið þessa leið í sparnaðarskyni. Nú skyldu bara grannvaxnar konur, jafnvel skeggjaðar, taka þátt og samt sem áður gætu klæðin ekki náð allan hringinn. Reyndar var hin þéttvaxna, serbíska Boj- ana undantekning frá reglunni og rannsóknarefni út af fyrir sig. En keppn- in er allavega orðin svo vinsæl að nú er Ástralía að taka þátt í fyrsta skipti. Þessari heimsvaldastefna Evrópu virðast því engin takmörk sett. Verst fyr- ir þessa andfætlinga okkar að keppnin er haldin á svo slæmum tíma fyr- ir þeirra tímatal að eina konan sem var vöknuð til að lesa úrslitin, reyndist ekki vera úr meðalnormskúrfu annarra stigalesara. Það var líka í lagi, fjöl- breytnin skapar stemninguna í því sem öðru. En niðurstaðan í þessari keppni var afar lík því sem helstu spáspekingar og veðbankar höfðu gefið vísbendingar um. Það voru Svíar sem báru sig- urorð í keppninni, næstir á undan Rússum og ægifögrum ítölskum baritón- um. Ég velti því reyndar fyrir mér hvort það hafi ekki örugglega verið Pút- ín sem samdi textann við lag konunnar sem flutti friðarboðskap Rússa? Nei, það voru Svíar sem höfðu þetta með glæsibrag. Þeir kunna að búa til lög, útsetja þau, velja réttu söngvarana, vinna grafíkina, stilla vinddæl- urnar og allt. Svíar eru nefnilega engir aular. Það er engin tilviljun að Saab og Volvo eru bestir. Veltum því til dæmis fyrir okkur hvað margar milljón- ir Evrópubúa myndu ekki þekkja orðið Svíþjóð ef ABBA hefði ekki sigr- að með Waterloo 1974? Þá komust Svíar á bragðið svo um munaði. Þeir vita að gott innlegg í Eurovisjón er gulls ígildi og hafa fyrir löngu ákveðið að dæla í framlag sitt til keppninnar öllum þeim milljónum sem þarf til ár- angurs. Líklega er það besta fjárfesting sem nokkur þjóð getur lagt í, mið- að við þann ávinning sem af því hlýst ef lagið skorar hátt, hvað þá vinnur. Þá verða nokkur hundruð milljónir smáaurar í samanburði við þá athygli sem landið hlýtur. Niðurstaða mín er því þessi: Ef við Íslendingar ætlum að halda áfram þátttöku í keppni evrópskra þjóða um besta sönglagið, þá eigum við að gera þetta almennilega. Við megum engu til spara. Setja alla okkar bestu lagahöfunda í málið og veljum þá flytjendur sem líklegir eru til að standa sig vel og þola álagið þegar á hólminn er komið. Það þýðir ekkert að láta leikskólabörn kjósa, eða Einar Bárðar ráða of miklu, held- ur verða fremstu fræðingar okkar að gera þetta. Nei, það er sænska aðferð- in sem nær árangri. Magnús Magnússon. Ásmundur Einar Daðason, annar þingmaður Framsóknarflokksins í Norðvesturkjördæmi, er kominn í leyfi frá þingstörfum vegna veik- inda. Hann glímir við alvarlegar magabólgur, eins og komið hefur fram í ummælum Þórunnar Egils- dóttur þingflokksformanns Fram- sóknarflokksins, sem jafnframt hef- ur staðfest að leyfið sé að læknis- ráði. Tilkynnt var við upphaf þing- fundar í gær að Anna María Elí- asdóttir, varaþingmaður, taki sæti Ásmundar Einars næstu daga. Ás- mundur greindi sjálfur frá veikind- um sínum í viðtali við DV þar sem fjallað var um uppköst hans í flug- vél þegar nokkrir þingmenn í utan- ríkismálanefnd Alþingis fóru í opin- berum erindagjörðum þangað. mm Birgir Tryggvason í Ólafsvík hefur stofnað þjónustufyrirtækið Bílaað- stoð og flutninga ehf. Fyrirtækið er til húsa í Ólafsvík og verður verk- efni þess að aðstoða bíleigendur og bílaleigur og er þjónustusvæðið allt Snæfellsnes og lengra ef þörf er á, að sögn Birgis. Hann sagði í sam- tali við fréttaritara að það sem fel- ist í þjónustu hans verði flutningur á bílum, startþjónusta, dráttarbíla- þjónusta og allt sem viðkemur bíl- um og aðstoð. Birgir hefur fest kaup á Ford F-350 með rafmagnsspili aftan og framan og einnig bílkerru sem er tveggja metra breið og 4,50 m að lengd. Auk þess dælu til þess að ná eldsneyti af bílum hafi menn sett rangt eldsneyti á farkosti sína. Birg- ir segir ennfremur: „Ég er búinn að vera í björgunarsveit frá 14 ára aldri, starfað í slökkviliðinu og hef verið að aðstoða fólk í mörg ár við ýmis verkefni. Einnig hef ég starf- að við viðgerðir og akstur á vöru- flutningabílum, ferjað fólk á snjó- sleðum og snjóbílum á Snæfells- jökli og er núna að vinna á krana- bíl við að ferja báta og varning milli landshluta. Með mér munu starfa, eftir þörfum, úrræðagóðir menn sem hafa góða reynslu af þjónustu við bíla og fólk. Ég hef einnig góð sambönd ef um stærri verkefni er að ræða og húsnæði fyrir bíla og tæki ef þörf krefur,“ segir Birgir Tryggvason. af Í síðustu viku stóðu yfir kvik- myndatökur í Grundarfirði á veg- um þýsks fyrirtækis. Umboðsskrif- stofa þess hér á landi heitir Okto- ber Productions. Með aðalhlutverk í kvikmyndinni fer stórleikkonan Franka Potente sem meðal ann- ars lék aðalhlutverkið í kvikmynd- inni Run Lola Run frá árinu 1998 en hún lék einnig á móti Matt Da- mon í Bourne myndunum. Kvik- myndtökuliðið var í Grundarfirði í nokkra daga og einhverjir heima- menn hafa verið í aukahlutverkum. Þá er vitað að leikararnir Sigurður Sigurjónsson, Jóhannes Haukur og Elma Lísa hafa hlutverk í mynd- inni. Að öðru leyti hvílir leynd yfir verkefninu. Á föstudaginn var hóp- ur við tökur nærri Kirkjufellsfossi og var svæðinu þar lokað á með- an. Átætlað var að tökunum lyki á laugardaginn og færi hópurinn þá af svæðinu. tfk Tökur við Kirkjufellsfoss. Þýsk kvikmyndastjarna í Grundarfirði Kvikmyndatökur stóðu yfir í síðustu viku í húsi umboðsmanns Moggans og Skessuhorns við Grundargötu. Hér eru þau Matt Damon og Franka Potente í atriði í myndinni Bourne Supremacy. Ásmundur í veikindaleyfi að læknisráði Stofnar fyrirtækið Bílaaðstoð og flutninga

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.