Skessuhorn - 27.05.2015, Blaðsíða 30
30 MIÐVIKUDAGUR 27. MAÍ 2015
Hvernig ætlarðu að verja
sumarfríinu?
Spurning
vikunnar
(spurt á Akranesi)
Katina Gíslason:
„Ég ætla að kynnast nýja bænum
mínum, flutti hingað frá Banda-
ríkjunum í nóvember.“
Ingibjörg Valdimarsdóttir:
„Með fjölskyldunni.“
Jón Haukur Hauksson:
„Ég ætla í gönguferð um Horn-
strandir.“
Þröstur Karlsson:
„Bara hérna innanlands. Ætla
líka að dytta að húsinu og fleira
í þeim dúr.“
Birna Björnsdóttir:
„Voða lítið ákveðið, en vonandi
einhvers staðar í sólinni.“
„Í klúbbnum eru um 110 manns
í það heila, mest heimamenn og
nærsveitungar,“ sagði Eyþór Bene-
diktsson, formaður Golfklúbbsins
Mostra í Stykkishólmi, þegar blaða-
maður Skessuhorns heyrði í hon-
um á dögunum. „Einnig talsverður
hópur af Hólmurum sem hafa flutt
í burtu, búa til dæmis á höfuðborg-
arsvæðinu en halda tengingu við
heimaslóðirnar og klúbbinn. Það
er mjög ánægjulegt. Hér í kring eru
líka margir í sumarhúsum, sumir
þeirra eru félagar í klúbbnum.“
Völlur GMS er Víkurvöllur, 9
holna par 72 völlur, staðsettur rétt
sunnan við tjaldsvæðið og Hótel
Stykkishólm. Golfklúbburinn hefur
undanfarin ár séð um rekstur tjald-
svæðisins fyrir Stykkishólmsbæ.
Golfskáli klúbbsins er einmitt stað-
settur á mörkum vallarins og tjald-
svæðisins. „Það hefur gengið ágæt-
lega og gerir okkur kleift að vera
með starfsfólk í fullu starfi og hafa
skálann opinn. Öðruvísi gengi þetta
ekki. Starfsmaður skálans þjónar þá
tjaldsvæðinu líka,“ segir Eyþór.
Víkurvöll kól í fyrra á stöku stað
þegar klaki lá yfir öllu en með mik-
illi vinnu gátu starfsmenn bjarg-
að öllum flötum. Að sögn Eyþórs
kom ekkert slíkt upp í ár. „Völl-
urinn kemur vel undan vetri í ár,
þrátt fyrir að vorið hafi verið nokk-
uð kalt og það sem fór illa í fyrra
virðist hafa lagast að fullu um sum-
arið. Það sér ekki á vellinum núna
og allt útlit fyrir að hann verði fínn
í sumar,“ segir hann. Aðspurður
hvort þurr tíð hafi háð þeim seg-
ir hann svo ekki vera. „Hér er dá-
lítið votlent, að minnsta kosti hluti
svæðisins, þannig að það hefur al-
veg sloppið. Menn voru vissulega
viðbúnir því að fara að vökva til að
fyrirbyggja skemmdir en svo fór að
rigna þannig að það bjargaðist al-
veg.“
Nokkuð hefðbundið
mótahald framundan
„Við erum venjulega með innan-
félagsmót, auk Snæfellsnesmótar-
aðarinnar, sem er mótaröð klúbb-
anna á Nesinu. Svo spilum við á
móti nágrönnum okkur í Grund-
arfirði á hverju vori og svo aftur að
hausti. Það er liðakeppni með Ry-
der-fyrirkomulagi, sem sagt holu-
keppni og sá klúbbur sem hef-
ur flesta vinninga eftir báðar um-
ferðirnar fær bikarinn það árið.
Þetta er tveggja daga mót og þrjár
umferðir leiknar hvorn daginn.
Þetta er mjög skemmtilegt mót
og gerir mikið fyrir báða klúbb-
ana sem hafa alltaf átt í góðu sam-
starfi,“ segir Eyþór. „Einnig verð-
ur hið hefðbundna Hótelmót, sem
Hótel Stykkishólmur hefur styrkt.
Það er tveggja daga paramót,
venjulega haldið í lok sumars og
heilmikið tilstand í kringum það.
Leikið er föstudag og laugardag
og svo endar þetta á kvöldverði
á hótelinu að kvöldi laugardags,“
bætir hann við. „Nýjung sumars-
ins verður opið mót eldri kylfinga
á 17. júní. Við höfum ekki haldið
það áður en það er vonandi komið
til að vera.“
„Við vonumst eftir góðu sumri,
bæði að það verði straumur af
fólki og að veðrið verði gott, þetta
snýst alltaf svolítið um það,“ segir
Eyþór að lokum.
kgk
Opið mót eldri kylfinga í Stykkishólmi 17. júní
Frá Víkurvelli í Stykkishólmi.
„Við erum bara bjart-
sýnir, gróðurinn er far-
inn að taka við sér,“
sagði Garðar Svansson,
formaður Golfklúbbs-
ins Vestarr í Grundar-
firði, þegar blaðamaður
Skessuhorns spjallaði
við hann í síðustu viku.
„Framundan er vinnu-
dagur nú um helgina
[23.-24. maí, innsk.]
þar sem verður sáð í
flatir og þær sandað-
ar, bönkerarnir lagað-
ir, sett upp auglýsinga-
skilti og fleira tilfallandi
sem tilheyrir vorverk-
unum hjá okkur.“
Völlur GVG er Bára-
völlur, 9 holna par 72
völlur, staðsettur við
austanverðan Grundar-
fjörð um átta kílómetra
norður af þéttbýlinu
í Grundarfirði. Að
sögn Garðars kemur
völlurinn vel undan
vetri í ár, rétt eins og
í fyrra. „Við höfum í
raun aldrei haft nein-
ar sérstakar áhyggj-
ur af vetrinum, það
er frekar að við höf-
um áhyggjur af því
hvenær vorið kemur,“ segir Garðar
og hlær við. „Völlurinn er á mel og
hann drenar sig því mjög vel. Er til
dæmis orðinn þurr núna, engin vor-
bleyta í honum en hann tók vel við
sér þegar loks rigndi,“ bætir hann
við.
Árið 2015 er afmælisár Golf-
klúbbsins Vestarr en hann stend-
ur á tvítugu. Í tilefni þess verður
sveitakeppni Golfsambands Íslands
í þriðju deild karla leikin á Bárarvelli
aðra helgina í ágúst. „Í haust verð-
ur líka veglegt, opið afmælismót í
tilefni tvítugsafmælisins og nokk-
urs konar uppskeruhátíð. Annars
er bara hefðbundið mótahald fram-
undan. Fyrsta mótið hefst fimmtu-
daginn 28. maí og svo á föstudegin-
um er eitt af okkar vinsælustu mót-
um, Sjómannadagsmót GRun. Á
það mæta um 70 manns, ræst af öll-
um teigum samtímis og upp undir
átta manns á hverjum teigi. Það mót
er opið öllum, vönum sem óvönum,
og er algjörlega hugsað sem hrein
og klár skemmtun frekar en einhver
hörð keppni,“ segir hann.
Gott samstarf
við nágranna-
klúbba
Félagsmenn klúbbsins
eru um 70 talsins, mest
heimamenn og að sögn
Garðars hefur fækkað í
honum undanfarin ár.
„Við tengjum það al-
gjörlega veðurfarinu og
það er erfitt að hrinda af
stað átaki til að fjölga ef
veðrið er ekki með okk-
ur,“ segir hann „En við
vonumst til að félags-
mönnum fjölgi í sumar
vegna afmælisársins. Svo
ætlar Golfsambandið að
fara af stað með PGA-
rútu þar sem golfkenn-
arar fara hringferð um
landið og halda nám-
skeið. Við höfum boðið
þá velkomna hingað en
það er ekki komin dag-
setning á það enn.“
Að sögn Garðars
hefur lengi verið mik-
ið og gott samstarf
við nágrannaklúbb-
ana Mostra, Jökul og
Golfklúbb Staðarsveit-
ar. „Öll innanfélagsmót
eru opin félögum allra
klúbbanna og við höldum sameigin-
lega mótaröð í júní þar sem er leik-
ið einu sinni á hverjum velli. Það er
svona héraðsmótabragur á þessu.
Konurnar eru svo með Vesturlands-
mót í samstarfi við Leyni á Akranesi
og Golfklúbb Borgarness auk þess-
ara fjögurra sem ég nefndi áðan. Það
mót er alltaf mjög vel sótt,“ bætir
hann við. „Það er því alltaf nóg um
að vera hjá okkur, vantar bara örlítið
að hækka thermóstatið,“ segir Garð-
ar að lokum, léttur í bragði.
kgk
Golfklúbburinn Vestarr tvítugur á þessu ári
Garðar Svansson, formaður Golfklúbbsins Vestarr í Grundarfirði.
Víkingur Ólafsvík tók á móti Selfossi á laugardag-
inn í þriðju umferð 1. deildar karla í knattspyrnu
í gær. Sigruðu heimamenn með einu marki gegn
engu. Það var William Dominguez da Silva sem
skoraði fyrir Víkinga í upphafi síðari hálfleiks og
reyndist það eina mark leiksins. Leikurinn var
fremur jafn allan tímann en Víkingur var þó sókn-
arlega betri og allar sóknir Selfyssinga strönd-
uðu á sterkri vörn Víkinga auk þess sem spænski
markmaðurinn Cristian Martinez Liberato var
mjög öruggur í markinu. Maður leiksins að þessu
sinni var Admir Kubat.
Nú er Þróttur Reykjavík í efsta sæti deildar-
innar með níu stig af níu mögulegum, KA og Vík-
ingur Ólafsvík hafa bæði sjö stig í öðru til þriðja
sæti, Fjarðabyggð, Þór Akureyri og HK eru með
sex stig, Selfoss, Grindavík og Haukar með þrjú
stig og Fram og Grótta eitt stig en BÍ/Bolungar-
vík er á botninum án stiga. af
Víkingar í góðri stöðu
Skallagrímur úr Borgarnesi mætti Afríku á Leikn-
isvelli í fyrstu umferð fjórðu deildar karla í knatt-
spyrnu á föstudaginn síðasta. Borgnesingar byrj-
uðu af krafti og komust yfir strax á sjöundu mín-
útu leiksins þegar Guðni Albert Kristjánsson skor-
aði eftir laglegt samspil. Á 13. mínútu jók Sölvi
G. Gylfason muninn í 0-2 og áður en flautað var
til hálfleiks áttu þeir Guðni og Sölvi báðir eftir að
skora sitt hvort markið. Staðan því vænleg í hálf-
leik og Borgnesingar komnir með fjögur mörk
gegn engu.
Í síðari hálfleik slökuðu Skallagrímsmenn ör-
lítið á, enda með unninn leik í höndunum. Þeir
lágu til baka, héldu boltanum og sköpuðu sér
fá færi. Leikmenn Afríku náðu aðeins að klóra í
bakkann í uppbótartíma en sigur Skallagríms-
manna var aldrei í hættu. Lokatölur á Leiknisvelli
1-4, Skallagrími í vil.
Næsti leikur Skallagrímsmanna í fyrstu deild-
inni verður geng Vatnaliljunum á Skallagríms-
velli föstudaginn 5. júní. kgk
Öruggur sigur
Skallagríms í
fyrsta leik
Byrjunarlið Skallagrímsmanna frá því
fyrr í sumar.
Skeiðfélagið á Selfossi veitti í síðustu viku verð-
launagripinn Öderinn í fyrsta skipti fyrir bestan
árangur í skeiðkeppni á vegum félagsins. Öder-
inn er eignarbikar sem Gunnar Arnarson og Krist-
björg Eyvindsdóttir gáfu til minningar um Ein-
ar Öder Magnússon tamningamann og fyrrum
landsliðsþjálfara sem nýlega féll frá. Nú í fyrsta
keppni var það Konráð Axel Gylfason frá Sturlu-
Reykjum í Reykholtsdal sem bar sigur úr býtum
en hann keppti á hryssunni Von frá Sturlu-Reykj-
um II. Konráð Axel hlaut 19 stig eftir sigur í 100m
skeiði og annað sætið í 150m skeiði. Farandbikar
verður svo afhentur í lok keppnistímabils í sum-
ar til þess knapa sem hæstan stigafjölda hlýtur á
öllum Skeiðleikunum. „Þetta er falleg gjöf sem er
ætlað að halda minningu afreksíþróttamannsins
Einars Öders Magnússonar á lofti og höfum við
hann með okkur í anda þegar öskufljótir gamma-
gæðingar verða teknir til kostanna á Skeiðleikum
sumarsins,“ segir í frétt frá Skeiðfélaginu.
mm/ Ljósm. Skeiðfélagið.
Konráð Axel með flest
stig á Skeiðleikum