Skessuhorn


Skessuhorn - 27.05.2015, Blaðsíða 20

Skessuhorn - 27.05.2015, Blaðsíða 20
20 MIÐVIKUDAGUR 27. MAÍ 2015 Sveitarstjórn Borgarbyggðar kynnti í síðustu viku skýrslur tveggja starfs- hópa um skóla- og húsnæðismál í sveitarfélaginu. Annar starfshópur- inn átti að hafa til umfjöllunar hag- ræðingu í fræðslumálum og leggja til framtíðarskipan í skólamálum en hinn hafði það hlutverk að fjalla um eignir sveitarfélagsins Borgarbyggð- ar og mögulega sölu þeirra. Farið var af stað með þessa vinnu að beiðni sveitarstjórnar vegna bágrar rekstr- ar- og fjárhagsstöðu sveitarfélagsins. Báðir vinnuhóparnir voru mannað- ir af fólki úr sveitarstjórn og einum varamanni í sveitarstjórn. Í niður- stöðum skýrslu starfshóps um hag- ræðingu í fræðslumálum eru m.a. lagðar til róttækar breytingar. Þar á meðal lokun Grunnskóla Borgar- fjarðar á Hvanneyri, færslu leikskóla frá Grímsstöðum að Kleppjárns- reykjum, færslu skólahalds á Varma- landi í eitt hús (gamla grunnskóla- húsið), sölu húss Tónlistarskóla Borgarfjarðar, kennsku 10. bekkj- ar í Borgarnesi í húsi Menntaskóla Borgarfjarðar, hagræðingu í skóla- akstri og sitthvað fleira. Hópurinn segist í niðurstöðum sínum byggja tillögur sínar á hugmyndum sem fram hafa komið á fundum og í við- tölum við starfsfólk Borgarbyggð- ar, auk þess sem stuðst hafi verið við fyrirliggjandi skýrslur um skipu- lag skólamála í Borgarbyggð, gögn um núverandi stöðu og tillögur ráð- gjafa. Leggja niður grunnskóla á Hvanneyri Sú tillaga sem fyrirfram hefur mætt mestri andstöðu íbúa er lok- un Hvanneyrardeildar Grunn- skóla Borgarfjarðar. Um það seg- ir: „Vinnuhópurinn leggur til sam- einingu leikskóla og yngstu tveggja bekkja grunnskólans á Hvanneyri. Foreldrar hafi val um þessa leið. Þetta felur í sér að 3., 4., 5. og 6. bekkur barna frá Hvanneyri stundi nám við Grunnskólann í Borgarnesi frá og með næsta hausti. Nemend- um frá Hvanneyri sem eru komnir á Kleppjárnsreyki verði gefinn kostur á að ljúka skólagöngu þar.“ Þá segir í niðurstöðum starfs- hópsins: „Lagt er til að skoðaðir verði kostir þess að nám nemenda í 10. bekk fari fram í Menntaskóla Borgarfjarðar (Hjálmakletti). Þessi valkostur verði skoðaður í samstarfi og samráði við stjórnendur Mennta- skóla Borgarfjarðar, stjórnendur grunnskóla og foreldra. Lagt er til að starfsstöð Grunn- skóla Borgarfjarðar á Varmalandi verði sameinuð í eitt húsnæði á Varmalandi og flutt alfarið í gamla barnaskólann. Þessi tillaga komi strax til framkvæmda og verði allir nemendur komnir í sama húsnæði haustið 2015. Ljóst er að mæta þarf húsnæðis- þörf leikskólans Hnoðrabóls. Nú- verandi húsnæði er ekki viðunandi. Lagt er til að skoðað verði hvort að hægt sé að nýta húsnæðis grunn- skólans á Kleppjárnsreykjum undir leikskólann. Skoða þarf hagkvæmni þess að leikskólinn verði staðsett- ur í húsnæði grunnskólans á Klepp- járnsreykjum, kostnað við end- urbætur á húsnæði og lóðafram- kvæmdir sem ráðast þyrfti í. Sú leið verði borin saman við þær leiðir sem lagðar voru til í skýrslu vinnuhóps um Hnoðraból.“ Samningur um Laugargerði fram- lengdur um þrjú ár Í niðurstöðum vinnuhópsins um fræðslumál segir jafnframt að ef sveitarstjórn samþykkir tillögur hópsins muni mötuneytum fækka um tvö, eitt á Hnoðrabóli og eitt á Hvanneyri. „Ennfremur ætti fækk- un starfsstöðva að hafa í för með sér bætt aðgengi og einfaldara skipu- lag íþrótta- og tómstundaskóla og tónlistarskóla.“ Lagt er til að kall- að verði eftir sjónarmiðum foreldra barna á skólasvæði Laugargerðis- skóla um flutning barna í Grunn- skólann í Borgarnesi. Samningur við Laugargerðisskóla verði framlengd- ur til næstu þriggja skólaára með þeim hætti að greitt verði fast gjald á nemenda fyrir þá nemendur Borg- arbyggðar sem þar stunda nám.“ Leikskólaaldur og yfirstjórn Lagt er til að inntökualdur í öllum leikskólum Borgarbyggðar verði 18 mánuðir frá og með haustinu 2015. Inntökutími verði samræmdur í öll- um leikskólum frá og með haustinu 2015. Einnig er lagt til að gerðar verði breytingar á yfirstjórn fræðslumála. Fjölskyldusvið verði aðskilið frá fjármálasviði og áhersla lögð á að styrkja stjórnsýslu á sviði fræðslu- mála. Vægi mannauðsstjórnunar verði aukið innan stjórnsýslunnar. Loks leggur vinnuhópurinn áherslu á eftirfylgni með breytingum og ráðgjöf til stjórnenda. „Ráðinn verði verkefnisstjóri í 6-12 mánuði til að vinna betur með tillögur hópsins, vinna að nánari útfærslum í samráði og samstarfi við stjórnendur og inn- leiða breytingar í skólastarfi í Borg- arbyggð.“ Vilja selja hús Tónlistarskólans Varðandi Tónlistarskóla Borgar- fjarðar segir: „Áform eru um að færa Tónlistarskólann inn í nýbygg- ingu við Grunnskólann í Borgar- nesi. Í ljósi ástands hússins þá leggur vinnuhópur um eignir til að Borg- arbraut 23 verði seld og fundin góð aðstaða fyrir skólann í samráði t.d. við Grunnskóla Borgarness og Menntaskóla Borgarfjarðar þangað til að skólinn flytur í nýtt húsnæði.“ Hagræðing í skólaakstri Þá fjallaði vinnuhópurinn um skóla- akstur, meðal annars í Borgarnesi. „Lagt er til að gerð verði sérstök úttekt á fyrirkomulagi og nýtingu skólaaksturs innanbæjar í Borgar- nesi með það að markmiði að fækka ferðum fyrir næsta skólaár. Gerð verði úttekt á nýtingu tómstunda- aksturs og skoðað hvort hagkvæm- ara sé að taka upp styrki til foreldra vegna aksturs barna í íþróttir og tómstundir.“ Í vinnuhópi um rekstur og skipu- lag fræðslumála sátu: Guðveig Eyglóardóttir, sem jafnframt var formaður hópsins, Finnbogi Leifs- son, Björn Bjarki Þorsteinsson, Geirlaug Jóhannsdóttir og Sigríður Júlía Brynleifsdóttir. mm Starfshópur leggur fram róttækar tillögur í fræðslumálum í Borgarbyggð Sú tillaga starfshópsins sem lengst gengur er að leggja niður Hvanneyrardeild Grunnskóla Borgarfjarðar. Hópur fólks í Borgarfirði boð- aði til íbúafundar í félagsheim- ilinu Logalandi síðastliðið mánu- dagskvöld. Þangað mættu um 130 íbúar til að mótmæla niðurstöðu starfshóps á vegum Borgarbyggð- ar sem leggur m.a. til í skýrslu sem kynnt var í síðustu viku að starfs- stöð Grunnskóla Borgarfjarðar á Hvanneyri verði lokað. Að sögn Þóru Geirlaugar Bjartmarsdótt- ur talsmanns íbúa og fundarboð- enda var tilefni fundarins að íbúar ræddu skýrslu vinnuhópsins. „Við ræddum um framkomnar tillögur um breytingu á skólastarfi á svæði Grunnskóla Borgarfjarðar og buð- um sveitarstjórn að mæta og hlusta á raddir okkar. Íbúum er ekki sama um framtíð skólamála í héraðinu og það kom glöggt fram á þessum fundi,“ sagði Þóra Geirlaug. Um tugur íbúa tjáði sig á fundinum og var þungt hljóð í fólki, sem þó var málefnalegt og rökfast. Eink- um var það barnafólkið sem tjáði þá skoðun sína að ekki kæmi til greina að loka neinum af starfs- stöðvum Grunnskóla Borgar- fjarðar, en skólinn er nú á Klepp- járnsreykjum, Varmalandi og á Hvanneyri. GBF var til við sam- einingu grunnskólanna í uppsveit- um Borgarfjarðar fyrir fimm árum í kjölfar tillögu þáverandi sveitar- stjórnar um að loka Grunnskólan- um á Kleppjárnsreykjum. Því var harðlega mótmælt þá og horfið frá þeim fyrirætlunum með stofnun sameinaðs skóla. Stóð nú í sömu sporum og fyrir fimm árum Í ávarpi sínu í upphafi fundar sagð- ist Þóra Geirlaug Bjartmarsdóttir vera stolt af því að búa í Borgar- byggð, þar væri allt sem þyrfti fyr- ir barnafólk. Af þeim sökum hefði allt þetta unga fólk valið sér búsetu þar. „Skólarnir okkar eru forsenda þess að við viljum búa hér. Í okk- ar huga kemur ekki til greina að hreyfa við þeim starfsstöðvum sem í dag eru undir Grunnskóla Borg- arfjarðar.“ Þóra Geirlaug sagði að fyrir fimm árum hefði hún staðið í sömu sporum og nú, en þá hafi skólinn á Kleppjárnsreykjum verið undir niðurskurðarhnífnum. Það mál hafi verið farsællega til lykta leitt með stofnun Grunnskóla Borgarfjarðar og síðan hafi verið unnið að kröftugu uppbyggingar- starfi í skólanum. Nú boði sitjandi sveitarstjórn hins vegar uppbrot á því góða starfi vegna fjárhagsvand- ræða sveitarfélagsins. „Skólarn- ir okkar snúast um samfélagslega grunnstoð og það er ekki hlutverk sveitarstjórnar að brjóta hana nið- ur,“ sagði Þóra Geirlaug. Níu aðrir tóku til máls á fundinu, bæði foreldrar barna á grunnskóla- aldri og nokkrir afar og ömmur sem láta sig málið varða sem þegnar í samfélaginu. Fundarmenn bentu á með ýmsum hætti að það væri ekki hlutverk sveitarstjórnar Borgar- byggðar að skerða þá lögbundnu grunnþjónustu sem skólarnir væru. Ef sveitarstjórn treysti sér ekki til að reka sveitarfélagið með þeim stofn- unum sem í því væri, bæri henni að víkja og láta aðra taka við því kefli. Jafnvel var gengið svo langt að benda á að óbreyttu vildu menn þá frekar hverfa eina sameiningu aft- ur í tímann og endurvekja sveitar- félagið Borgarfjarðarsveit. Lófa- tak í kjölfar þess benti til þess að gjá hafi myndast milli þéttbýlis og dreifbýlis í Borgarbyggð. Í því sam- bandi var bent á að í vinnuhópi um hagræðingu í skólamálum í sveitar- félaginu hefði einungis setið fólk af Mýrum og úr Borgarnesi og bæri niðurstaðan þess glöggt merki. Þá var fólki tíðrætt um að verkefnis- stjóri um skýrsluskrifin hafi, að því er virtist, skrifað skýrslu með pant- aðri niðurstöðu. Samþykktu ályktun Í lok fundarins í Logalandi á mánu- dagskvöldið var einróma samþykkt ályktun vegna niðurstöðu hagræð- ingarnefnar í fræðslumálum í Borg- arbyggð: „Það er grundvallarkrafa fundarmanna að staðið sé vörð um starfsstöðvar Grunnskóla Borgar- fjarðar í núverandi mynd. Skólarn- ir eru grunnforsenda þess að fólk setjist að í sveitarfélaginu. Sveit- arstjórn verður að virða það sam- komulag sem gert var við samein- ingu sveitarfélaganna og leita ann- arra leiða til hagræðingar.“ Engin ákvörðun tekin enn Flestir sveitarstjórnarfulltrúar úr Borgarbyggð sátu fundinn en tóku ekki þátt í umræðum. Í lokin ávarp- aði þó Björn Bjarki Þorsteinsson forseti sveitarstjórnar fundargesti og þakkaði kröftugan fund. „Nú höfum við fulltrúar í sveitarstjórn hlustað á raddir ykkar. Skýrslan liggur fyrir en hefur ekki verið rædd né afgreidd í sveitarstjórn. Skila- boð af þessum fundi verða höfð til hliðsjónar við ákvörðun í málinu,“ sagði Björn Bjarki. mm Kröftug mótmæli við tillögu um lokun Hvanneyrardeildar GBF Þóra Geirlaug Bjartmarsdóttir var í hópi fólks sem boðaði til íbúafundarins og flutti jafnframt framsöguerindi. Þorvaldur Jónsson í Brekkukoti stýrði fundi. Um 130 manns mættu á fundinn í Logalandi á mánudagskvöldið, þar sem full- trúar í sveitarstjórn hlýddu á fjölmörg rök fyrir óbreyttu fyrirkomulagi skólamála í uppsveitum Borgarfjarðar.

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.